Vikan - 10.05.1962, Side 27
Þú ert í linnulausu
kapphlaupi
við tímann, sískim-
andi og hlerandi
eftir boði
hans og banni.
I hlekknum um
úlnlið þinn mælist
hagsýni þín og
trúnaður.
Verður þú of seinn
í vinnuna, á fundinn,
á stefnumótið?
Varð annar sneggri
að grípa hverfult
tækifærið og eigna
sér hagnað
sem þú áttir von á?
«1
mlmm
mÍIMÉÍ
"
i - í
:
• -V;:;
f SIÐMENNIN GARHAFTI. (
Hefir ])ú fundiS til hlekkjanna, sem þú berð? Þú hreyk-'
ir þér í ímynduðu frelsi, en hlekkur tímans er læstur
uin úlniið þinn. Þegar þú vaknar að morgni, kemur ])ér
vakl hans strax í hug, undir ánauð hans liður dagurinn,
og um eið og þú leggst til hvíldar, horfir þú kvíðinn
fram á timaþröng næsta dags, jafnvel vikunnar allrar.
Þú ert i linnulausu kapphlaupi við tímann, siskimandi
og h erandi eftir boði hans og banni. í hlekknum um úln-
:ið í'i;:n mæiist hagsýni þín og trúnaður. Verður þú of
seinn í vinnuna, á fundinn, á stefnumótið? Varð annar
sneggri að grípa hverfuit tækifærið og eigna sér hagnað,
sem bú áttir í vonum?
Ef þetta á við þig, þá ertu nútimamaður.
Frá fyrstu bernsku er óstýrilátt eðli barnsins laðað
sveigt og ])vingað undir kröfu siðmenningarinnar. Sú
krafa verður sifellt nærgöngulli við sjálfhverft og dreym-
ið frumeðlið. Siðmenning nútimans er orðin svo flókin
og fjarlæg því fábreytta frumstæðingsviðhorfi, sem
mannkynið bjó við lengsta tíð, að barnið verður að fórna
eðli sínu til hálfs, ef það á að standast kapphlaupið
við timann og valda aðlögunarkröfum hennar.
Nýfætt barn á líf sitt að öllu leyti undir umhyggju
annarra. Þörf þess er takmankalaus, og því er sjálfselska
þess alger. Það kann aðeins að njóta þess, sem aðrir
veita, og sleppir engum þægindum sársaukalaust. En
móðirin tekur strax að venja það við stillingu og sjálfs-
afneitun, mikilvægustu aðlögunarkröfur siðmenningar-
-innar. Hún temur því reglubundna stundvisi með næringu
og svefn, hreinlæti gagnvart nauðþurftum, bindindi við
æsandi snertingu kynfæranna. Jafnvel á ást sína verður
barnið að leggja hömlur. Það situr ekki eitt við ástaryi
móður sinnar; systkini, maki, starfsskyldur gera einnig
kröfu til hennar. Eruinstæð baráttuhvötin má ekki einu
sinni fá óhindraða framrás; ekki aðeins að barnið sæti
ámæli frá öðrum, nei, ásökunin sprettur brátt fram i
huga þess sjálfs. Þá er samvizkan vöknuð og segir til
sín, ])cssi óþægilega rödd samfélagssiðgæðisins i brjósli
einstaldingsins.
Með henni hefst sú tvíhverfð og togstreita, sem einkenn-
ir sálariíf hins siðmenntaða manns. Hversu mjúk sem
móðurhöndin var, þvingunarlaust varð barnið ekki hneppt
í spennitreyju siðmenningarinnar. Á þvi fær margur
að kenna síðar. Hinar hemjulausu frumlivatir liafa ekl i
ávallt tamizt og göfgazt á þann hátt, að sálrænt sam-
ræmi sé tryggt. Þvl lenda þær, frumsjálfið, eins og 1 rer
nefnast, oft í fullri andstöðu við siðgæðið eða yfirs.'álfið,
eins og það hefir formazt í vitund einstaklingsins. Frum-
sjálfinu þykir þrengt að sér um of, það sér al s staðar
bönn og takmörkun. Þvi er það sifellt I uppreisnarhug,
og það kostar bæði orku og lipurð að halda því I skefjum.
SJÁLFIÐ OG SAMFÉLAGIÐ.
I átökunum milli frumhvata og siðrænnar hefðar reyn-
Frumhald a bls. 33.
VIKAN 27