Vikan - 21.06.1962, Síða 35
I
Eí L-Uian heföi sjftlí atliugaö Þaö,
mundi henni ef til vill hafa þótt það
einkennilegt, a5 sér skyldi alls ekki
verða hugsað til Gustavs, elskhuga
síns, þessa stundina. Jafnvel stefnu-
mótinu var eins og stolið úr huga
hennar. Hún gekk á vald hinum æsi-
lega leik af lífi og sál og gætti einskis
annars þessa stundina. Taugar henn-
ar titruðu. Þetta var svo ótrúlegt allt
saman, að hún gat ekki einu sinni
lagt trúnað á það sjálf, heldur fannst
henni sem væri hún að horfa á spenn-
andi atriði i leynilögreglukvikmynd
. . sem varð þó enn æsilegri fyrir
Það, að sjálfsögðu, að það var hún
sjálf, sem lék aðalhiutverkið.
Hún afþakkaði meira kaffi, reis á
fætur, bað Ölmu að knippla fyrir sig
í sængurlín handa Súsönnu litlu. Jú,
það var auðvitað sjálfsagt, og það
leyndi sér ekki að Alma var stolt af
því hve læknisfrúin kunni vel að meta
kunnáttu hennar og snilli. Og Lilian
hakkaði innilega fyrir móttökurnar
og hið dásamlega kaffi.
Blom reis á fætur til að ná í bíl-
lyklana. Hann langgeispaði ósjálfrátt,
en reyndi að leyna því, þegar konan
hans — sem þénað hafði hjá fyrir-
fólki í höfuðstaðnum — leit til hans
með umvöndunarsvip. En mikil lif-
andis ósköp var hann orðinn syfjaður,
'>g það svona allt í einu.
— Maður er vist farinn að eldast,
mælti hann afsakandi við Lilian. Hann
skyldi sýna konunni sinni, að hann
væri maður til að snúa sig út úr því,
ef honum kynni að verða eitthvað á i
ströngustu mannasiðum fyrirfólksins.
Að minnsta kosti er maður farinn að
verða syfjaðri á kvöldin, en hérna
áður fyrr meir. Nú — jæja, maður fer
nú lika allsnemma á fætur .... Lykl-
arnir, frú min góð; ekki skulum við
gleyma þeim ....
LILIAN nam staðar eitt andartak
úti á dyraþrepinu. Hægur aftanblær-
inn hvíslaði í limi trjánna, annars
var allt kyrrt og hljótt. Hvergi sást
lengur ijós í gluggum á aðalbygging-
unni. Hressandi kvöldloftið svalaði
kinnum hennar, heitum og rjóðum
eftir hið æsilega leikatriði inni í stof-
unni, en þó var eins og blóðið ólgaði
af sótthita í æðum hennar. Vængja-
þytur barst að eyrum hennar; stór
og öldruð ugla lagði af stað á veiðar
i rökkrinu. Nótt — til veiða, hugsaði
Lilian með sér; myrkur næturinnar
og öll þessi fyrirheit biðu einnig henn-
ar, og hún brosti sigri hrósandi. Það
var ekki víst að Blom færi eins
snemma á fætur í fyrramálið og hann
var vanur; jæja, hann mundi senni-/
lega telja það enn eina sönnun þess„;
að hann væri farinn að eldast ...Í
Hvað um það, hún mátti að minnstrf
kosti treysta því, að þau bæði svæfu
svo þungt og fast í morgunsárið, að
þau heyrðu ekki þegar hún kæmi
heim á bílnum og æki honum inn í
skúrinn. En nú gafst ekki tóm til
frekari heilabrota, hún varð að hafa
hraðann á, skreppa inn og snyrta sig,
og leggja síðan af stað.
Gustav Lange liðsforingi gekk fram
og aftur um gólfið og reykti hverja
sigarettuna af annarri; það leyndi
sér ekki að hann var í órólegu og
æstu skapi. öðru hverju nam hann
staðar úti við gluggann og lagði við
hlustir, hélt síðan aftur af stað;
hvarflaði augum að skrifborðinu
nei, hann gat ekki unnið neitt i kvöld,
ekki stöðvað hugann við neitt. Og þó
þurfti hann svo sannarlega að vinna;
hann átti miklu starfi ólokið, sem
tíkki þoldi neina bið
Gef
mér líka!
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamina fer að: Lítið á einu sinni oftar.
En þú hefur rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma þín hefir lika frá
æsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er N IV E A !
Nivea inniheldar Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
bin góðu áhrif þess
Á skenkiborOinu belö dýriegui
kvöldverður; reyktur lax, hrogna-
mauk, kaldir kjúklingar. Kampavinið
stóð inni í kæliskápnum. Brjálæðis-
leg peningaeyðsla .... hann hafði alls
ekki ráð á slíku, en hvað átti hann tii
bragðs að taka. Lilian þótti hrogna-
maukið sá ljúffengasti réttur, sem
hún bragðaði. Hann hafði enn einu
sinni neyðzt til að taka peninga að
láni hjá Halle höfuðsmanni. Hann
greip höndunum um enni sér. Brjál-
æði, brjálæði .... Því í ósköpunum
hafði hann eiginlega hætt sér út i
þetta furðulega ævintýri ?
Hreyfilgnýr .... hann kipptist við,
gekk hröðum skrefum út að glugg-
anum, starði út í myrkrið. Gnýrinn
hljóðnaði, sennilega hafði hún lagt
bilnum við torgið. Iíann þráði að
heyra skrefhljóð hennar á gangstétt-
inni, en um leið kveið hann því og
óskaði þess að hún kæmi ekki. Jú ....
þetta var fótatak hennar .... eins
og hröð og taktföst sigurganga. Hann
minntist þess hve fagurformaðir fæt-
ur hennar voru, og það var sem raf-
straumur færi um hann allan.
Hann hraðaði sér fram á ganginn
og opnaði útidyrnar. Hjartað barðist
í brjósti hans; hann leit upp eftir hús-
hliðinni .... ef einhver sæi nú til
ferða hennar.
— Sæll og biess, kailaði hún lágt
og brosti.
Hann leiddi hana inn án þess að
mæla orð frá vörum. Ilmvatnsangan-
in stóð af henni og mettaði loftið i
ganginum, gerði hann æstan og öran.
Hann lokaði dyrunum, nam staðar
og starði á hana. Hún var dásamleg,
Þar sem hún stóð frammi fyrir hon-
um, á hvítum, aðskornum línkjóln-
um. Tinnudökk augu hennar leiftr-
uðu, munnur hennar var örlítið op-
inn, rétt eins og hún biði þess að hann
kyssti hana. Og hann þráði mest af
öllu að taka hana tafarlaust í faðm
sér, vefja hana örmum, en hann várð
að stilla ástriðu sinni i hóf ....
— Hvað gengur eiginlega að þér,
spurði hún, næstum því barnslega.
Ég sem bjóst við að þú yrðir svo ofsa-
glaður að sjá mig, en þú býður mig
ekki einu sinni velkomna.
Hún teygði báða arma sina að hon-
um, hló lágt og hver hreyfing henn-
ar var sem ölvuð af hamingju.
— Ég læt fögnuðinn bíða, þangað
til við höfum talað saman, Lilian,
sagði hann og gekk að reykborðinu.
Komdu hingað og fáðu þér sæti ....
Hún hlýddi honum orðalaust, settist,
veitti því nú fyrst athygli hve fölur
hann var, og það setti að henni ótta.
Og óttinn gerði hana fegurri og ómót-
^iStæðilegri en nokkru sinni, og aldrei
Í’nafði hún þráð hann jafn ástríðu-
’þrungið og einmitt nú.
— Má bjóða þér eitthvað að drekka,
spurði hann. Ég á kampavin inni i
ísskápnum .... en þú vilt kannski
heldur kokkteil, svona fyrst.
— Kokkteil? Jú, þakka þér fyrir.
Kmapavínið geymum við okkur ....
Þangað til á eftir, svaraði hún og lét
sem hún hefði ekki tekið eftir neinu.
Hún veitti honum eftirför með aug-
unum þegar hann hélt fram í eld-
húsið eftir vermouth. Hún vissi ósköp
vel hvað hann hafði í hyggju að ræða
við hana. Og vissulega var það óþægi-
legt. Hún svipaðist um inni; þessi
glæsilegu híbýli bentu sannarlega ekki
til þess að hann væri ekki annað en
fátækur liðsforingi. Gustav var
hneigður fyrir glæsibrag og munað,
öldungis eins og hún sjálf. En hann
hafði ekki annað en liðsforingjalaun-
in til að lifa af, og þau entust bonum
að öllum likindum skammt, enda þótt
hann hefði ekki fyrir öðrum en sjálf-
um sér að sjá. Hún vissi að fjármál
hans mundu vera í vonlausri óreiðu.
Hann minnti hana oft á föður hennar
hvað léttúðina snerti. Það var sami
lifsstíllinn. Faðir hennar hafði aldrei
getað brugðið út af honum, aldrei
getað hagað lifnaðarháttum sinum og
lífsvenjum í samræmi við tekjurnar.
Sjálfri var henni eins farið. Og Gustav
mundi ekki heldur takast það.
Hann skenkti á glösin og tók sér
sæti gegnt henni. Lyfti glasi slnu.
— Skál, ástin mín, sagði hún léttum
rómi. Fyrir alla muni, vertu ekki
svona alvarlegur.
Þau drukku. Hann setti glasið
harkalega frá sér og leit á hana.
— Hefurðu talað við Einar? spurði
hann.
— En .... elskan mín. Strax í dag,
svaraði hún í spurnartón. Heldurðu
að ég geti rætt þetta við hann svona
formálalaust?
— Þú hefur haft nægan frest tii
undirbúnings. Ég hef beðið þess og
beðið. Við höfum rætt um þetta hvað
eftir annað, en þú hefur alltaf dregið
það á langinn. Ég þoli ekki þessa tvö-
feldni lengur. Einar er alltoí góður
maður til þess að komið sé þannig
fram við hann. Ég ber virðingu fyrir
honum, og nú finnst mér sem ég geti
ekki horft framan í hann kinnroða-
laust. Skilurðu ekki að mér finnst ég
haga mér eins og ódrengur? En nú
vil ég fá að vita sannleikann. Hef-
urðu eingöngu verið að leika þér að
mér, bara til að drepa tímann . . .
— Gustav .... hvernig geturðu
sagt annað eins?
— Ég bef fullan rétt Ml að spyrl«
... Elskarðu mig?
— Ég hélt þú vissir það, avaraði
hún lágt og rödd hennar titraði,
— Þá ertu tilneydd að tala við hann
Hann getur ekki neitað þér um skiln-
að. Kannski þú elskir okkur báða?
—- A5 heyra til þin. Kannski ber
mér að sýna honum nokkra tillits-
semi. Hann ann mér hugástum. Og
hann hefur haft ákaflega mikið að
gera núna að undanförnu, svo hann
er venju fremur þreyttur. Ég veit að
hann mundi taka sér þetta ákaflega
nærri. Ég verð að undirbúa hann mjög
gætilega. Hyggilegast væri að haga
þvi eins og við værum að fjarlægjast
hvort annað .... að hjónaband okk-
ar væri að renna út í sandinn. Þú
hlýtur að skilja það, að ekki má krefj-
ast skilnaðs þín vegna. Þá getur farið
svo, að ég fái ekki að hafa Súsönnu
hjá mér .... og hvernig ætti ég að
geta lifað af launum þinum einum?
Þú ert skuldum vafinn og getur ekk-
ert við þig sparað. Það gengur ekki.
vinur minn. Við verðum að bíða þang-
að til þú hækkar í tigninni — og
launastiganum.
— Jú, víst er ég skuldugur. Eti ekki
skuldugri en það, að ég get hæglega
bjargað því við. Og Þin vegna gæti
ég sparað. En það mundir þú hins
vegar aldrei geta. Þú ert orðin svo
vön eyðslunni og munáðinum. iOg þó
... ef til vill ef þú elskaðir mig nógu
heitt og innilega.
— En það geri ég, Gustav, sagði
hún æst og gröm. Þú ert eini mað-
urinn, sem ég hef unnað á lífsleiðinni
Það er satt .... og þú verður að trúa
mér.
Hún sá strax að hún hafði sagt
Framhald á bls. 3«.
**»'#*. fft