Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 9
RReykjavík árið 1906 — Það er mikil og ókennileg veröld ungum Suðursveitarmanni. Hér er lifshraðinn allur meiri, en hann átti að venjast í heimahögunum, fólkið talar öðru tungutaki, gleði þess óstýrlátari en kurteist þótti í sveit- inni hans. Hann ræður sig vinnumann hjá Runólfi Guð- mundssyni á Vitastig 9, til eins árs eins og venja var, og kaupið er 100 krónur um árið. Fyrir þetta kaup er honum skylt að vinna hverja þá vinnu, er Runólfur húsbóndi hans ræður hann í, og þar sem hann hafði lofað Þórbergi að koma honum til sjós, er hann ráðinn háseti á Seagull. Þá var skipstjóri á Seagull Jón Þórðarson frá Ráðagerði, mikil aflakló. Þegar hinn ungi Suðursveitarmaður kom um borð i Seagull brast fyrsta rómantiska draumsýn hans. Frá hlaðinu á Hala voru hin sælu skip hafsins skrýdd drifhvítum seglum. En á Seagull voru seglin ekki hvit, heldur barklituð, og svo voru öll segl skútualdarinnar. Og sveitamaðurinn stendur allar vaktir við borðstokkinn með færið sitt, við hlið hans gamlir skútukarlar með grófan munnsöfnuð, sem aldrei heyrðist i Suðursveit. Hér er ekki sagt fyrir verkum með hinum milda ' málblæ sveitanna, hér eru fyrirskipanirnar öskraðar gegnum stormgnýinn. Hinir gömlu sjóvíkingar á Seagull eru oftast í óðafiski, en hinn rauðhærði Suðursveitarmaður dregur ekki bein úr sjó, það er eins og djöfuls þorskarnir geri sér það að leik að fælast öngulinn hans. Runólfur á Vitastígnum fékk ekki mikinn hlut eftir vinnumann sinn og háseta á Seagull þégar lauk fyrstu vertíðinni. Draumur Þórbergs um að verða skipstjóri á fríðri gnoð með hvít segl var brostinn. Draumurinn reyndist slor, næturvökur, kuldi og vosbúð. Þegar það kom i ljós, að Þórbergur Þórðarson mundi verða litt fiskisæll, datt Runólfi Guðmundssyni húsbónda hans í hug, að vinnumaður hans yrði hlutgengari við önnur störf Framhald á bls. 32. lAlfiARSPEGU VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.