Vikan


Vikan - 29.03.1962, Side 32

Vikan - 29.03.1962, Side 32
BEZTI HJOL- BARÐINN FVRIR BlLINN YÐAR ER Tire$lott0 •3 í Laugavegi 178 Sími 38000 Gönguferð norður Afríku Frarnhall af bls. 7. þeim innfæddu körlum og konum, sem mannæturnar höfSu fangað nóttina áður. Enn rauk úr glóðtrm steikarbálsins, en fataræfiar, manna- bein og innyfli lágu á víð og dreif. Lýsing Grogans er ekki prenthæf og verður þvi sleppt hér. Og þetta endurtók sig hvað eftir annað. Grog- an sló fyrir brjóst og hann hraðaði sér sem mest hann mátti. Allt í einu stóð hann með fylgdarlið sitt á dálítilli hæð og samstundis komu Barakear þjótandi úr smáþorpinu, sem þeir höfðu yfirunnið. Mann- æturnar höfðu ekki búizt við því, að nokkur lifandi sála kæmi labb- andi beint í flasið á þeim. Nú þustu þær að með spjót sin og skildi og góluðu eins og grimrdir hundar. „Hvað segja þeir?“ spurði Grogen leiðsögumann sinn. )vÞeir segjaist ætla að drepa okkur og éta okkur síðan“, svaraði leiðsögumaðurinn titrandi af hræðslu. „Jæja“, sagði Grogan. Hann greip veiðibyssu sína, kraup á hné og miðaði — og skaut þann sem fremstur var. Mannæt- urnar öskruðu enn ákafar og héldu áfram að hlaupa til þeirra. Þeir könnuðust við skotvopn, en þeir þekktu ekki margskotabyssur og ætluðu sér að sigra áður en Grogan gæti hlaðið aftur. Grogan skaut aft- ur og enn féll mannæta. Þá virtust þessi manndýr verða undrandi og hikuðu og þá skaut Grogan fjóra menn hvern á eftir öðrum. Og þá staðnæmdust Barakearnir og lögðu svo á hraðan flótta. Þetta nýja vopn þekktu þeir ekki. Að líkinum myndi það aldrei tæmast af skotum. Þegar Grogan hafði hlaðið byssu sína að nýju þrammaði hann með fylgdarlið sitt gegnum þorpið og þar sást ekki nokkur sála. En þarna var hörmulegt um að litast, enn log- uðu bál fyrir dyrum kofanna og leifar af fólki lágu við þau. — Og enn er lýsingin ekki til þess að segja frá henni. Á stráþökunum hiðu gammar og í loftinu svifu þeir til þess að gleypa í sig teifarnar. Grogan segir: „Burðarmcnnirnir létu sér ekki allt fyrir brjósti hrenna, cn þó vildu þeir heldtir ganga tanga vegu cn að snerta nokkurn skapaðan hlut sem óx í þessu bölvaðá landi.“ Grogan sendi hlaupara til Sharps til þess að vara hann við að fara gegnum þetta svæði og bað hann að reyna að finna leið fyrir norðan það. En hætturn- ar voru enn á næstu grösum og Grogan segir, að næstu tveir dagar hafi verið þeir verstu, sem hann hafði lifað. Þeir komu í nokkur þorp til viðbótar og alls staðar var sömu sjón að sjá. Það var augljóst, að Barakearnir lifðu á mannakjöti. Þegar þeir höfðu eytt þorp og ekki var meira að eta þar fluttu þeir til næsta þorps, réðust á íbúana og eyddu þeim. Grogan og menn hans þrömmuðu frá sólarupprás til sól- arlags. Þeir óttuðust að ganga venjulegar götur og urðu þvi að brjótast gegnum frumskógana. Erf- iðast var fyrir þá að afla sér fæðu. Drykkjarvatn var hvergi að finna, enda voru ár og fljót full af likum. Þá bar það við dag einn, að leið- angurinn sniglaðist áfram á bökk- um papyrusfenja og var leiðin mjög viðsjál. Allt í einu rakst hann á hóp Barakea, sem ráku samstundis allshugarfegnir upp mikil gól og hófu árás. Grogan slapp með naum- indum undan spjóti, sem kastað var að honum, en hann skaut samstund- is og féll einn maður. Meira þurfti ekki til, því að mannæturnar lögðu á flótta og skildu eftri tvær konur og tvö börn. Grogan rannsakaði konurnar og börnin og voru þau mjög mögur og kviðirnir strengdir að hrygg. „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur“, sagði önnur konan sorgmædd. „Við erum fimm- tíu að tölu í fiokknum, og síðustu vikuna liafa karlmennirnir ekki náð í nema tvo menn til matar“. — Grogan tók konurnar og börnin með sér, bæði til þess að konurnar gætu vísað honum leið og eins sem gisl. Hann skaut dýr og hinar Iningruðu mannætur réðust á það og rifu það í sig eins og hýenur. Grogan þóttist þó viss, um að konurnar söknuðu hins rétta bragðs. — Að lokum tókst leið- angrinum að komast burt úr löndum mannætanna. Þá áðu þeir dögum saman og biðu þess að Sharp kæmi með sinn flokk, en honum hafði tekizt að finna betri og hættuminni leið. Grogan og Sharp ræddu nú um framhald leiðangursins og síð- an lögðu þeir af stað meðfram Al- berts Edwards-fljótinu til Uganda. Og þar skildu þeir félagarnir. Sharp vildi heldur fara austur á bóginn til Kenya, eins og það land heitir nú, en þaðan ætlaði hann að fara með skipi frá Mombasa til Eng- lands. Grogan hélt áfram í norð- urátt meðfram Níl til Egyptalagds. Og nú má segja, að Grogan væri einn síns liðs og það er erfitt að skilja það að honum skyldi takast að komast á leiðarenda yfir fenja- mýrar og eyðimerkur. Hann hafði mikla hitasótt og sá oft ofsjónir. Honum gekk erfiðlega að útvega sér burðarmenn. Einu sinni varð liann að láta sér nægja draghaltan gamlan mann, lítinn dreng og geggj- aðan glæpamann, sem bar hlekki. Dag einn var Grogan á hnotslcóg eftir villibráð, sem þeir gætu lagt sér lil munns, en á ineðan kallaði hlekkjamaðurinn innfædda saman og dcildi farangri Grogans á milli þeirra. Að því loknu liljóp hann á brott. Hinir innfæddu biðu heim- komu Grogans og skiluðu honum aftur eignunum. Grogan komst yf- ir eintrjáninga og gerði tilraun til að komast norður eftir fljótinu á þeim, en svo mikill var gróðurinn við bakkann, að þetta reyndist ó- framkvæmanlegt. Hann dvaldi eina 32 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.