Vikan


Vikan - 21.06.1962, Síða 8

Vikan - 21.06.1962, Síða 8
 ; wMzmWm mmm 'WWSk : i , séé Hann stóð teinréttur í bátnum þegar ég hitti hann um 850 metra norðvestur af Álftanesi. „HROKKELSIN IÐA METJANDI í ÞARANUM" í sextíu ár hefur hann stundað veiðimennsku á hofum úti, við strendur landsins, i ám og vötnum, ú heiðum hálendisins og a fiöllum uppi. Hann hefur veitt þorsk, ýsu, karfa, síld, hakarl og ráuðmaga, lax, silung og ál, skotið rjúpu, ref, mink og skar og háfað lunda. Hann hefur róið á árabátum, þilskipum, kutter- um trillum, mótorbátum, línuveiðurum, togurum og fleka. Hann hefur unnið með Englendingum, Hollendingum, Eærey- ingum og íslendingum, gert út sjálfur og verið hálfdrættingur, bvggt 3—4 ibúðarhús og sniíðað 20—30 báta. I dag smíðar hann trillur i Kópavogi og stundar rauðmaga- veiði í Skerjafirði. Hann fer á fætur klukkan 4—5 á morgnana og getur ekki sofnað nema fara fyrst niður i flæðarmál til að gæta að bátunum sínum þrem, og hann er 73 ára gamall og heitir Önundur Jósepsson. Ég hitti Önund fyrst ca. 850 metra norðvestur af Álftanesi, í trillubát og blíðskaparveðri. Þar stóð hann teinréttur uppi í miðjum bát og veifaði stórum rauðmaga til mín, er ég nalg- aðist hann. ............ Kunningi minn hafði boðið mér i smatur ut a fjorð asamt krökkunum minurn. Þetta var sólbjartur sunnudagsmorgun og fjörðurinn rennisléttur. Hann kom brunandi i glansandi hrað- bát suður að Kópavogsbryggju þar sem ég beið hans grútaylj' aður klukkan sjö um morguninn og átti fullt í fangi með að hemja krakkana á bryggjunni. Hann hafði lagt eitt rauðmaganet daginn áður úti við Gróttu, oð nú átti að fara að vitja um veiðina. í bátnum var geysistór dunkur, sem sennilega mundi taka eina hundrað lítra af góðu heimabruggi, og nú átti að nota hann undir veiðina. Netið var á sínum stað, og kunningi minn fór að draga það upp, fullur áhuga og vongóður um drjúga veiði. Krakkarnir fylgdust vel með þvi, sem upp kom i netinu, og hrópuðu hástöf- um hvað eftir annað: „Þarna . . . þarna er einn . . .“ en svo þögnuðu þau þegar þau sáu að þetta var aðeins stór þangflyksa. Vitjuninni lauk svo að sú eina skeppna, sem var í nokkurri hættu með að missa lífið, var lítill og vesældarlegur krossfisk- ur, sem hafði sýnilega flækzt í nctið af einskærri forvitni og ■óvitaskap. Dunkurinn hélt áfram að vera tómur, og við héldum áfram sunnudagsferðinni. Veðrið var svo dásamlegt, sjórinn glampandi fagur og ég þokkalega vaknaður, svo við ákváðum að fara nokkrar hunur fram og til baka þarna um fjörðinn og m. a. vita hvort við sæj- um ekki einhvern rauðmagakarl, sem raunverulega fengi ein- hvern rauðmaga, einhvern, sem líktist Jóa i Steinbænum, afa Kilians er hann lýsir í Brekkukotsannál: „Þegar kom frammá útmánuði,“ segir Kiljan, „hætti hann að róa til fiskjar sem kallað var, og fór að stunda hrokkelsi. Þau sótti hann útí þarann, ýmist i Skerjafirði eða útvið Granda. Ég veit ekki hvort menn vita almennt að hrokkelsi skiptast í tvo flokka, grásleppu og rauðmaga. Bauðmaginn er einn litfeg- urstur fiskur sem sögur fara af og að þvi sltapi bragðgóður, en grásleppán þykir lakari og er venjulega sett í salt. Þeir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagalcarlar, en alltaf grásleppukarlar, og slilíur kall var afi minn. Þá er talið vor á Suðurnesjum þegar rauðmagi fer að glæðast og skín á bark- lituð segl fransmanna útá Flóa. Alltaf á mornana úr því komið var undir góulok var afi minn kominn oni bæ með hjólbör- urnar sínar um fótaferðatima að selja nýjan rauðmaga . . . Og enn síðar segir Kiljan: „. . . Við rérum útámeðal hleina og skerja þángað sem tross- urnar lágu. Mávarnir fylgdu okkur stundum í túnglslj.ósinu. Það er ekki siður að draga inn hrokkelsanet, heldur róa fram- með þeim og færa gogg i fiskinn eða taka hann bara með sjó- vetlinguðum höndunum. Ég hafði úti ári og hélt við meðan afi minn goggaði . . . Það var einsog gullbrínga á mávinum í túnglsljósinu. Ef maður leit niður fyrir borðstokkinn sá maður hrokkelsin iða metjandi i þaranum; einstaka sinnum snéru þau jafnvel bleikrjóðum kviðnum uppiloft i sjónum. Stundum fylt- um við bæði handvagninn og hjólbörurnar af þessum feita fiski. Um það bil sem stjörnurnar voru vel byrjaðar að fölna ókum við aflanum heimleiðis, þvers yfir Melana . . .“ Og ca. 850 metrum norðvestur af Álftanesi stóð Önundur tein- réttur uppi í triUubát og veifaði U1 okkar nýveiddum rauð- g VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.