Vikan - 10.05.1962, Qupperneq 10
ULALLM M
Eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann.
Drengirnir gengu eflir fjörunni þar sem lognaldan snarkafSi 1
sandinum: Sjórinn var sléttur í dag og fjaran angaði af salti
og þara.
Þeir voru búnir að eigra eftir fjörunni innan frá bryggjum,
ýmist fremst á klöppunum, eða á bökkunum fyrir ofan, þár sem
baldursbráin óx i breiðum innan um rytjulega grasbúska. Þar
fyrir ofan tóku v'S túnskæklarnir og mýrarnar.
Við og við fundu drengirnir spýtur, eða dósir, sem þeir fleygðu
út á sléttan sjóinn; siðan gripu þeir smásteina og reyndu að hitta
spýturnar og dósirnar. Dósir voru betri, þvi það var hægt að
sökkva þeim. eins og skipunum í striðinu. Spýturnar og dósirnar
voru óvinaskip og þegar eitthvað hitti ráku þeir upp óp. En
oftast bar straumurinn herskipin úr kastmáli áður en þeim tókst
að hitta, og þá héldu þeir áfram ferð sinni út fjöruna og spörkuðu
krossfiskum heldur en ekkert. Það var erfitt að hitta á löngu
færi. Sólin var hátt á himninum og i fjarska blánaði fyrir strönd-
inni í landi.
Þeir voru vanir að flækjast aha leið þangað, sem klettarnir
byrjuðu, en klettarnir gengu í sjó fram vestast á eynni, þar snéru
þeir við og héldu inn aftnr. Stundum fóru þeir þó ekki alla
leið, bátur að koma að. eða há strandferðaskipið, en oftast vissu
þeir bó um komu þess fvrirfram og þá fóru þeir sjaldnast langt
frá bryggiunni. Oliuskipið kom stundum, og um leið og búið
var að binda spurði skipstiórinn: Grjótið enn i leiðslunni? Það
var nefnitega lausagrjót einhvers staðar í leiðslunni, sem krakkar
höfðu hent inn í rörin begar leiðslan var lögð. Hreppstjórinn
svaraði: — Á ég að brjóta gólfið í frystihúsinu? Skipstjórinn
sagði, að betta væri i siðasta skipti, sem hann kæmi með olfu
þar til búið væri að hreinsa grjótið. Svo skellti hann brúarglugg-
anum hraustlega.
í fyrstu höfðu drengirnir sárskammazt sín fyrir grjótið í leiðsl-
unni og orðið óttas’egnir yfir því að olia kæmi ekki i eyjuna
aftur. Eða hvernig átti að róa, ef ekki var til olía á mótorana?
Þeim fannst hann harðbrjósta skipstjórinn á olíuskipinu að vera
að setja grjótið fyrir sig. En fliótt sáu þeir, að ekkert var að
óttast. Það var eins konar fastur liður i viðkomu oliuskipsins
í eyjuna að tala um grjótið í leiðslunni. Ekkert var að óttast.
Eflaust yrði grjót í leiðshinni um alla eilffð, og skipið héldi
áfram að koma með olíu í eyjuna.
Þar sem ekki bólaði á neinu skipi héldu drengirnir áfram út
að hömrunum. Þegar nálgaðist hamrana, mjókkaði fjaran og
ofan við hátt barð við túnið i Nesi. Það' var lftið tún og
mikið sendið. Þó drengirnir væru ekki gamlir, tfu ára, vissu
þeir að Gvendur f Nesi var alltaf reiður og að hann var nýflutt-
ur i eyjuna. Þeir vissu, að betra var að hafa hreint borð við
Gvend. “
Efst á barðinu voru leifar af girðitlgu og i fjörtlnhi íágtl tveir
ormétnir staurar, sem hofðtl bersýnilega brotnað af elli og oltið
i fjöruna. Þetta voru herskip f !agi og áður en varði, var ahnar
kominn á flot og grjóthriðin hafin. Drengirnir litu þó við og við
upp að Nesi til að svipast um eftir Gvendi, hvort iiann sæi til
ferða staursins. Þetta var svo sem enginn staur lengur, hafði
einn drengjanna sagt og lioraði fingri í stærðargat, sem einu
sinni hafði sýnilega verið kvistur. Veiklulegur drengur, sem ný-
kominn var frá landi efíir langa legu, sagði: Hann fer varla
að gera veður út af einum staur. En hann þekkti ekki Gvend
í Nesi. Síðan hann fluttist í kotið, hafði lionum tekizt að fá alla
drengi upp á móti sér. Þeir máttu ekki ganga yfir túnskækilinn,
ekki fara ofan í trilluna hans þegar þeir veiddu bryggjuufsann.
Allt var bannað hjá Gvendi og hann sat ekki við orðin tóm,
heldur hljóp á eftir þeim og steytti hnefaná. Það kom sjaldan
fyrir, að hann náði þeim, þvi strákar eru fljótari að hlaupa en
fullorðnir sjómenn, og þá sjaldan hann náði þeim lúskraði hann
þeim svikalaust, ef engin skarst i leikinn.
Að mega ekki veiða bryggjuufsa úr triliununi, ef maður vildi,
var mjög torskilið fyrir slráka í þessari eyju, að maður tali nú
ekki um að stytta sér leið, ef maður skemmdi ekkert.
Veiklulegi drengurinn, sem hafði verið til læknis í landi, kast-
aði ekki lengur steinum. Hann hafði byrjað, meðan stutt var
í staurinn, en þegar straumurinn hafði borið hann lengra frá
landi hætti hann, en strákarnir héldu áfram að sökkva skipinu-
Steinarnir höfðu misst ferðina, þegar þeir skullu i vatnið, ýmist
of langt, eða stutt, eða til hliðar. Þeir hittu sjaldnar núna, en
einstöku sinnum féll þung sprengja yfir óvinaskipið við fagn-
aðarlæti. Þá sá drengurinn, hvar maður kom hlaupandi niður
að sjónum. — Það var Gvendur. — Hann er að koma strákar,
sagði hann. Hann Gvendur er að koma. Þeir hættu að kasta
sprengjunum yfir óvininn og litu upp i áttina að Nesi, þar sem
Gvendur kom á sprettinum. Og þeir biðu ekki boðanna, heldur
ruku af stað, beint af augum upp brekkuna og svo eftir bjarg-
brúninni. Drengurinn, sem hafði verið veikur var ekki eins
fljótur af stað. 1 fyrstu skildi hann ekki, hvað var að óttast, en
svo runnu á hann tvær grimur og hann hélt á eftir hinum þegar
hann sá að Gvendur breytti stefnunni á hlaupunum og til hans.
En það dró saman. Það er erfitt að hlaupa hratt eftir að hafa
verið rúmfastur. í þann mund er drengurinn var kominn upp á
bjargbrúnina og ætlaði að hlaupa meðfram henni eftir félögum
sínum, skrikaði thonum fótur og hann féll fram fyrir sig, og
Gvendur steypti sér yfir hann eins og rándýr yfir bráð. Dreng-
urinn heyrði andardrátt hans hásan og móðan og fann sveitt
brjóst hans þrýstast á bakið á sér:
— Nú, sagði Gvendur, náði ég þér, bölvaður þrjóturinn. Orðin
komu i smáskömmtum, því hann andaði ótt og títt af mæði. Veiztu
hvað ég geri við þig? Veiztu hvað ég geri við þá, sem stela girð-
ingarstaurum i Nesi? Ég sýni þér soldið i hömrunum og hann
kreppti hnefana utan um holdið i grönnum upphandlegg drengs-
ins, sem lá á grúfu í mosadýinu. Drengurinn hélt, að hann myndi
rífa holdið af beinunum, en svo sleppti hann takinu og greip
þess í stað utan um fótleggi drengsins og reis á fætur.
Drengurinn hafði ekki sagt neitt, heldur aðeins beðið átekta.
í fyrstu var hann feginn, að geta kastað mæðinni, en svo þegar
hann heyrði, hvað Gvendur var æstur, hætti honum að standa
á sama, og þegar hann fór að drösla honum i átina að bjarg-
brúninni greip hann hræðilegur grunur. Ætlaði hann að fleygja
honum fram af? Og hann rak upp voðalegt vein og veikir fing-
tirnir Vrepptust i blautah mosann og hann reyndi án árangurs
að ná handfestu og hann vatt upp á langan veikan likamann,
krcppti fættirna og reyndi með því móti að losa sig. En Gvendur
herti takið og þannig stympuðust þeir nær bjargbrúninni. Loks
gafst drengurinn upp og höfuðið seig fram af brúninni og síðan
brjóstið. Hann þorði nú ekki að hreyfa sig meira og við blasti
stórgrýtisurðin langt fyrir neðan í rótum bjargsins. G-vendur
lót hann síga áfram, þar til hann lafði fram af brúninni. Hann
hé!t föstu taki um fælur drengsins, rétt um ökklann, en nú fann
drengurinn, að hann var að losa um takið, opna greiparnar litið
eitt og loka þeim aftur, eins og hann væri að gera það upp við
sig, hvort hann ætti að láta hann falla i urðina.
Framhald á bls. 34.
10 VIKAN