Vikan


Vikan - 29.03.1962, Qupperneq 11

Vikan - 29.03.1962, Qupperneq 11
 SlftiliS • , eftir Erle Staixley Gardner Hann var skuggi frá þeim tíinum, er George gekk ekki leið dyggðanna eins og nú. Tilfinningalaus Larry varð litið þangað sem Stella stóð. — Hún fylgir i samningunum, sagði hann. Ueorge reiddist allt í einu. — Hún kemur ekki neinum samn- ingum við, hreytti hann út úr sér. Larry hló, reis á fætur og hélt á brott, en nam staðar á þröskuld- inum. — Við sjáumst altur i kvöld, þegar þú hefur lokað . . . Þegar allir gestirnir voru farnir, kom Stella að máli við George. — Viltu ekki trúa mér fyrir þessu, spurði hún. — Mér þykir fyrir þvi, Stella, en ég get það ekki. — Hvers vegna ekki'? — Hann er hættulegur viðfangs. —• Pú græöir ekki nextt á þvi að láta undan síga, sagði hún og yppti öxlum. — Láttu þetta afskiptalaust, Stella mín. Manstu eftir því þegar lögregluþjónarnir komu hingað um kvöldið og fengu sér kaffisopa, eftir árangursiausa leit allan daginu að náunganum, sem hafði brot- izt inn i bankann og siðan inn i leikhúsið . . . Hún kinkaði kolii. — lig ætti að hafa getað sagt mér það sjálfur, hver hefði verið þar að verki. Hann hefur þann háttinn á að ekkert segi eftir, hvorki fingraför né annað. Alltaf með gúmmivettlinga og viðvörunarkerfið óvirkt. Það gengur ailtaf árekstrarlaust hjá honum. — Hvernig getur hann þvingað þig'? George leit fyrst undan en siðan i augu henni; reyndi að segja eitthvað en vafðist tunga um tönn. — Ég skal ekki spyrja neins frekar, mælti hún með hægð. Tveir gestir komu inn. Stexla gekk til móts við þá og visaði þeim til sætis við borð. Alit gekk sinn vanagang. Hún virtist gersamlega róleg. George gat hins vegar ekki einbeitt hugsunum sínum að neinu. Larry hlaut að vita eitthvað um þátttöku hans i banka- ráninu forðum. Annars hefði hann ekki komið. RÉTTIR berast fljótt í glæpamannaklíkunum. Þeim þar var ljóst, að Larry gat ,,hagnýtt“ sér George á svipaðan hátt og bóndinn hag- nýtir sér hestinn. Og nú liafði Larry sem sagt „rekizt inn“. Gestunum fjölgaði stöðugt með kvöldinu og brátt var hvert sæti setið. Aðstoðarþernurn- ar komu og gengu um beina. í hálfa þriðju klukkustund var annríkið svo mikið, að George hafði ekki tóm til að hugsa um annað en gestina og viðskiptin. Svo toku þeir að tinast hurtu. Ivlukkan ellefu voru flestir farnir og George lokaði klukkan tólf. — Verður þú samferða? spurði Stella. — Ekki í kvöld. Ég verð að athuga innkaupalista vikunnar, svar- aði George. Hún sagði ekki neitt við þvi, kvaddi og fór. George læsti dyrunum og skaut slagbröndunum fyrir. Og þó vissi hann að engir slagbrandar gátu útilokað það sem hann átti í vændum. Klukkan hálfeitt gerði Larry vart við sig með þvi að sparka all- harkalega í dyrnar. George lét fyrst í stað sem hann heyrði það ekki. Hugsaði sem svo að það væri nógu gaman að vita hvernig Larry brygðist við, ef hann héldi að George hefði ekki tekið hótun hans til greina og farið heim. En Larry lét ekki gabba sig. Hann sparkaði i dyrnar eins og hann væri brjálaður. Það glamraði í hurðai-rúðunum. George flýtti sér að opna. — Hvað á það eiginlega að þýða að láta mig bíða, George, spurði Larry, óhugnanlega bliður á manninn. — Larry . . . ég hef ekki neitt að óttast. Ég lifi lögum samkvæmt. Og það ætla ég mér líka að gera framvegis. Ég hef afplánað sök mina, goldið skuld mína við þjóðfélagið og þig. Larry glotti. — Þetta lætur svo sem yndislega i eyrum, George. En hefurðu afplánað aila þína sök? Hefurðu gleymt þvi sem gerðist i þjóðbankanum . . . þegar Skinny missti þolinmæðina vegna þess að gjaldkerinn var ekki nógu handfljótur að koma með peningana? — Ég var ekki með i það skipti. Ég tók ekki neinn þátt í þvi ráni . . . Larry glotti háðslega. — Þú segir það, George. Það varst þú, sem sazt undir stýri i bílnum. Lögregiuþjónarnir fundu fingraförin þín á bilrúðunni. Þeir hafa að vísu ekki leitað í þínum blöðum i spjald- skránni —en ætli þeir yrðu lengi að því, ef þeim væri veitt einhver vísbending. Þá yrðir þú að hafa stólaskipti; fara úr stólnum bak við afgreiðsluborðið og setjast í annan, eilitið heitari. George vætti skrælnaðar varirnar með tungubroddinum. Svita- dropar stóðu á enni hans. Hann langað til að segja eitthvað, en hvað gat hann sagt? Larry hélt áfram máli sínu. — Ég hef haft ýmsar framkvæmdir með höndum að undanförnu. Þær hafa heppnazt vel og ég hef fleiri framkvæmdir á px-jónunum. Svo gerist ég meðeigandi í fyrirtæki Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.