Vikan


Vikan - 29.03.1962, Side 29

Vikan - 29.03.1962, Side 29
Bók vikuxinar: „Fríft konuandlit er fáséð á íslandi" Uno von Troil: Bréf frá ís- landi. Haraldur Sigurðsson ís- lenzkaði. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóð, Reykjavík 1961. — Prentsmiðjan Oddi h.f. SPUTNIK H VÉUN-ER FERMINOARGIÖFIN Tilvitnuð setning er i einu af bréf- um hins unga, gáfaða og fjölmennt- aða Svía, sem að öllum líkindum hefur skrifað sannast og sanngjarn- ast alira útlendinga um ísland, og haft hvað mest áhrif á skoðanir manna víðs vegar um iieim á landi og þjóð, því að ferðabréf hans voru gefin út. á fleiri tungumálum og fjöl- lesnari en nokkur önnur ferðaliók um fs'and á þeirri tíð. Og kannski er þessi setning ljósasta dæmið um það hvílíkar breytingar liafa hér orðið frá þvi bréfin eru skrifuð, eða 1772. Árið 1962, þegar forystumenn bókaútgáfu hér á landi sjá loks sórna sinn i að gjalda höfundinum að sínu leyti þá þakkarskuld, sem öll þjóðin á honum að inna, verð- ur útlendum gestum tíðræddara um fegurð íslenzkra stúlkna, en öll þau náttúruundur, sem hann hreifst hér mest af og íslenzkar þokkadísir bera hróður þjóðar og lands víðar um heim en Hekla, Geysir og allar okk- ar fornbókmenntir samanlagt og eru mun eftirsóttari á erlendum mark- aði en íslenzki þorskurinn. Hégómi, munu margir segja, og kannski er það lika hégóminn ein- ber og skal það látið liggja á milli hluta. En það sannar engu að sið- ur að við stöndum nú i fremstu röð menningarbjóða hvað snertir al- menna velmegun og vellíðan, heil- brigði og þrifnað, og fyrir það er unga kynslóðin öðrum fyrri glæsi- legri og meiri að atgervi. T>að var unga kynslóðin ekki, þegar Uno von Troil gisti landið fyrir tæpum tveim öldum. Uvi fer þó fjarri að hann býsnist yfir ómenningu þjóðarinn- ar, óþrifnaði og öðru sliku — hann tekur á öllu með skilningi og rek- ur orsakirnar svo nétta leið að furðu gegnir, þegar þess er grett hversu skamman tima hann dvald- ist hér á landi. Lýsing hans á at- vinnuháttum, vinnubrögðum og ýmsum hversdagslegum atriðum i íifi þjóðarinnar eru sumar hverjar þær skilmerkilegustu, sem við hðf- um frá þeim timum og sannast þar sem oftar, að glöggt er gestsaug- að. Skilningur hans á náttúrufræði- legum fyrirbærum takmarkast vit- anlega af vanþekkingu lærðra manna í þann tið, en lýsingar hans á þeim eru engu að siður i senn svo lifandi og nákvæmar að furðu gegn- ir. Allt verður þetta til þess. að „Bréf frá íslandi" er i senn fróðlegasta og skemmtilegasta bókj, og þar sem ytri frágangur hennar er mjög vand- aður, er hún einnig hin eigulegasta. Þýðandinn, Haraldur Sigurðsson, hefur unnið verk sitt ágæta vel og inngangur sá, er hann hefur samið, er fróðlegur og skilmerkilegur. Teikningar og myndir, sem bókinni fylgja, eru og fræðilegar heimild- ir á sinn hátt, ekki alður en bréf- (n. é’ramhald á bls. 34. RAUÐA MOSKVA AÐALSTRÆTI 1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.