Vikan


Vikan - 29.03.1962, Side 36

Vikan - 29.03.1962, Side 36
Húsmæður! hér er um al- gjöra byltingu að ræða í meðferð hverskonar fatn- aðar, sem þarf að stífa - SPRAYDEX - gefur líni nýjan, ferskan blæ - vandinn er enginn - ÚÐIÐ SPRAYDEX Á ÞVOTTINN UM LEIÐ OG ÞÉR STRAUIÐ - kaupið SPRAYDEX í handhægum, smekklegum umbúðum og þér munuð komast að raun um það að SPRAYDEX gerir þvotta daginn skemmtilegan. Kona einsömul . . . Framhald af bls. 15. hér sem ekkja á Tjörnum? Nú féllust henni hendur um leið og hún sagði hálfviðutan: — Ég er ekki ekkja. Honum varð orðfall í fyrstu, en áttaði sig fljótlega og sagði í Jétt- ari tón: — Ég vona þér hafið ekki tekið það nærri yður, l)að eru svo mörg hjón er slíta samvistum á þessum timum. Ef þér lifið ham- ingjusamara lifi eftir en áður, er það vel. Nú tók hann um hönd hennar. Hún var mjúk og heit. Það hafði hann ekki gjört áður. Hún lét sér þetta lynda, en dró svo til sin höndina. — Maðurinn minn gerði dálítið, — dálitið sem ekki var leyfilegt. Hann — hann . . . Lengra komst hún ekki. Nú reisti sig þagnarmúr i milli þeirra. Hvorugt gat sagt orð. — Hve lengi?, hóf hann máls aftur. Hann var þurr í kverkunum og átti erfitt um mál. — Tíu ár og það eru tvö eftir, hálfhvislaði hún. — Þér hefðuð getað skilið við manninn yðar. Þó ég sé i raun og veru andvígur sliku, geta verið þær ástæður fyrir hendi, sem rétt- læti það. Hann sá fyrir sér andstreymið í andliti hennar. Hún hristi höfuðið. — Þetta hvarfiaði að mér hér fyrr á árum. Maðurinn minn er óvæg- inn og erfiður sem eiginmaður, sagði hún dapurlega. — Foreldrar mínir áttu jörðina og mér er annt um hana. Ég átti tal um þetta við prestinn okkar. 36 VIKAN Hann sagði eins og þér, að það sem Guð hefði sameinað . . ., en samt sem áður var hann mér sammála og samþykkur þessu. En ég gat ekki fengið mig til þess. Hann lof aði ætíð bót og betrun, svo mér fannst ég gæti ekki svikið hann. — En hann lét sér ekki segjast, skaut Páll inn í. — Eins og ég hef sagt, á ég bágt með að neita honum um að koma hingað aftur, þegar hann er laus úr fangavistinni. — Hvert ætti hann svo sem annað að fara? Og ef ég nú reyni að halda þessu i horfinu hér á Tjörnum, eftir allt sem þér hafið gert hér á heimilinu — því ekki hefir verið jafnvistlegt hér síð- an foreldrar mínir réðu hér húsum — þá verður það ef til vill til að auka á starfsgleði hans og ánægju, svo hann sjái sig um hönd og verði alúðlegri við mig en ella. En visi ég honum á bug, á hann engan sama stað, svo ég óttast að þá muni síga á hina sömu ógæfuhlið fyrir honum. — En þér elskið hann ekki ennþá Inger? — Nei, svaraði hún ákveðið, það eru mörg ár síðan. — Þér ætlið að leggja mikið á yður. Við gerum okkur sjálfsagt bæði ljóst að okkur er ekki sama hvort um annað. — Já Páll, en timinn læknar vist öll sár. Þannig slitu þau þessum samræðum. Það var komið fram á nótt er hann fór upp á herbergið sitt, en þá var Inger fyrir löngu lögzt til hvílu. Það nálgaðist óðum lokaþátt hans á heimilinu. Hann plægði akurinn fyrir haustsáningu og aflaði eldi- viðar til vetrarins. Þau unnu verk sín, hæði utan húss og innan i kyrr- þey, töluðu lítið saman, en þó með meiri vinsemd en áður. Þeim hefur sjálfsagt fundizt báðum þau hafa sagt sitt síðasta orð. Haustið var komið. Fölnað laufið fauk sitt á hvað á grasflötinni. Páll tók netin upp og gekk frá þeim i skemmunni. — Þau verða tilbúin næsta vor, sagði hann og leit um leið til liennar. Bæði vissu þau að það mundi farast fyrir, þvi það voru takmörk fyrir þvi hverju hún fékk áorkað, eftir að hún var orðin ein. Ef til vill mundi Knudsen leggja netunum er þar að kæmi, en það var mál sem hvorugt þeirra minntist á. Þau fáu kvöld, er hann átti eftir að dvelja á heimili hennar, sátu þau i eldhúsinu. Bæði voru þau sí- starfandi. Hann telgdi og málaði, en hún saumaði. EJinn morguninn kom hann snemma niður. Hann hafði bakpok- ann meðferðis, sem hann lagði frá sér á borðið. Inger fölnaði er hún leit pokann. Það hlaut að koma að því, hugsaði hún með sér. Hún hafði kviðið þessnm degi og átt margar andvökunætur í sambandi við hann. Og nú var hann runninn upp. Þau settust við matborðið. Vind- urinn gnauðaði úti fyrir, en það logaði glatt í eldstónni. — Hér er hlýtt og notalegt, sagði Páll. Er ])au höfðu matazt, setti hann á sig bak- pokann. — Ég ætla að fylgja þér á leið, sagði Inger lágróma. Veðrið var kalt og hryssingslegt. — Sem betur fer hef ég búið vel I haginn fyrir hana undir veturinn, hugsaði hann með sér. Hann gat heldur ekki varizt þeirri hugsun, hve erfitt væri fyrir hana að húa hér aleina yfir háveturinn, en úr þvi sem komið var, þá varð hann að fara. Þau gengu hlið við hlið eftir skóg- arstígnum. Hönd hans leitaði henn- ar. Hún var ísköld. — Grætur þú Inger?, spurði hann skömmu síðar. Rödd hans var hrjúf, ekki fullkom- lega örugg. Hún virtist ekki gefa gaum þess- um orðum hans. Hún átti erfitt um gang. í hjarta sínu vildi hún helzt slíta af sér öll bönd og fylgja hon- um til þorpsins og gerast konan hans. Henni hraus liugur við tilhugs- unina um, að dvelja ein eftirleiðis á bænum. en hún varð að hrinda þess- um hugsunum frá sér. Þetta hafði legið á henni sem martröð undan- farna daga og nætur. Mótstöðuaflið fór þverrandi. Tárin runnu niður kinnar hennar, hún gerði ekkert til að leyna því. Nú voru þau komin á aðalveginn og þar stönzuðu þau. — Vertu sæl Inger og guð veri ineð bér. — Þakka þér fyrir Páll, fyrir allt. Fyrirgefðu mér. Hann sneri sér við og hélt leið- ar sinnar. Inger stóð í sömu sporum og horfði á eftir honum. Brátt mundi hann hverfa henni sjónum fyrir fullt og allt. Stormurinn lék um hana og henni var orðið kalt. Hún treysti sér ekki til að snúa til baka að ein- rnanalcga heimilinu sínu. Hana verkjaði í augun af að stara stöðugt á eftir honum. Hún þoldi ])etta ekki lengur, svo hún hrópaði nafn hans, einu sinni, tvisvar, en stormurinn eyddi orð- um hennar. Hún kallaði enn einu sinni og þá hlaut hann að hafa heyrt til hennar, því hann nam staðar og leit við og sá að hún kom hlaup- andi i áttina til sín. Hve glöggur ertu? LAUSN: Á neðri teikningunni eru eftir- farandi breytingar: 1. Hárið á ungu stúlkunni með boltann hefur breytt um lit. 3. Undirstaða vitans hefur minnk- að. 4. Ilálsinn á svaninum er krapp- ari. 5. Sundskýla mannsins licfur feng- ið á sig svarta rönd. 6. Sundbolur stúlkunnar nær ekki eins hátt upp. 7. Kletturinn fyrir ofan höfuð stúlkunnar er ekki eins hár. £i£im SMIA VISCOSA. . <<■ • ' ■ /

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.