Vikan


Vikan - 10.05.1962, Side 36

Vikan - 10.05.1962, Side 36
A-V á hættu, vestur gefur. 7 v estur 1 spaði 2 tíglar pass pass Norður pass pass 3 hjörtu pass Austur 1 grand pass pass pass Suður dobl 2 hjörtu 4 hjörtu. Útspil tígulás. Jafnvel hugprúðustu mönnum mun þykja nóg um spegilmynd skiptingar norður-suður handanna. Báðar hafa þrjá spaða, fimm hjörtu, tvo tígla og þrjú lauf. Flestar skipt- ingar annarar handarinnar hefðu gert fjögurrahjartnasamninginn upplagðan. Vestur spilaði út tígulás og tígul- kóng, og skipti siðan yfir i tromp. Sagnhafi hefði glaður skipt á tromp- gosanum og laufafjarka, þvi þá hefði hann getað kastað spaða í þrettánda laufið. fíann gerði, samt sem áður, það næst bezta- Hann flýtti sér að taka tvisvar tromp, þrisvar lauf og síðan spaðaás og lágspaða. Vestur, sem hreifst af flýti sagnhafa, var fljótur að drepa með spaðagosa og komst ]já; — 0f seint —, að hinum hræði- lega sannleika. Austur varð að drepa slaginn með drottningunni og spila laufi eða tigli. Þetta gerði sagnhafa kleift að trompa á annari hendinni og kasta af sér spaða af hinni. Lærdómur spilsins í dag er því: Flýttu þér hægt. MiIIjónaerfingi ... Framhald af bls. 8. „Ég er ættaður hérna af nes- inu, og hér hefi ég verið alla mína tíð. Foreldrar mínir voru þau hjón- in Guðný Þórðardóttir og Magnús Gunnlaugsson að Garðhúsum i Hafnarhreppi. Þau eru nú bæði dáin fyrir löngu síðan.“ — Þú hefur búið hérna alla tíð, segirðu? „Já. Ég gerði fyrst út lítinn mótor- bát að heimnn, eins og ég sagði þér áðan, en eftir að ég giftist, fluttist ég í Njarðvíkurnar. Þar vorum við svo þangað til ég var búinn að byggja þetta hús hérna. Við skulum nú sjá ... jú, það var í byggingu frá 1954 held ég, þangað til 1958 að við fluttum í það.“ — Vannst þú sjálfur við bygging- una? „Nei, ég kom ekki nálægt því. Ég lét byggja þetta. Húsið er 100 fer- metra einbýlishús, eins og þú sérð, allt á einni hæð. Konan vildi hafa það svona. Það er allt eftir hennar fyrirsögn. Þetta er mjög þægilegt. Komdu góði minn, ég ætla að sýna þér húsið okkar.“ Og Kristján gekk með mér um húsið og sýndi mér hvernig öllu var haganlega og snyrtilega fyrir komið. Hver einasti hlutur har með. sér umönnun og einstakt hreinlæti. Mörg húsgagnanna voru sýnilega dönsk og á þeim danskir skraut- 36 VIKAN munir. „Þau senda okkur oft svona ýmislegt smávegis, til að gleðja okk- ur, og þegar hún kemur aftur úr ferðum sinum að utan, hefur hún oftast eitthvða smávegis með sér.“ — Og hér situr þú einn, þegar þú ert ekki að vinna? „Já, já. Ég er alltaf heima. Konan er að vinna núna í dálitinn tíma á Landakotsspitalanum, hjá systrunum þar — hún vinnur alltaf hjá þeim einhvern part úr árinu — svo að ég er einn heima á meðan.“ — Hvar vinnur þú núna, Krist- ján ? „Ég vinn i gistihúsinu á Kefla- vikurflugvelli, hjá Aðalverktökum. Ég er þar í vaktavinnu. Mér finnst það ágætt . ..“ — Og lifir reglubundnu lífi þess á milli? „Mikil ósköp, já. Maður er orðinn1 það fullorðinn ...“ — Veitir þér aldrei þá ánægju að fá þér neðan i því, eða neitt svo- leiðis? „Nei, ég geri lítið af því ... — En ...? „Ja, jú, ég smakkaði það dálítið, þegar ég var að skilja við félagana á sjónum, um það leyti sem ég gifti mig. Þá skemmtum við okkur eina kvöldstund. Síðan hef ég ekki smakkað vín. Konunni er það á móti skapi, og ég hef enga þörf fyrir það, né ánægju af því, svo ég læt það hara vera. Nei, við lif- um ósköp regluhundnu lifi. Við er- um oftast hérna inni í þessu litla j-s^herbergi á kvöldin, — sko, sjáðu — ^'þarna situr hún á stólnum og hekl- ar eða saumar út, en ég halla mér þarna í dívaninn og les einhverja stund. Annars les ég aldrei lengi í einu, þvi maður þarf líka að rabba dá- Iftið saman, svona til að láta vita að maður sé lifandi. „Já, það held nú ég.“ Húsið er við Skólagötu í Kefla- vik, einlyft einbýlishús og lætur lítið yfir sér. Tvær stofur eru á hæðinni, setustofa og borðstofa, svefnherbergi og þvottahús, „... en ég hefi ekki keypt neinar þvotta-. vélar eða slíkt, því ég vil heldur senda þvottinn í þvottahús. Það er heldur ekki svo mikið, úr því við erum bara tvö.“ — Já, þið eruð barnlaus? „Já, við erum bara tvö ein hérna, góði minn. Gjörðu svo vel og setztu niður augnablik og fáðu þér sígar- ettu. Sjáðu, ])ennan postulínsvasa sendu þau okkur fyrir nokkru, og þennan stól þarna. Kristján er frekar lágur vexti, en þrekinn og breiðleitur. Hann er mjög hægur i fasi, talar lágt og hægt, brosir sjaldan, nema þegar hann segir: „... já, þetta er dálitið skrýtið, góði minn. Ég skil það ósköp vel að þér finnist það. Dá- lítið óvenjulegt, er vist óhætt að segja.“ — Mér er sagt að faðir konunnar þinnar, hafi verið með rfkari mönn- um heims ... ? „Já, ég hefi heyrt eitthvað um það. Það er iíklega alveg rétt. Ég las einhvern tíma eitthvað um það, — líklega i Konversations Lexikon — að hann ætti um 40 kaupskip, en það er vist um 10 ár siðan. Þeim hefur fjölgað siðan.“ — Búgarða og ekrur i Suður- Ameríku ... „Já, það er vist. Eitthvað af hú- görðum þar suðurfrá og i Norður- rikiunum. Annars hefi ég ekkert verið að forvitnast um það. Við töl- um ckkert um það, og ég efast um að hún Guðrún viti nokkuð um þá hluti. Það er föðurbróðir hennar, sem tók við rekstri fyrirtækisins, Anton Pétur Mðller." — Anton Pétur Möller, er það elcki einmitt A. P. Möller ... ? „Jú, það er sá A. P. Möller, sem flestir kannast við, en faðir kon- unnar hét Aron Pétur Möller, og þeir voru bræður. Þeir munu hafa unnið saman við þetta stórfyrir- tæki þar til Aron dó, en þá tók Anton við rekstri þess. Annars getur hún Guðrún sagt þér betur um þá hluti.“ — Hvernig stóð annars á því að konan þín kom hingað? „Hún var búin að læra hjúkrun íjerlendis ... hún átti vist að verða læknir, en valdi hjúkrunarstarfið frekar ... og svo kom hún hingað rétt áður en stríðið byrjaði. Svo komst hún ekki út aftur þegar það skall á, og ílentist hér.“ — Og kann vel við sig? „Mikil ósköp, já. Hér vill hún vera og hvergi annars staðar. Hún elskar ísland. Auðvitað hefur hún gaman af að skreppa út á fornar stöðvar svona stund og stund og hitta ættfólk, en það er henni líka alveg nóg. Hér kann hún bezt við sig. Þig langar til að hitta hana, segirðu?“ — Já, það vildi ég mjög gjarnan. „Ég fer til hennar á morgun, skal ég segja þér, og verð kominn til hennar klukkan fjögur upp á spitala. Þú skalt koma þangað niður i gang- inn klukkan kortér yfir fimm, og ég skal þá vera þar. Ég fylgi þér svo til hennar.“ — Heldurðu að henni sé það nokkuð á móti skapi að ræða þessi mál við mig? „Nei, mikið lifandis skelfing. Það er áreiðanlega alveg guðvelkomið. Ég skal minnast á þetta við hana fyrst, og svo skaltu hitta mig klukk- an kortér yfir fimm.“ Guðrún Möller tók mjög ljúf- mannlega á móti mér á Landakots- spitalanum, þar sem hún hafði her- bergi á efstu hæð. Herbergið var bert og kuldalegt, eitt rúm, borð og einn stóll, en allt snyrtilegt og þrifalegt. Á veggjum héngu myndir af kristnum uppruna. Ein ber pera hékk niður úr loftinu og kastaði daufu (sennilega 15 kerta pera) Ijósi á Guðrúnu þar sem hún sat á rúminu. .Tú, hún hafði síður en svo nokk- uð á móti því að ræða um starf sitt sem hjúkrunarkona og veru sina hér á landi. En þegar ég fór að spyrja hana um ætt hennar og fiölskyldu í Danmörku, var eins og tjald væri dregið fyrir. „Mér finnst endilega að ætt mín og fjölskyldumál komi engum við,“ sagði Guðrún á dönskublendingi, en hún talar ekki islenzku þrátt fyrir 20 ára dvöl á íslandi. — Krist- ján talar hehlur ekki dönsku, svo það gengur kannski alveg upp. Ég, persónulega vil ekkert segja um ætterni Guðrúnar, annað en það, sem mér er sagt og hún segir sjálf. Sjálf hlýtur hún að vita bezt, og hún segist vera „i ætt við A. P. Möller". Auðvitað kemur það engum við og hefur i rauninni ekkert að segja. Það sem mestu máli skiptir er það að Guðrún er dönsk og kom hingað til lands fyrir um 20 árum síðan, giftist islenzkum manni og hefur tekið ástfóstri við sitt nýja heima- land. Hér vill hún vera, hvað sem öðru liður, stunda sina líknarþjón- ustu og hjálpa náunganum eftir beztu getu. Hvort faðir hennar eða annað ættfólk er rfkt af veraldleg- um gæðum, er önnur saga.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.