Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 30
Goebbels, Framhald af bls. 17. Hann beitti strax margskonar brðgðum til að vekja athygli. Fyrst og fremst reyndi liann að vinna „götuskrilinn" — „sá, sem vinnur götuskrílinn, getur lika unnið múg- inn, og sá sem vinnur múginn til fylgis við sig getur lagt undir sig rikið“, segir hann í bók sinni um orrustuna um Bcrlin. Hann gerði götuauglýsingarnar þannig úr garði, að enginn komst h.já að veita þeim athygli — upphrópunarsetningarn- ar voru skráðar blóðrauðu tröfla- ietri, en meginmálið svo smáu letri inn á milli, að menn urðu að koma alveg að, til jiess nð sjá hvað þar stæði. Rauðari urðu hó fundirnir siálfir áður en langt um leið; Goebbefs æsti fundarmenn til at- lögu gegn kommúnistunum, og iðu- fega kom til blóðugra átaka og hrottalegra götubardaga — það gerði hvort tveggja, að vekja athygli og fá fylgjurunum, sem margir hverjir voru úr hópi atvinnuleys- ingja, eitthvað að starfa. Hann tók á leigu stærsta fundarsalinn i verka- lýðshverfi borgarinnar, þar sem kommúnistar efndu annars til út- breiðslufunda; þeir fjölmenntu og að sjálfsögðu á fundum hjá nazist- um, heimtuðu orðið og innan stund- ar fogaði allt í slagsmálum, þar sem beitt var ölflöskum og hnúajárnum unz lögreglan kom og skakkaði leikinn og kommúnistar hurfu á brott með þá, sem særzt höfðu úr liði þeirra. En Goebbels hagnýtti sér áhrifin til hins ýtrasta; hann bauð, að þegar gert hefði verið að sárum nazistanna, skyldu þeir lagð- ir á sjúkrabörur í röð báðum meg- inn við ræðustóiinn á sviðinu, flutti síðan eldheita hvatningarræðu og benti á þá særðu. Þetta hafði svo gífurleg áhrif, að hann gat ekki stillt sig um að endurtaka sýning- una á næstu fundum — enda þótt þeir, sem lágu þá reifaðir á sjúkra- börunum, væru ómeiddir með öllu, stundu þeir og kveinkuðu sér og Goebbels benti á þá sem fórnar- lömb kommúnista og krafðist hefnda. Þegar nokkur af dagblöðun- um kölluðu nazistana þorpara, und- irritaði Goebbels götuauglýsingarn- ar um fundina, „Joseph Goebbels, yfirþorpari". Heima í ibúð sinni æfði Goebbels sig án afláts í mælskulistinni og látbragðsleiknum frammi fyrir gríðarstórum, þreföld- um spegli. Smám saman náði hann slikum tökum á þvi ræðuformi, sem hann kallaði sjálfur „pólitiska mælskulist“, að sennilega hefur enginn komizt þar jafnlangt, hvorki fyrr né síðar. Áður en hann hóf mál sitt, mat hann áheyrendur sina hverju sinni, með tilliti til þess hvernig bæri að ná á þeim áhrifa- valdi. Máíflutningur hans var yfir- leitt merkilega laus við persónuleg- ar tilfinningar, enda þótt hann tæki á öllu, sem hann átti til, beitti öll- um sínum nákvæmlega útreiknuðu leikbrögðum og þvingaði hina miklu og hljómfögru rödd sina til hins ýtrasta, að minnsta kosti tvær klukkustundir hvildarlaust. Væsk- ilslegur líkami hans titraði og skalf af áreynslu og taugaspennu, og sjálf- ur hélt hann þvi fram, að hann hefði oft létzt um allt að því tvö kiló við slíka raun. Brátt kom og í ljós að hann var gæddur snilligáfu hvað það snerti að skipuleggja áhrifa- miklar hópsýningar í sambandi við ræðuhöldin — fánaborgir, hópgöng- ur með dynjandi tónlist og söng — sem fylltu salinn áheyrendum fyrr en varði. Og loks gekk hann sjálf- ur fram á sviðið á nákvæmlega vit- reiknuðu andartaki, og alltaf með lífvarðasveit í fylgd með sér. Og fylgjarar hans úti i salnum sáu um það, að honum væri alltaf heilsað með gífurlegum fagnaðarlátum. En því fór fjarri að Berlinar- búar kynnu allir að rneta hina póli- tísku mælskulist Goebbels og áróð- ursaðferðir hans. Ilið hrottalega framferði fylgjara hans fór ekki heldur framhjá lögreglunni. Þann 5. maí 1927 Iýsti yfirlögreglustjórinn í Berlín nazistaflpkkinn í bann þar í borg — og skömmu seinna var Goebbels bannað að taka til máls 30 VÍKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.