Vikan


Vikan - 21.06.1962, Side 24

Vikan - 21.06.1962, Side 24
Ungfrú Yndisfríð Hvar er örkin hnns NÓB? Siðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík. Enn er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri mynd- inni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími J GESTS SKRBFAR UM TWISTKVÖLD MEÐ HLJÓMSVEIT SVAV- ARS GESTS, HELENU OG RAGNARI. Nýlega er komin á markaðinn íslenzk hljómplata með sex danslögum, sem öil hafa á sér twist-einkenni. Þar sem plata þessi hefur orðið til með all sögulegum hætti langar mig til að segja ykkur frá því. Siðast i febrúar lék hljómsveitin i útvarp- inu dansmúsik í hálftíma og var eingöngu um twistlög að ræða. Strax daginn eftir fór Tage Amniendrup forstjóri hljómplötufyrir- tækisins íslenzkir tónar, þess á leit við okk- ur í liljómsveitinni, að við spiluðum sex þessara laga inn á plötu, sem gefin yrði út erlendis auk þess sem nokkur eintök yrðu sett á markað hér á landi. Við færðumst undan þvi vegna þess, að Framhald á bls. 30. SVAVAR GAMLA MYNDIN. Þessi mynd mun að ölium iíkindum hafa verið tekin árið 1926 og eru á henni fimm snáðar að leika á stúkuskemmtun í Góðtempl- arahúsinu. Þeir eru talið frá vinstri Poul Bernburg, trommur (hann lék í árafjölda með Aage Lor- ange og gerir stundum enn. Annars rekur hann eigin hljóðfæraverzlun), Vilhjálmur Guðjóns- son, píanó (leikur nú í Sinfóniuhljómsveitinni og með Birni R.), Bjarni Guðjónsson, fiðla (Bjarni lézt fyrir nokkrum árum, hann var bróðir Vilhjálms. Bjarni lék i árafjölda á trommur i ýmsum danshljómsveitum), Krist- ján Jónsson, orgel (Hann er látinn en var kunnur píanóleikari i mörg ár). Síðastur er svo Hendrik Bernburg bróðir Pauls og leikur hann á kastanettur og lengra hélt hann ekki á listamannsbrautinni, en hann rekur nú eigið fyrirtæki. Þetta er elzta myndin, sem birzt hefur á músiksíðu Vikunnar og var Poul Bernburg svo vinsamlegur að lána mér hana. Nú kemur til kasta hinna, sem eiga jafngamlar eða jafnvel enn eldri myndir að láta heyra frá sér. essg. þig sólbrúnan. Ég sagði strákunum þú hefðir orðið fyrir slysi, þegar þú að þú hefðir farið til Mallorca ...? komst ekki með 6-lestinni! — Bíddu svona rétt á meðan ég næ í myndavélina! — Nú á ég hjá þér sex milljónir, fjögur hundruð tuttugu og þrjár þúsundir átta hundruð níutíu og tvær, sextíu og átta_______ 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.