Vikan - 21.06.1962, Side 22
Hér er allt við höndina
Síðan Volkswagen kom til sögunnar, hafa verið gerðar fjölniargar tilraunir til
þess að keppa við hann. Það eru einkum Evrópumenn sem lagt hafa stund á
smábílagerð með góðum árangri, en útkoman hefur alltaf orðið sú sama: Enginn
hefur jafnazt á við Volkswagen og andstæðingarnir hafa jafnan viðurkennt, að
hann sé tæknilegt meistaraverk. Eitt af því sem gert hefur Volkswagen vinsælan
hjá öllum almenningi, er það hversu frábærlega létt og skemmtilegt er að aka
honum. ÖII stjórntæki eru mjög einföld og alveg við höndina, enda er bíllinn
eins og hugur manns. Línurnar á myndinni benda á 25 hluti í sambandi við
stjórnunar og öryggistæki bílsins.
NJOTIÐ SUMARSINS
í NÝJUM BÍL
FRÁ VIKUNNI
og látið ekki happ úr hendi sleppa
Eftir rúma viku byrjar sá tími, aö fjöldi fólks geti brugðið undir sig betri fæt-
inum og átt þrjár vikur fríar og frjálsar. Þá vilja flestir skipta um umhverfi, bæði
til gagns og gamans og helzt að komast í sólskirtið, hvort heldur það er fyrir
norðan eða sunnan. En stundum st.endur á farartæki, já meira að segja mjög oft,
enda þótt okkur virðist vera margir bílar á götunum í Reykjavík. Og hugsið hvílíkt
happ það er aö fá splunkunýjan Volkswagen rétt í sama mund og sumarleyf'iö
byrjar —• ef farartœki er ekki fyrir hendi. Þá er ekki annaö en að skreppa í Bif-
reiðaeftirlitið og skrá bílinn á nafn þess er hnossið hlýtur og síðan er hægt að aka
af stað.
Eitt af því sein gert hefur Volkswagen eftirsókn-
arverðan, er hin ágæta varahlutaþjónusta. Volks-
wagen segir i auglýsingum, að það Jnirfi 5008 hluti
i bílinn og þe-ssir hlutir fást í Heklu, livenær sem
á þarf að halda. Sökum þess hve billinn breytist
litið er liægt að nota sömu varahlutina i margar
árgerðir.
5008 hlutar
og allir til
hjá Hekíu