Vikan - 10.05.1962, Page 21
Það var fyrir tveim árum, að blaðamaður frá
Vikunni hitti að máli unga, tjóshærða stúlku, sem
afgreiddi í Regnboganum i Bankastræti og tók af
henni nokkrar myndir, sem birtust í blaðinu. Þá
var hún 17 ára gömul, lagleg stúlka með tilgerðar-
lausa og óvenjulega aðlaðandi framkomu. Hún
hafði að vísu spreytt sig á dægurlagasöng eins og
margar stúlkur á þeim aldri og hún söng og dans-
aði i revíu, sem þá gekk í Sjálfstæðishúsinu. Það
gerði hún mest að gamni sínu og án þess að gera
sér vonir um frama á því sviði. Þessi unga stúlka
heitir Sigrún Ragnarsdóttir. Siðan myndirnar birt-
ust af henni í Viluinni fyrir tveim árum siðan
hefur ýmislegt óvenjulegt á daga hennar drifið.
Ég hitti hana nýlega á heimili hennar við Skóla-
brautina í Kópavogi, sem er mjög ámóta og aðrar
götur í því plássi; forarieðja og stórgrýti á vixl,
en nýbyggð og ófrágengin hús á báða vegu. Nú
fór ég ekki til þess að hitta laglega afgreiðslu-
stúlku úr Regnboganum, heldur fræga fegurðardís,
sem á þessum tveim árum liefur orðið fegurðar-
drottning íslands, komizt i úrslit og orðið ein af
fimm efstu á Langasandi og síðan ferðazt nálega
kringum hnöttinn í krafti þeirrar viðurkenningar,
sem hún hafði fengið- En nú var hún komin heim.
Og þarna stóð hún eins og fjallkonan sjálf á
tröppunum, þegar ég skálmaði heim að húsinu og
heit aprílsólin skein á hreina, nýfallna mjöll svo
maður fékk ofbirtu i augun.
Jú, hún hafði breytzt eitthvað ofurlitið. En ekki
meir en eðlilegt og sjálfsagt má teija fyrir unga
stúlku á þessum aldri. Hún hafði þroskazt, en i
meginatriðum var það sú sama Sigrún, sem við
hittum að máli fyrir tveim árum. Hún var jafn
tilgerðarlaus og elskuleg eins og þá og virðist hafa
haft nægilega sterk bein til þess að þola góða daga.
— Ég er svo himinlifandi yfir því að vera kom-
in heim, sagði hún og það var auðséð, að hún
meinti það. Hún hafði komið með heilan stafla
af verðtaunastyttum og skjöldum og þeir stóðu i
röð á pianóinu.
— Hvað var þessi útivist þín orðin löng, Sigrún?
— Niu mánuðir. Keppnin á Langasandi var i júli
í fyrrasumar. Eftir það var ég á Langasandi fram
i desember og bjó hjá frú Swanson, konu af is-
lenzkum ættum, sem komið hefur talsvert við sögu
í fegurðarsamkeppninni á Langasandi. Hún reynd-
ist mér alveg einstaklega vel.
— Og hvað hafðirðu fyrir stafni?
— Það var nú ýmislegt. Ég var tjósmyndafyrir-
sæta og vann meðal annars við að auglýsa íslenzk-
an fisk hjá fyrirtæki, sem heitir Wilbur Allen og
hefur umboð fyrir hann. Það var mjög gott upp
úr því að hafa, enda þótt vinnan tæki stuttan tima
og oftast gerði ég ekki neitt annað en að láta mér
liða vel og mér fannst það heldur leiðigjarnt. En
veðrið er dásamlegt þarna; alltaf sól og bliða og
ef ég þyrfti að kjósa um það að eiga einhvers staðar
annars staðar heima heldur en á íslandi, þá mundi
ég kjósa Kaliforníu. Þar búa líka nokkrir íslend-
ingar og þeir hafa komið sér mjög vel áfram.
— Þú hefur náttúrlega komið til Hollywood.
— Já, en þar vildi ég ekki vera. Los Angeles er
svo óskaplega mannmörg og það er svo mikill
hraði á öllu þar. Mér fannst Hollywood ekkert
himnaríki, síður en svo, en mér er heldur ekkert
áfram um að komast að i leiklist og kvikmyndum.
Ég kom bæði í sjónvarps- og kvikmyndaver og
það hreif mig ekki neitt.
— Nú varst þú vön að koma fram og syngja
opinberlega hér heima. Gafst þér tækifæri til þess
fyrir vestan?
— íig hef aldrei haft mikið álit á mér sem söng-
konu, enda þótt ég ynni fyrir mér heima um tíma
með söng. En ég gerði það að gamni mínu, að ég
fór lil þekkts kennara þar vestra og bað hann um
að segja mér álit sitt á söngrödd minni og í hverju
mér væri helzt áfátt. Ég er hálf feimin að segja
frá þvi, en hann varð svo hrifinn af röddinni að
hann vildi drífa mig til þess að syngja inn á plötur
upp i Hollywood. Ég var til með að reyna það, en
svo liöguðu atvikin því þannig til, að ég fór í
langt sýningarferðalag, sem tók hálfan þriðja mán-
uð. Ég ætlaði að fara til hans að ferðinni lokinni
og syngja, en þá var ég orðin svo uppgefin á þessu
lífi og ákveðin að komast heim sem fyrst, að ég
hætti alveg við það. Þessi ferð var farin fyrir at-
beina auðjöfurs á Filipseyjum. Hann var kallaður
Sigrún Ragnarsdóttir í heimsókn hjá innfæddri fjölskyldu á Filippseyjum. Húsið er úr
einhverskonar bambus.
Sigrún Ragnarsdóttir varð Ungfrú ísland 1960. Hún tók þátt í hinni
alþjóðlegu fegurðarsamkeppni á Langasandi í fyrrasumar og varð
fimmta í röðinni eins og allir muna. — Sigrún var níu mánuði í
ferðinni, hefur farið langleiðina kringum hnöttinn, verið fótómódel
og sýningarstúlka, en kýs ísland umfram allt og hefur sagt skilið
Framhald á bls. 33.
við ævintýri í bili