Vikan - 29.03.1962, Page 15
Þegar allt kom til alls var þetta kosta-
og hlunnindalitil jörð, en aðeins vanrækt
vegna getuleysis ábúandans. Gaman væri
að vila hvernig högum hennar er háttað
og hvers vegna hún baslar hér ein við
þennan litla búskap. En hún um það.
Sjálfsagt er hún eitthvað samofin þess-
um stað. Sjálfur gerði hann ætið það
sem honum sýndist hverju sinni. Hvers
vegna skyldi hann þá hnýsast um liennar
hagi? Hann ákvað að dvelja nokkra daga,
minnsta kosti meðan hann væri að lag-
færa þakið.
Næstu nótt svaf liann úti í hlöðu. Morg-
uninn eftir spurði hann hana að heiti,
því hvorugt þeirra hafði enn kynnt sig.
— Ég heiti Inge-r Knudsen, og — ég
heiti Páll Hansen. Vinn hvað sem mér
býðst á veturna i ])orpinu, en með vor-
dögum tek ég staf minn og mal og kanna
ókunna stigu.
— Það er herbergi hér uppi á loftinu.
Þér getið sofið þar i nótt. Ég hef fært
bakpokann yðar þangað, sagði hún stutt-
aralega.
— Þakka yður fyrir, sagði hann um leið
og hann lagði leið sina aftur út i hænsna-
liúsið.
Loftherbergið var vistlegt. Þaðan sá
hann út i garðinn er umlukti húsið. Hann
var að visu ekki stór, en með nokkrum
aldintrjám. En þetta, var sem annað i van-
hirðu. Hann litaðizt betur um i herberg-
inu. Rúmið var uppbúið, linið mjallahvítt
og strolcið. Handlaug var ])arna og vatn í
könnu. — Jú, ég get vel dvalið hér i nokkra
daga, hugsaði hann með sér.
Það leið heil vika. Hann hafði gert
hænsnahúsinu góð skil, lagfært limgirð-
inguna og þakið á húsinu, sem ekki var
ininnst um vert.
INN DAGINN spurði
hann Inger, hvort hún
ætti ckki leið i þorpið.
— Ekki svo ég viti
til, svaraði hún, — cn,
vegna hvers spyrjið
þér?
— Það kæmi sér vel
að eiga dálitið af kalki
og málningu. Það er
gott veður til að mála.
— Farið þér sjálfur, sagði hún. — Það
er reiðhjól þarna úti i skemmunni.
Páll hjólaði til þorpsins og keypti máln-
ínguna.
— .Tæja, svo þér vinnið á Tjörnum,
sagði kaupmaðurinn.
Páll virti hann ekki svars. Hann gat
ekki skilið hvað honum kæmi þetta eig-
inlega við. — Ég sé bara að þér eruð með
reiðhjólið hans Knudsens, hélt mangar-
inn úram. Henni helzt ekki lengi á verka-
mönnum, þeirri góðu konu. — Hve lengi
eruð þér ráðinn?
— Þangað til ég fer, svaraði Páll út
í hött, og var nú farið að finnast nóg um
þessa rekistefnu.
Á heimleiðinni fór Páll að hugsa um
þennan Knudsen, sein svo skyndilega
komst inn í meðvitund hans. — Hann
er sjálfsagt dáinn og konan því ekkja.
En, hvað kom honum þetta annars við?
ANN lagði frá sér máln-
ingardósir og kústa á
eldhúsborðið. — Fyrst
Og fremst ætla ég að
nota kalkið til að
hvítta húsið að utan,
en bláu málninguna og
þá grænu ætla ég
sumpart að nota á
girðinguna, þó sér-
staklega þá grænu á
eldhúsið, mér sýnist það muni hafa verið
grænt fyrir. Ég blanda þetta sjálfur og
vona að þetta verði yður ekki mjög kostn-
aðarsamt.
- Þetta kemur til með að taka stakka-
skiptum, muldraði hún I barm sér, og um
leið færðist bros yfir andlit hennar. Þetta
var í fyrsta skipti sem hún fór nokkrum
viðurkenningarorðum um verk hans og
framkvæmdir.
— Ég gæti líka saumað gluggatjöldin, er
búin að eiga efnið í tvö ár. Eitthvað á ég
líka til af veggfóðri, en hvað er ég annars
að rausa? Hún sneri sér að eldavélinni og
sagði að nú væri maturinn tilbúinn.
Hann var byrjaður að hvítta húsið, er
hún kom út til hans. Það var í fyrsta sinn
að hann sá hana berhöfðaða. Nú var hún
mikið unglegri. Hún hafði IjósguJt mikið
hár, er hún hafði fléttað og komið fyrir
eins og blómsveig ofan á höfðinu. Þetta fór
henni vel. Ilún hafði haft kjólaskipti, lagt
tréskóna til hliðar og komin á hvlta striga-
skó.
— Ég fékk mér göngu niður að sjónum,
sagði hún, eins og liálf afsakandi. Annars
fór hún aldrei eða sjaldan burt frá
bærium.
— Hafið þér lagt netunum hér niður
undan?
Páll hneigði sig til samþykkis. — Ég
held við getum húizt við dágóðri veiði,
það er talsvert um sild og markril í firð-
inum og nú leit hann kankvís til hennar.
— Andvirði aflans eigið þér. Það kom
hingað í fyrra drengur frá gistihúsinu í
þorpinu og sótti fiskinn. Við skulum koma
boðúm þángað. Eitthvcrl kaup verðíð þér
að sjálfsögðu að fá.
— Þakka yður fyrir, þá get ég keypt
mér vinnuföt.
— Það er nóg af þeim hérpa inni í
geymslunni, sagði hún og var fljótmælt.
Hún leit nú upp til hans, þar sem hann
st’óð á kassa með kalkkústinn. — Húsið
kemur til með að líta út sem nýtt, sagði
hún.
— Já, og ekki hrakar þvi er það skartar
nýju gluggatjöldunum!
— Ég veit það bezt sjálf, að hér hefði
margt mátt betur fara, en ég liefði heldur
ekki komizt yfir þetta einsömul.
Hún hélt i átt til dyranna. Hann virti
hana fyrir sér. Hún var vel vaxin, bein í
baki, með fallega fótleggi. Hann liugsaði
með sér, að nú væru konurnar i þorpinu
komnar i sumarkjóla sina. Ilún myndi
vissulega sóma sér í einum slikum,
Seinna um kvöldið leit hann inn í
geymsluna. Þar var skápur fullur af herra-
fatnaði. Þar var allt sem einn karlmaður
þurfti á að halda af klæðnaði. Frá öllu
var vel gengið, hreinu og stroknu. Jú, hún
lilaut að vera ekkja. Þar var henni bezt
lýst að halda þessu til haga og varðveita
þannig minninguna um hið liðna. Þannig
liugsaði hann.
Stundum horfði Páll frá herbergisglugga
sinum út á þjóðveginn, hugsandi með sér,
að nú færi hann brátt að leggja land undir
fót. En það var alltaf eitthvað ógert.
AU VORU farin að tala
meira saman og ]iá
einkum um búskapinn
og framkvæmdir
jörðinni.
A nóg landrýini og jörð-
ur yrkt og meiri sóini
sýndur, mætti fá hér
góða uppskeru.
— Já, en ég gef ekki annað þessu ein-
sömul og aðstoð einhvers óviðkomandi
get ég ekki þegið. Þér verðið hvort scm
er ekki hér til eilífðar!
— Nei, vafalaust ekki, svaraði hann
með semingi. Ég hef vist aldrei dvalið
svona lengi á einum og sama stað.
— Er það satt?, og nú handlék lnin kjól-
bellið sitt hálf vandræðalega.
Páli fannst hann verða var einhverrar
breytingar i fari hennar. Hún gaf sér
meiri tíma til að snyrta sig. Það er eins
og allt hafi breytt um svip á Tjörnum,
meira að segja sjálf húsfreyjan, hugsaði
hann með sér.
— Hvað eruð þér annars göniul Inger,
þér fyrirgefið spurningu mína?
— Ég er að verða göniul kona, bráðinn
þrjátíu og scx ára.
— Ekki er aldrinum fyrir að fara. Eg
er þá tiu árum eldri og yngizt með hverj-
um deginum! — Hvc lengi hafið þér búið
Framhald á bls. 36.
I