Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 17
Hann hafBi því aO sjálfsögOu ekki
minnstu hugmynd um vandamál
hennar eöa áhyggjur.
Hann sveigði inn á hliðarbraut og
ók upp á útsýnishæð spölkorn frá
aðalbrautinni.
— Nú tyllum við okkur hérna og
spjöllum saman stundarkorn, sagði
hann. Okkur liggur ekki svo á, að við
höfum ekki tíma til þess.
Einhverra hluta vegna, sem hún
gerði sér þó ekki grein fyrir vildi hún
koma i veg fyrir þetta, en það var
þegar um seinan. Einar hafði stöðvað
hreyfilinn. Hann dró sígarettupakka
upp úr vasanum, stakk sigarettu milli
vara hennar og fékk sér eina sjálfur,
kveikti í og tók ekki aftur til máls
fyrr en hann hafði sogað að sér reyk-
inn.
— Hafa þér borizt einhverjar leiöar
fréttir heimanað? spurði hann. Hefur
kannski eitthvað komið fyrir?
Hún reykti í ákafa, en gat ekki
komið upp neinu orði til svars. Hvaða
rétt hafði hún til þess að hafa afskipti
af lífi hans og örlögum? Vekja með
honum tortryggni í garð eiginkon-
unnar, verða ef til vill óbeinlínis völd
að skilnaði þeirra? Og hvaða sann-
anir hafði hún eiginlega? Hún hafði
heyrt fáein orð sögð í síma; það gat
meira að segja eins vel verið, að hún
hefði dregið af þeim rangar álykt-
anir í fátinu, sem á hana kom.
Hann sneri sér að henni. Sá að augu
hennar döggvuðust tárum. Að hún
sat í hnipri, eins og einhver hætta
steðjaði að henni. Að hún virtist ráð-
þrota og hjálparvana.
— Þér er óhætt að trúa mér fyrir
áhyggjum þinum .... elskan mín.
Síðustu orðin höfðu vaknað á vör-
um hans án þess hann veitti þvi at-
hygli fyrr en þau voru sögð. En henni
brá, hún leit ringluð á hann og um
hríð komst ekkert að í huga hennar
nema sú annarlega kennd, sem þessi
tvö orð vöktu með henni. Svipurinn
á fastmótuðu og karlmannlegu and-
liti hans var þrunginn ástúð og á-
striðu í senn. Þetta var hvorki lækn-
irinn né vinur hennar — þetta var
karlmaðurinn, sem horfði á hana sem
þá konu, er hann unni.
Hann lagði hendurnar mjúklega á
höíuð henni og laut að henni. Sá
hvernig mjúkar og þvalar varir henn-
ar titruðu, fann anganina og ylinn af
heitum og ungum líkama hennar, fann
að hún skalf .... Og hann gat ekki
hamið ástríðu sína og kyssti hana.
Hana svimaði við kossinn; óafvit-
andi vafði hún báðum örmum sínum
um háls honum og dró hann að sér
niður í mjúkt grasið. Og þau voru
tvö ein í heiminum.
Þegar hann loks sleppti tökum, sett-
ist hann upp og tók báðum höndum
fyrir andlit sér. Hún horfði á hann,
hreyfði hvorki legg né lið en fann
hvernig aftur myndaðist bil á milli
þeirra — bil, sem breikkaði og varð
að hyldýpisgjá. Og henni fannst sem
eitthvert ómótstæðilegt afl togaði
hana og teymdi fram á gjábarminn,
sem hún sæi hengiflugið gína við sér
og vissi að hún hlyti að hrapa fram
af brúninni. Og hún varð heltekin
nístandi sársauka örvæntingarinnar.
— Fyrirgefðu mér, Eva, hvíslaði
hann .... ég hlýt að vera orðinn viti
mínu fjær. Ég skil ekki hvað hef-
ur ....
Hún reis upp og strauk hár hans
titrandi höndum. Óskaði þess að hún
gæti horfið ....
— Ertu mér reið?
— Nei, hví skyldi ég vera það?
— Heldurðu að þú getir gleymt
þessu .... ég á við, aö þetta þurfi
ekki að veröa til þess að eyðileggja
samstarf okkar og vináttu? En þú
mátt samt ekki halda, að ég þrái þig
ekki .... fyrirgefðu, Eva, ég veit ekki
sjálfur hvað .... Það er svo örðugt
að skýra þetta ....
— Þú þarft ekki að skýra neitt.
Ég skil það fullkomlega, svaraði hún
og reyndi að sýnast róleg. — Viö meg-
um ekki .... og við látum sem ekkert
hafi gerzt ....
— Þakka þér fyrir það, Eva.
Ég ....
Hann þagnaði við.
Mest langaði hana til að strjúka
vanga hans og vefja hann örmum. En
það mátti hún ekki. Hún varð aö
gleyma þessu. Hann mátti ekki vera
henni neitt annað eða meira en vin-
ur. Það var kvöldkyrrðin, bliðviðrið
og fegurð umhverfisins, sem — ein-
ungis það og ekkert annað. Að
minnsta kosti varð honum einum ekki
um kennt. Sökin var þeirra beggja
— ef þetta var þá nokkur sök. Eða
öllu heldur eingöngu hennar. Og allt
í einu þyrmdi yfir hana af blygðun.
Hún unni kvæntum manni og hafði
meira að segja notið atlota hans. Hún
varð að ráða niðurlögum þeirrar ást-
ar, má þetta kvöld brott úr huga sér.
Hugsanir hennar voru allar á ring-
ulreið. En um leið varð henni þó eitt
ljóst. 1 rauninni var það Lilian, sem
ótti upptökin að þessum atburði. Nú
virtist Einar hafa gleymt því, að hann
hafði beðið Evu að sýna sér fullan
trúnað. Eflaust var það líka bezt
þannig. Víst var um það, að hún gat
ekki minnzt á neitt þessháttar við
hann, eftir það sem nú hafði gerzt.
LILIAN gekk hröðum skrefum út
í álmuna, þar sem gamli maðurinn
bjó með Kristínu ráðskonu sinni. Hún
bar Súsönnu litlu á armi sér.
Lilian var í kynlega æstu skapi.
Það var ekki eingöngu eftirvæntingin
í sambandi við fundi þeirra Gustavs
— heldur og eitthvað annað, sem hún
gat ekki sjálf skýrt. Henni virtist allt
undarlega óraunhæft. Það var eins
og hún reikaði um einhvern annarleg-
an draumaheim. Eins og hún hefði
gengið úr sjálfri sér og stæði nú á-
lengdar og fylgdist með sínum eigin
gerðum, líkt og leikatriðum á sviði.
Og hvernig mundi só æsilegi sjónleik-
ur enda — um það hafði hún ekki
minnstu hugmynd sjálf.
Hún hafði einnig verið haldin þess-
ari áhorfendakennd við miðdegisverð-
arborðið, og þegar hún fylgdi Evu
og Einari út á dyraþrepið og kvaddi
þau. Það var eins og æsilegt leikatriði
á sviði, þegar hún kyssti Einar og
bauð honum góða nótt. Sjálf hafði
hún skemmt sér konunglega, þegar
hún var að koma Brit, vinnukon-
unni á brott af sviðinu. Hún hafði
gefið henni leyfi til að dveljast hjá
móður sinni á Miklasandi um nótt-
ina, fyrst hún hygðist skreppa Þang-
að á annað borð að hitta unnustann.
Og Lilian hafði leikið enn betur —
hún hafði beðið Evu að lána Brit
skellinöðruna, en fyrir bragðið varð
Eva að dveljast yfir nóttina hjá Grétu,
yfirhjúkrunarkonunni .... já, Lilian
tór laglega með hlutverk sitt, það
var hún sjálf viss um, sem áhorfandi.
— Mamma .... ég er þreytt, kjökr-
aði Súsanna. Hvert erum við að fara?
— Þú ert að fara til hennar Krist-
ínar, sem þér þykir svo vænt um,
svaraði Lilian og kenndi nokkurrar
óþolinmæði í röddinni.
Lilian knúði dyra á eldhúsinu.
Kristín opnaði. Hún virtist verða dá-
lítiö undrandi, en brosti blitt, þegar
Lilian baö hana aö hafa Súsönnu hjá
sér yfir nóttina.
Jú, vitanlega var þaö guövelkomiö.
—'Þakka þér innilega fyrir, þá þarf
ég ekki að vera hrædd um að hún
vakni, án þess ég verði þess vör, sagði
Lilian og brosti þreytulega. Ég hef
sofið svo illa undanfarnar nætur, og
fékk þvi nokkrar svefntöflur hjá
Einari; hann vill umfram allt að ég
hvíli mig sem bezt. Brit verður nótt-
ina úti á Miklasandi .... mér fannst
ég ekki geta neitað henni um það,
fyrst hana langaði til þess.
— Þér eruð alltof góð og greiövik-
in, frú Bang, sagði Kristín. Ég vona
bara að þér sofið nú vel í nótt. Jú, ég
hef bara gaman af að hafa telpuna
hjá mér.
Lilian kyssti litlu telpuna og bauð
henni góða nótt. Svo hikaði hún eitt
andartak í forstofunni og leit á stóru
klukkuna. Enn var ekki orðið það
áliðið, að hún gat litið sem snöggvast
inn til gamla mannsins.
Hún bankaði létt á svefnherbergis-
hurðina og gekk síðan inn. Patrik
gamli var háttaður, hann fór alltaf
snemma i háttinn, en sat uppi og las
eins og hann var vanur.
— Nei, ert Það þú, Lilian? ÞaÖ var
ánægjuleg heimsókn. Ein heima í
kvöld, eins og venjulega, eða hvaö?
— Já, Einar hefur næturvörzluna í
sjúkrahúsinu, enn einu sinni, svaraöi
hún og varp Þungt öndinni. Og svo
sagði hún honum alla söguna, sem
hún hafði sagt Kristínu, svefnleysið
undanfarnar nætur, svefntöflurnar og
allt það, og að Kristín hefði tekið
telpuna af sér yfir nóttina.
— Þetta ættirðu að gera oftar,
sagði gamli maðurinn. Susanna litla
er bráðskemmtileg telpa. ÞaÖ var
gaman, að þú skyldir líta inn til mín.
Fáðu þér sæti .... og hvaÖ segirðu
um það, að við fáum okkur nokkra
dropa í glasi, til að hressa okkur undir
draumana? Finnst þér það ekki góð
tillaga?
— Satt bezt að segja Þori ég það
ekki. Ég er svo þreytt og utan við
mig, svaraði Lilian annars hugar, en
settist þó. Hvað ertu að lesa? spurði
hún áhugalaust.
Gamli maöurinn fór að segja henni
frá efnl bókarinnar, en sá brátt aö
hún tók ekki hið minnsta eftir því.
Einkennilegt hvernig hún var i kvöld
— utan viö sig og Þó eins og annar-
lega æst. Hún hvarflaði sifellt augum
um herbergið og fitlaði við treyju-
barm sinn með fingurgómunum.
Kannski hafði þeim orðið eitthvað
sundurorða, Einari og henni. Gamli
maðurinn kenndi í brjóst um hana
.... ung og fögur kona, en einmana
öllum stundum. Hann langaði til að
gleðja hana með einhverju móti, en
vissi ekki hvernig.
Hún reis á fætur.
— Jæja, það er víad jiezt fyrir mig
að fara að koma mér 1 háttinn, sagði
hún.
— Strax? Gamli maðurinn varö
undrandi. Þú hefur ekki staldrað við
meir en tvær—þrjár minútur.
— Æ, ég er svo þreytt, Patrik
frændi, andvarpaði hún. Góða nótt
og sofðu rótt.
Hann horfði á eftir henni, undrandi
og hugsi, þegar hún hvarf út úr dyr-
unum. Hún sýndist haldin einhverju
óþoli, þegar hún lokaði hurðinni. Svo
strauk hann hendinni um enni sér
og tók aftur til við lesturinn.
Lilian gekk hröðum skrefum þvert
yfir húsagarðinn, unz hún kom að
skúrbyggingunni, þar sem þau, Blom
garðyrkjumaður og Alma kona hans,
bjuggu. Þau höfðu nú átt þar heima
í meir en tuttugu og fimm ár. Blom
var í rauninni alinn upp í Fosshlíð
að mestu leyti; hafði ráðizt þangaö
sem vikapiltur garðyrkjumannsins, en
féll þar svo vel að hann fór þaðan
ekki aftur, og varð smám saman aÖ-
stoðarmaður Patriks gamla við bú-
reksturinn og lagði gjörva hönd á
margt. Þegar Patrik gamli keypti sér
bíl, lét hann Blom læra að aka hon-
um — og nú vissi Blom allt sem vert
var að vita, bæði um bila og garö-
yrkju og búrekstur.
KAFFIILMINN lagði til móts við
Evu, þegar hún nálgaðist skúrbygg-
inguna, og hún vonaði að þau hefðu
ekki tæmt könnuna. Alma kom til
dyra, þegar hún gerði vart við sig.
Framhald á bls. 34.
VIKAW 17