Vikan - 29.03.1962, Qupperneq 34
Mwn
SINIIA
VISCOSA.
hafði alllaf getað lesi'ð á hann eins
og opna bók. Hann hreyfði hend-
ina leyftursnöggt og dró upp
skammbyssu.
Það var morðglampi í augum
hans, en rómurinn var ógeðslega
ljúfur.
— Verlu nú góði strákurinn,
George. Vertu nú þægur og segðu
mér hvar peningaskápurinn er og
hvernig á að opna hann?
En nú hafði George tekið sina
ákvörðun. Það var betra að falla
í átökum en lenda i rafmangsstóln-
um. Og hann fét sem hann sæi ekki
skammbyssuna og gekk enn nokk-
ur skref afturábak. Nær veggnum
. . . og hnífunum.
Nokkur andratök stóð Larrv ráð-
þrota. Þetta kom honum algerlega
á óvart, hann var því vanastur að
geta farið með George eins og tusku.
Hann vildi ekki skjóta. Það hafði
alltaf sínar óþægilegu afleiðingar.
Hann stakk þvi skammbyssunni í
vasann og ákvað að reyna aðra
leið. — Mundu að ég get kært þig
hvenær sem er fyrir bankaránið.
Þú lendir í rafmangsstólnum fyrir
það. Mundu að það er á mínu valdi.
Þú þarft ekki að ná í hnif. Segðu
mér bara að fara, ef þú vilt heldur
að ég fari. Larry er ékki vanur
því að troða fólki um tær, ef hann
finnur að hann er óvelkominn gest-
ur. En ég lield hins vegar að það
væri bezt fyrir sjálfan þig, að þú
segðir mér hvar peningaskápurinn
er og hvernig á að opna hann.
Það var Stella, sem svaraði. Rödd
hennar var róleg. — Láttu George
vera. Ég skal vísa þér á pening-
ana, sagði hún.
Larry leit á hana. Vppti brúnum
og gerðist nú hýran á svipinn. —
Þetta líkar mér. Segðu nýja hús-
bóndanum þínum hvar peninga-
skápinn er að finra. I.eystu frá
skjóðunni, ljúfan lnla.
— Hann er á bak við spegil-
g'erið I auglýsingaskápnum þarna,
sagði Stella.
— Ágætt, ágætt, varð Larry að
orði. Það er kænlega frá gengið.
— Maður lyftir hillunum, sagði
Stella enn.
— ýtella, sagði George hranalega.
Þú þegir . . .
— Ilún hefur þegar sagt nóg,
sagði Larry um leið og hann opn-
aði skápinn og lyfti hillunum. Dró
siðan spegilglerið til hliðar svo
peningaskápurinn kom í ljós.
—- Bráðsnjallt, sagði Larry. Þú
hefur vitanlega sluðzt við reynsl-
una. Og hvernig á svo að opna
skápinn?
— Þú þarft ekki að láta þér koma
tii hugar . . .
— Nei, svona talar maður ekki
til meðeiganda síns. Mér ber helm-
ingurinn af því, sem í peninga-
skápnum er. Raunar hefurðu haft
minn hlut af mér svo lengi, að ég
tek allt það, sem i honum er. Segðu
mér hvernig á að opna skápinn —
vitanlega ætti ég auðvelt með að
brjóta hann upp, en þar sem ég er
nú einu sinni meðeigandi, finnst
mér óviðeigandi að ég fari að eyði-
leggja húsgögnin.
— Farðu til . . .
Larry kreppti hnefana. — Það
er rétt eins og þú sért að biðja mig
um að berja þig, sagði hann.
— Láttu hann vera, sagði Stella,
róleg, t sem fyrr. Ég skal segja þér
hvemig á að opna skápinn.
Larry sneri sér að henni. — Ég
hef mætur á skynsömu kvenfólki.
En ég verð að láta það bíða að
sýna j}ér þakklætið i verki. Sem
stendur hef ég ýmsum framkvæmd-
um að sinna. Vinnan gengur fyrir
öllu, Ijúfan. Jæja þá . . .
— Nítíu og sjö fjórum sinnum
til hægri, sagði Stella.
— Sjáum til. Hún kann sem sagt
að opna skápinn. Þá veiztu það,
George.
George stóð þarna ráðþrota,
stokkbólginn í framan eftir bar-
smíðina.
— Og hvað svo næst?
Stella sagði honum það. Larry
opnaði skápdyrnar. Hafði snör
handtök, sópaði peningaseðlunum
og skiptimyntinni i vasa sina. —
Þú hefur gert mér þetta allt auð-
veldara, litla Ijúfan, mælti hann
við Steliii. Ég geri ráð fyrir að gott
samstarf geti tekizt með okkur i
framtiðinni. Jæja, George minn, nú
má ég ekki tefja lengur. Ég þarf
að koma við í vöruhúsi i borginni
. . . það tekur mig ekki langa
stund, svo það er bezt að þú bíðir
hérna, litla ljúfan. En þú, George;
larðu héim og legðu þig.
Larry gekk til dyra, nam staðar
sem snöggvast á þröskuldinum og
svipaðist um, hvarf síðan út í
myrkrið. George sneri sér að Stellu.
— Þú, þín ...
— Ifvað? spurði hún sakleysis-
lega.
— Hvers vegna sagðirðu houum
hvar peningaskápurinn væri og
hvernig ætti að opna hann?
Rödd hans var ásakandi.
— Ég gat ekki verið vitni að því
að hann misþyrmdi þér.
— Þú skilur víst ekki sjálf í
hvaða úlfakreppu þú hefur komið
mér . . .
— Vertu ekki að þessu, svar-
aði hún. Og ef þú ætlar framvegis
að láta aðra hugsa fyrir þig, þá er
bezt að ég taki það að mér.
Hann starði steinhissa á hana,
þegar hún brá sér fram i áhalda-
skonzuna og koin þaðan með stór-
eflis brotjárn. Og áður en honum
hafði unnizt tími til að spyrja hana
hvað hún hygðist fyrir, hafði hún
sprengt upp peningakassann á af-
greiðsluborðinu, því næst vatt hún
sér út fyrir dyrnar, skellti þeim
í lás og sprengdi þær upp með brot-
járninu að utan. Að því búnu kom
hún inn. George glápti á hana eins
og naut á nývirki. — Hvað í ósköp-
unum . . . spurði hann.
— Bíddu ögn við, mælti hún.
Hvernig sagðirðu að maður færi að
því að brjóta upp þessa einfaldari
gerð af peningaskápum? Jú, maður
brýtur af þeim talnakringluna og
dregur fjöðrina út . . .
Hún gekk að peningaskápnum,
sprengi af honum talnakringluna,
barði svo á hurðina unz fjöðrin
skrapp út. Að því búnu gekk hún
fram í eldhúsið og þurrkaði öll
fingraför vandlega af brotjárninu
með rýju, áður en hún lagði það
hjá peningaskápnum.
—• Nú komum við, sag/ði hún
við George.
— Hvert, ef mér leyfist að spyrja?
Nútímakonur njóta lífsins all-
an ársins hring, þær velja
CAMELÍA dömubindin.
Heildsölubirgðir:
EGGERT KRISTJÁNSSON.
— Til Yuma. Það er meira að
segja hálf klukkustund siðan við
lögðum af stað, mundu það. Þar
giftum við okkur. Lögum sam-
kvæmt getur kona ekki borið vitni
með eða gegn eiginmanni sínum og
eiginmaðurinn ekki með eða gegn
henni. Það gelur komið sér vel fyrir
okkur eins og allt er i pottinn búið.
— En ég skil ekki tilganginn i
þessu brotæði þinu . . .
-— Bíddu þangað til fréttin kem-
ur í blöðunum, svaraði hún.
George stóð eins og negldur nið-
ur. En svo hélt hann af stað ineð
henni. Þótt kynlegt kunni að virð-
ast, þá hugsaði hann ekki neitt um
það, sem verið hafði að gerast síð-
ustu klukkustundina, heldur ein-
göngu þessar mjúkhvelfdu vaxtar-
línur ....
Það liðu fullir tveir sólarhringar
áður en dagblaðið heiman úr borg-
inni barst lil Yuma.
„BROTIZT INN f VEITINGA-
STOFU — EIGANDINN í BRÚÐ-
KAUPSFERГ!
„Glæpamaðurinn „Larry“ felldur
í skammbyssueinvígi".
Siðan var frá þvi sagt í frétt-
inni, að hin unga eiginkona George
34 VIKAN