Vikan


Vikan - 10.05.1962, Síða 28

Vikan - 10.05.1962, Síða 28
við: eftir Þögn er gulls ígildi. Framhald af bls. 7. um fötum, en um leið og Þér opnið munninn verður maður hræddur ... — Heyrið þér, ég var að búa til h&msnasúpu. Á ég að koma upp með einn disk handa yður? I hádegismat- inn? — Nei, það skuluð þér ekki gera, sagði hann kuldalega. íig ætla að hafa cocktail í hádegismatinn. — Þegar yður er svona illt i magan- urn? —- Hvernig er hægt að líta svona út eins og þér gerið og tala eins og hún Ar.a'ia frænka? sagði hann og hvarf úr augsýn. Ég gat ekki forsvarað það áð láta hann sitja þarna uppi og eyðileggja sig á víni. Ég setti dálitla súpu og bita af kjúkling á fallegan lítinn bakka. Ég verð að játa, að ég hafði svo- iitinn hjartslátt, en kannski var það af því að ganga upp stigann. Hann sat og skrifaði á ritvélina og öskraði: —• Kom inn. Þegar hann sá bakkann varð hann eins og óveðursský. —- Hvað kemur Kauðhetta litla með? — Góðan og næringarmikinn há- degisverð — Takk. Mjög vingjarnlegt. Látið hann á borðið. Ég er að vinna. :•— Ég sé það. Þér eyðilegg'ð í yður augun í þessari slæmu birtu. Ljósið á eð koma aftan frá. Hann ýtti frá sér ritvélinni — Það getur varla verið að þér séuð raun- veruleg. — Það eru ágætar þvottavélar í kjallaranum, sagði ég. Það tekur mig ekki nema nokkrar mínútur að þvo nokkrar skyrtur og handklæði fyrir yður Hann tók um ennið. — Gerið allt sem þér óskið, sagði hann hálfkæfð- um rómi. ■— Ég ætla að fara i dýra- garðinn. Villt náttúran er það bezta, sem ég þekki. Ég get sagt það með hreinni sam- visku að allt var hreint, þegar hann kom aftur. Ég var að þurrka af sið-^»i ustu bókinni, þegar hann kom heim" |til hérna. Ég get ekki sagt yður hve um sexleytið. Hann leit i kringum sig.r' — Alveg eins og klippt út úr blaði, sagði hann og hrollur fór um hann. — Ef ég hef eyðilagt eitthvað, skuluð þér bara segja til. — Það væri helzt vilji minn, sagði hann. — En nú verð ég vist að bjóða yður að borða, geri ég ráð fyrir. Far- ið heim og þvoið yður, ég skrifa á m'eðan. Ég var ekki þreytt. Þegar ég hafði lagað mig til og farið í snotran kjól, var ég dálítið taugaóstyrk. Hann var nú myndarlegur maður. Lika skemmtilegur, þó hann væri nokkuð skapillur. Þegar hann kom að sækja mig, stóð hann um stund i dyrunum og horfði á mig. Svo fórum við. Veitingahúsið var mjög fínt og ég gaut augunum á verðið og sá, að það náði engri átt. — Ég vona að þetta setji ekki fjár- reiður yðar í ólag, sagði ég. — Ég er velmetinn rithöfundur, sagði hann. Ég hef ráð á því að bjóða yður hingað. Drekkið nú þennan dýra drykk og svo skulum við njóta lífsins. — Já, já, sagði ég lágróma. — Hélduð þér kannski að ég værl einhver fátækur listamaður? — Þegar ég sé hvernig þér búið ... — Mér líkar það bezt þannig. Efru þessi augnhár egta? — Auðvitað, sagði ég. Ég er ekki hrifin af því sem er óegta. Maður á ekki að sigla undir fölsku flaggi. —- Hafa margir menn komið við líf yðai ? spurði hann. — Fimm, sagði ég, en bætti svo — Bræður. Þér hafið þá enga lífsreynslu. O jú, það hafa ýmsir verið á mér, en það hefur ekki verið neitt alvarlegt. Hann hallaði sér aftur á bak í stól- inn og skellihló. — Við skulum koma í bió, sagði hann. Og það gerðum við. Á eftir gengum við um og skoðuðum í búðarglugga. Þegar við komum heim hjálpaði hann mér að opna og beygði sig svo niður að mér til að kyssa mig. Ég ýtti honum frá mér. — Nei, Sam, sagði ég vingjarnlega. — Ég hélt hann mundi reiðast, en það gerði hann ekki. — Alveg ein- kennandi, sagði hann bara og fór upp. Næsti kafli í ástarsögum er venju- lega Þannig, að bæði aðalpersónan og lesendur standa á öndinni af á- stríðu. En þannig er það ekki i þess- ari sögu. Að vísu bauð hann mér nokkrum sinnum út, en það var likast þvi, þegar ég fór í dansskólann með bræðrum mínum Það er að segja frá hans hálfu. Ég, aftur á móti, var að verða ástfangin af honum. Og ég sýndi honum það. Ég annaðast inn- kaupin fyrir hann, svo að ég væri viss um að hann fengi hollan mat. Ég talaði oft og lengi við hann um framtíð hans. Ég tók til i ibúðinni hans. Hann gerði ekkert -— bókstaf- lega ekkert. Þegar ég var farin að halda að ég þyrfti að gefast upp og fara aftur heim til Oregon, hitti ég mömmu hans Ég stóð og var að þvo gluggana hjá honum þegar hún kom inn. Það leið ekki á löngu áður en við vorum setztar og farnar að drekka kaffisopa, og það var eins og við hefðum þekkt. hvor aðra alltaf. —• Þér eruð rétta stúlkan fyrir hann, sagði hún og augu hennar Ijómuðu. Skynsöm og hagsýn. Hugsa sér, hvað þér eruð búnar að taka vel þakklát ég er. Einu sinni var hann svo góður og hugsunarsamur. Svo flytur hann skyndilega að heiman og býr i þessari holu. Ég hef verið svo áhyggjufull vegna hans. — Þeir eru börn, sagði ég. —Bræð- ur mínir voru líka svona. — Reynið að ná í hann, sagði hún. Þér skuluð fá gamla silfurkaffisettið hennar föðurömmu minnar í trúlof- unargjöf. Á þeirri stundu kom hann inn. — Hérna sitja þá samsærismenn- irnir, sagði hann háðskur. — Látt.u nú ekki svona, góði minn, sagði mamma hans. Ég kom inn í borgina til að fara í leikhúsið og svo hitti ég þennan töfrandi nábúa þinn. Ég vona að þið hittizt oft. — O já, hún er hér alltaf með ann- an fótinn. — Ágætt, sagði mamma hans. — Það er kominn tími til að einhver hugsi um þig. Komdu með hana heim til mín einhvern sunnudaginn. -— Mér líkar ágætlega við mömmu ma, sagði ég þegar hún var farin. — Henni líkar við þig, sagði hann kuldalega. — Hún sér yngri og dug- legri útgáfu af sjálfri sér í þér. En ég vona að þú afsakir, að ég þarf að fara að vinna. Eftir þetta hætti hann alveg að hitta mig. Þið farið nú að undrast hvaðan SIGHVATUR EINARSSON & Co. Skipholti 15 — Sími 24133 24137 AMLMANN BOÐIÐ AHLMANN eldavélasamstæðan' Úi heimsþekkt úrvalsframleiðsla vegna þess að: I 1. lagi er hin algera nýjung, að sjálfvirkur klukkurofi er á eldunar- plötum og sjálfvirkur hitastillir á hraðsuðuplötunum, sem dregur úr hitanum við suðumark niður í hæfi- legt hitastig. 1 2. lagi er hinn vandaði innbyggði bökunarofn með sjálfvirkum klukku- rofa, grilli, og með tvöfaldri hurð, innri hurð úr gleri, svo að þér getið fylgzt með bakstrinum án þess að opna ofninn. I 3. lagi er hún stílhrein, nýtízkuleg og formfögur. — 1 4. lagi: EINU SINNI ÚHLMANN — ÁVALLT AHLMANN. 28 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.