Vikan - 10.05.1962, Qupperneq 14
„Hvern ætli hann geti drepiö, bölv-
aður lúsablesinn." Rödd Bernardos
var ögrandi sem fyrr.
Riff stóðst ekki lengur mátið. Hann
rak upp reiðiöskur, hratt Tony til
hliðar, greip fyrir kverkar Bernardo
svo hart og snöggt að hann féll við,
en aðeins andartak, þvi að Riff kippti
honum á fætur og gaf honum um
leið svo vel úti látið kjaftshögg, sem
kraftar hans og aðstaða leyfðu.
Bernardo fann munn sinn fyllast
blóði, en laut við og skallaði Riff
leiftursnöggt beint i andlitið. Riff
missti jafnvægið í svip og steig skref
aftur á bak; það dugði Bernardo til
að grípa til hnífsins, og þegar hann
þerraði blóðði af vitum sér, sá hann
hvar bliki sló á blað hnífsins i hendi
Riffs. Þá hafði bardaginn snúizt eins
og hann kaus helzt; hann skipaði
Hákörlunum að láta þetta afskipta-
laust, þetta var sem hann vildi. Hann
sá að Tony hugðist skakka leikinn,
en í sömu svifum brugðu þeir við,
Hreyfillinn og Diesillinn, gripu um
arma hans og héldu honum föstum.
Þeir foringjarnir nálguðust hvor
annan danskenndum skrefum, sveifl-
uðu hnífunum í hringi og leituðu lags.
Þeir höfðu báðir svo mikla þjálfun
og reynslu í slikum bardaga, að þeir
gerðu sér Ijóst að hann stendur aldrei
lengi; venjulega ræður fyrsta hnífs-
lag úrslitum; þau verða aldrei fleiri
en tvö eða þrjú.
Áhorfendurnir slógu óhjálfrátt
hring um þá; Hreyfillinn og Diesillinn
urðu svo æstir, að þeir linuðu takið
á örmum Tonys, og fyrr en þeir vissu
hafði hann slitið sig af þeim.
Nú gerðist margt samstundis, Riff
hrópaði, að hann skyldi ekki skipta
sér af þessu og sveiflaði vinstri hend-
inni til áherzlu svo síðan var óvarin
brot úr andrá; Bernardo brá hnífnum
leiftursnöggt til hliðar og upp á við
og blaðið gekk inn á milli rifja Riffs
unz stóð í hjarta.
Riff var dauður áður en hann hneig
niður. Tony rak upp angistarvein og
greip hnífinn úr aflvana hendi vinar
síns um leið og hann stökk fram svo
skjótt, að Bernardo stóð berskjaldað-
ur fyrir lagi hans og blaðið gekk að
hjöltum í síðu hans. Hann hneig til
jarðar og var dauður.
Allt hafði þetta gerzt með svo
skjótum hætti að það virtist óraun-
verulegt, en dauðahryglan, líkamarn-
ir sem láu í blóði sínu i íorinni, svipt-
ir lifi, sviptir möguleikanum til að
láta stjórnast aí hatri og reiði, voru
hins vegar óbærilega raunveruleg
staðreynd. Þá heyrðist skerandi vein
aðvörunarblístru lögreglubílsins úti á
þjóðveginum uppi yfir; það færðist
óðfluga nær og um leið og bílnum
var hemlað, beindust leitarljós hans
út fyrir veginn, en jafnt Þotur sem
Ilákarlar tóku til fótanna og létu
myrkrið skýla sér.
Hreyfillinn greip um úlnlið Tonys
og hljóp af stað. Augu Tonys voru
blinduð tárum og hann kallaði hástöf-
um nafn Maríu hvað eftir annáð —
og það var eins og aðvörunarblístran
svaraði honum með skerandi veini
sínu.
SJÖUNDI KAFLI.
Danstónlist, tryllt, seiðandi og dill-
andi barst frá ferðaviðtækinu út í
náttmyrkrið og stúlkurnar, sem höfðu
safnazt saman uppi á þakinu, hreyfðu
bol og lendar ósjálfrátt eftir hrynj-
andinni, en augu þeirra störðu út í
myrkrið, rök og heit af þrá, kviða
og ástríðu. Klukkan var orðin hálf-
tiu; þetta hlaut þvi að haía verið
hörð orrusta — og Það þýddi að garp-
arnir myndu verða frekir til fjörsins
að henni lokinni, og stúlkurnar biðu
þess með brennandi óþreyju að mega
gefa sig hamslausum losta þeirra á
vald.
Consuelo dró litinn spegil upp úr
tösku sinni, skoðaði sig i honum um
hrið. „Þetta er síðasta nóttin, sem
ég ber ljóst hár,“ sagði hún.
„Skiptir engu máli,“ varð Rosaliu
að orði.
„Það hafði ég þó haldið,“ svaraði
Consuelo og stakk speglinum aftur 1
tösku sína. „Spákonan sagði Pepe að
dökkhærð stúlka mundi valda þátta-
skilum i lifi hans."
„Og það er Þess vegna, sem hann
vildi ekki lita við þér áður en hann
fór í bardagann?" Rosalia var svo
hreykin af skarpskyggni sinni, að hún
gekk þangað sem Maria stóð ein sins
liðs út við handriðið, til þess að segja
henni frá uppgötvun sinni — að
Consuelo væri jafnvel enn heimskari
en hún létist vera.
Lögreglubílarnir óku á fleygiferð
um strætin fyrir neðan og Þeyttu
aðvörunarblistrur sínar án afláts. Það
fór hrollur um Maríu. Það voru viss
hljóð, sem henni var ógerlegt að þola
í eyrum sér, sem hún hataði og ótt-
aðist í senn, og veinið í aðvörunar-
blístrunum boðaði alltaf eitthvað illt
— sjúkleika, slys, dauða eða eldsvoða
— þótt það kæmi henni sjálfri ekki
við.
„Það varð ekkert úr bardaganum,"
sagði hún við Rosaliu.
„Enn ein spákonan?" svaraði Rosa-
lía ertnislega.
Maria starði út yfir handriðið, nið-
ur í hringiðustraum ljósanna. Spuröi
sjálfa sig hvort Þess mundi enn langt
að bíða að Tony kæmi aftur. Ekki
þess vegna, að hann þyrfti að hafa
hraðann á til að ræða við foreldra
hennar; þau höfðu farið í kvikmynda-
hús með yngri systrunum og voru
ekki væntanleg heim íyrr en eftir
góða stund. María hafði tekið þeirri
ákvörðun þeirra með meiri fögnuði,
en hún Þorði að láta uppskátt.
„Hvert ætlar þú með Chino eftir
bardagann, sen> Þú segir að ekkert
hafi orðið úr?“ heyrði hún Consuelo
spyrja.
María sneri sér að henni og brosti
dult. „Égg fer ekki neitt með Chino,“
svaraði hún.
„Hún ætlar að reyna að telja okk-
ur trú um að hún sé einungis að
halda sér til fyrir okkur,“ sagði
Rosalia og benti á Maríu, þar sem.
hún stóð í sínum hvíta kjól.
„Nei, svo sannarlega er ég ekki
að halda mér til fyrir ykkur.“ María
hristi höfuðið. Hún virti þær stöllur
sínar fyrir sér og spurði sjálfa sig
að hve miklu leyti henni væri óhætt
að trúa þeim fyrir leyndarmálinu.
„Getið þið þagað yfir leyndarmáli ?"
spurði hún.
Consuelo klappaði saman lófum.
„Ég er sköpuð til þess að mér sé
trúað fyrir leyndarmálum. Ef þú
trúir mér fyrir því, er það sama og
Þú trúir öllum fyrir því, svo þú Þarft
ekki að leggja á þig það ómak að
útbreiða það sjálf.“
„I kvöld er ég að bíða eftir pilt-
inum, sem ég ætla að giftast," mælti
Maria.
„E’ins og slíkt sé eitthvert leyndar-
Þoturnar og Hákarlarnir tóku til mál." Það leyndi sér ekki að Consuelo
fótanna og létu myrkrið skýla sér. varð fyrir vonbrigðum. „Veiztu það,
/