Vikan - 29.03.1962, Page 17
Kvikmyndasagan
Myndin verður sýnd
í Trípólíbíói á næstunni
Dásamlegast veit þó það, að Jerry
virtist hafa fullan áhuga á hugmynd
hans; Það virtist ekki vera nein upp-
gerð, að hann vildi koma henni í
framkvæmd. Hann spurði að minnsta
kosti þannig, og athugasemdir hans
sýndu, að hann vissi hvað hann var
að gera á þessu sviði. Með þessari
smábreytingu þarna mátti spara
nokkur þúsund dollara, og svo fram-
vegis; jú, Jerry vissi, hvað hann var
að fara.
Þegar sendillinn færði þeim veð-
féð, gaf Jerry honum hundrað doll-
ara í þjórfé af upphæðinni óskiptri;
deildi síðan fénu jafnt í þrjá staði,
því sem næst fimm hundruð dollara
í hlut.
Og nú gerðist smáatvik, sem varð
til Þess að Tony þóttist Þess allt i
einu fullviss, að hann væri sjálfur
óskmögur örlaganna þetta kvöld;
hann sjálfur og enginn annar. Um
leið og Jerry fékk honum það fé,
sem kom í hans hlut, gall við til-
kynning um næstu hlaup keppninn-
ar. Og einn af hundunum hét ,,Ally
heppni“.
Var líklegt að þarna gæti ein-
göngu verið um tilviljun að ræða?
Gat, nokkur maður eiginlega vænzt
öllu óvefengjanlegri ábendingar?
Tony dró upp keppnisskrána til
þess að vera viss um að ekki gæti
verið um misskilning eða misheyrn
að ræða. Nei, þarna stóð það skíru
letri; — Númer fimm; Ally heppni.
Tony sneri sér að Jerry og mælti
af ákefð: — Taktu eftir þessu, Jerry.
Númer fimm — Ally heppni. Strák-
urinn minn heitir Ally. Skilurðu sam-
bandið, hundurinn heitir Ally heppni.
Bending, áreiðanlega hin öruggasta
vísbending .... Þegar ég hitna á ann-
að borð, skilurðu, verð ég rauðgló-
andi. Og nú er ég viss um, að ég get
ekki tapað .... hefurðu aldrei fengið
slikt hugboð ?
— Heyrirðu hvað hann segir,
Dorine, sagði Jerry við þá á gullofna
kjólnum. Hann er viss, hvað eigum
við að gera? Veðja á hundinn og láta
kylfu ráða kasti.
— Látum kylfu ráða kasti, svaraði
Dorine.
Tveir af lífvörðunum klemmdu
ihann upp við vegginn---------
Jerry afhenti sendlinum allt veð-
féð aftur. — Látum kylfu ráða kasti.
Ég veðja á þennan hund þarna, Ally
heppna, númer fimm. Og þú Tony?
Hættir þú ekki á það?
— Ég hætti á það, mælti Tony og
afhenti sendlinum veðféð.
Jerry leit fast á hann nokkur and-
artök. — Hefurðu efni á þessu, Tony?
spurði hann.
— Hvað meinarðu? spurði Tony.
Þetta eru bara peningar.
Dorine hallaði sér að Jerry. — Ást-
in mín; viO verðum að fara þegar
þessu hlaupi er lokiO.
— Þú ert að, svaraði Jerry. I hvert
skipti, sem þú opnar munninn er þaO
til að hrekja mig úr einum stað i
annan.
— Þú hefur sjálfur sagt mér að
minna Þig á hlutina.
— Jerry sneri sér að Tony. — Það
líður varla á löngu þangafl til hún
gerir mig brjálaða.
— Heyröu mig, Jerry .... getum
við ekki komið eitthvaO aisíöis í
nokkrar mínútur og gengið frá þessu ?
ÞaO er ekki nokkur leiO aö tala um
það hérna.
Jerry hugsaöi sig um andartak. —
Jú, það skulum við gera. Við skulum
ganga út að bílnum. Það er einkum
verðiö á fasteignunum, sem ég Þyrfti
að vita dálítið nánar ....
Þeir risu á fætur. Dorine lika. —
Ástin mín, mundu að þú hefur fleiri
gestum að sinna, sagði hún við Jerry.
Þú manst að þú áttir að hitta herra
Courtney hérna og tala við hann um
atburðina í Acapulco ....
— Já, satt segirðu, varð Jerry að
orði. Þaö má ég víst ekki láta drag-
ast. Afsakaðu mig eitt andartak, Tony
.... ég verð ekki nema eina minútu,
skilurðu ....
Svo gengu þau til nokkurra manna,
sem sátu á öðrum bekk, ofar i stúk-
unni, og Tony varð einn eftir.
Bjöllu var hringt til merkis um
að hlaupið væri að hefjast.
Áhorfendamúgurinn tók aÖ öskra.
Þá voru hundarnir lagðir af stað.
Tony baö til guðs. — Góður guð, ef
þú ert þá á annað borð til, láttu hund-
inn vinna, og þá skal ég aldrei láta
leiOa mig út 1 veðmál aftur. Aldrei,
því heiti ég ....
Honum varO litiö út á brautina.
Númer fimm, Ally heppni, hafði ’þeg-
ar tekið forystuna. Hann var langt
á undan þeim næstu.
— Áfram, númer fimm .... áfram,
Ally heppni .... hertu þig .... hertu
þig ....
Ally heppni hafði enn forystuna á
fyrstu beygjunni, en nú höfðu tveir
aðrir hundar, númer sjö og númer
níu, rifiö sig fram úr hópnum, og
var glöggt hvað þeir vildu.
— Áfram, Ally .... áfram ....
láttu þá ekki ná þér ....
Hundarnir æddu áfram beinu
Framh. á bls. 28.
VIKAN 17