Vikan


Vikan - 21.06.1962, Page 34

Vikan - 21.06.1962, Page 34
 . , KBK I KLUBBNUM fáið þér góða skemmtun, mat og aðra þjónustu við yðar hæfi. Þér getið valið um: KÍNVERSKAN SAL, ÞÆGILEGAN MATSAL með dásamlegu útsýni.GRILL HORNIÐ,skemmti- legt danspláss og góða hljómlist frá Hijómsveit HAUKS MORTHENS og þægileg sæti fyrir framan logandi ARINN. Á neðri hæð veljið þér um: ÍTALSKAN BAR með góðu dansplássi og hljómlist frá NEO-TRÍÓINU og söngkon- unni MARGIT CALVA, KÍNVERSKAN BAR og skemmti- legan VEIÐIMANNAKOFA. og kvalið og látið sig engu skipta tilfinningar þeirra. Hún var ein af þeim konum, sem alltaf virðast vera á hnotskóg, og Josée hafði þann hátt- inn á að segja sem fæst í viðurvist hennar. Hún talaði þó fremur vel um hana í eyru Alans, fyrst og fremst af þvi að hana langaði til að sjá hvað yrði úr kynnum þeirra. Auk þess var kona þessi vel gefin, tókst oft vel að skemmta gestum sínum, og Josée bar því að vissu leyti virðingu fyrir henni. Framhald í næsta blaði. Læknirinn... Framhald af bls. 17. — Nei, er ekki sjálf læknisfrúin á ferðinni? mælti hún glaðlega, eins og hennar var vandi. Komið þér inn og fáið yður kaffilögg með okkur. Ég var að enda við að hella á könn- una. Gerið þér svo vel .... — Ég er kaffinu sannarlega fegin, svaraði Lilian, en þá verð ég að fá að drekka Það við eldhússborðið. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun valda yð- ur ónæði. Lilian vonaði að Alma tæki sig ekki á orðinu. Það gerði hún heldur ekki. Alma gleymdi því aldrei, að hún hafði þénað hjá fyrirfólki í kaupstaðnum í eina tíð og leitaðist stöðugt við að sýna og sanna, að hún kynni vel á alla siði þess og háttu. Nei, það kom ekki til mála að læknisfrúin drykki kaffið við eldhúsborðið .... Og Lilian gekk inn í stofuna, þar sem allt var tandurhreint og í röð og reglu að venju. 34 VIKAN — Mig langaði til að fá lánaða lyklana að bílnum, sagði hún þegar hún hafði fengið sér sæti. Ég var að hugsa um að aka svolítinn spöl, áður en ég fer að sofa. Og Blom, sem settist gegnt henni við borðið, kvað það sjálfsagt. Alma kom inn með bollana. — Það hlýtur að vera einmanalegt hjá yður, þegar læknirinn hefur næt- urvörzlu, sagði hún. Það fer nú ekki á milli mála, að hann drepur sig á vinnunni fyrir aldur fram, sá mað- ur .... Lilian andvarpaði. — Já, og í kvöld er ég alein heima, eins og endranær, sagði hún, þegar Alma renndi kaffinu í bolla hennar og Blom rétti henni sykurinn. Alma, sem setzt hafði við borðið, bar bollann virðulega að vörum sér og rétt dreypti á kaffinu — hún kunni sig, konan garðyrkjumannsins í Foss- hlíð. Lilian fékk sér aítur á móti vænan teyg. — Dásamlegt kaffi, mælti Lilian. Hún drakk ört, rétt eins og hún væri sárþyrst, og Alma, sem kunni sig, herti sig við drykkjuna til Þess að hafa við gestinum. Manni hitnar fram í fingurgóma, sagði Lilian. Alma renndi aftur í bollana, sendi Blom síðan fram í eldhús með kaffi- könnuna til að bæta á hana. Þetta var einmitt tækifærið sem Lilian hafði vonað að sér gæfist. Hún lét sem sér kæmi allt í einu eitthvað í hug. — Mikið langar mig til að sjá svæf- ilverið, sem þér eruð að knippla, frú Blom, mælti hún. Þetta átti nú við hana Ölmu litlu, sem einu sinni hafði þénað hjá fyrir- fólki í höfuðstaðnum. Hún spratt óð- ara á fætur og hraðaði sér inn í svefn- herbergið, stórhrifin af því að sjálf læknisfrúin skyldi hafa slíkan áhuga á handavinnu hennar, sem hún var sjálf stolt af. Lilian dró í skyndi svefntöfluglasið upp úr vasa sinum. Hún fékk ákafan hjartslátt og hendur hennar titruðu. Gegnum opnar stofudyrnar sá hún hvar Blom stóð við eldhúsborðið og þurrkaði vandlega af kaffikönnunni, en sneri baki við dyrunum. Og inn- an úr svefnherberginu barst svo rödd Ölmu: — Nú, hvar í ósköpunum hef ég eiginlega falið þetta .... Bíðum nú við .... bíðum nú við .... E’n Lilian beið ekki við. Leiftur- snöggt laumaði hún þrem svefntöfl- um í kaffibolla ölmu, siðan öðrum þrem í kaffibolla Bloms. En það mátti ekki tæpara standa; henni hafði ekki einu sinni tekizt að draga að sér höndina, þegar Blom sneri sér frá eldhússborðinu og kom inn með könn- una, en Lilian fann ósjálfrátt það ráð að þykjast vera að teygja höndina eftir köku, og hann tók áreiðanlega ekki eftir neinu óvenjulegu við hreyf- inguna. 1 sömu svifum kom Alma innan úr svefnherberginu með svæfilverið. Næstu mínúturnar voru Lilian eins og heil eilífð. Hún varð að taka á öllu, sem hún átti til, svo ekki bæri á neinu. Hún sat róleg, heyrði sjálfa sig dásama knipplingana og dást að því hve Alma væri einstaklega mynd- arleg í höndunum, og hversu innilega, sem hana langaði til þess að standa upp og kveðja, þorði hún ekki fyrir sitt litla líf að hreyfa sig úr sætinu fyrr en bæði hjónin höfðu tæmt boll- ana. Það var bersýnilegt að annað- hvort veitti Blom ekki neinu óvenju- legu bragði athygli, eða kannski þorði hann ekki að .hafa orð á því vegna konu sinnar — sem hafði þénað í húsi hjá fyrirfólki i höfuðstaðnum, og var allsiðavönd við hann, einkum þegar heldri gestir voru í heimsókn eins og þau læknishjónin. En Alma sjálf gretti sig eilitið, þrátt fyrir alla hæverskukunnáttuna, um leið og hún lauk úr bolla sínum og setti hann frá sér á undirskálina. — Hvernig stendur eiginlega á þessu? spurði hún. Er eiginlega eitt- hvert óbragð að kaffinu hjá mér, eða hvað? Þetta á að vera bezta tegund af baunum . . . — Ekki fann ég Það, flýtti Lilian sér að segja. Mér finnst þetta dásam- lega gott kaffi .... eins og kaffið er alltaf hjá ykkur. Það hefur kannski verið farið að kólna, og það er mér að kenna; en mig langaði svo mikið til að sjá svæfilverið. Ég ætla að fá mér heitari lögg, ef ég má .... má ég ekki renna svolítilli lögg i bollann yðar líka, Alma, fyrst ég er nú farin að hafa hendur á könnunni .... Og án þess að bíða eftir svari, hellti hún bolla hennar vel hálffullann og skenkti síðan í bolla Bloms, án þess að spyrja leyfis. Hún vissi að þau myndu drekka henni til samlætis, og þá hlaut bragðið af svefntöflunum, sem varla hafði getað verið mjög sterkt, að hverfa úr gómi þeirra.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.