Vikan


Vikan - 21.06.1962, Page 43

Vikan - 21.06.1962, Page 43
Blóm á heimilinu: jSiffiirf jaðrir eftir Paul V. Michelsen. Aphelandra, eru afar skraut- legar jurtir frá Suður-Ameríku. A. spuarrosa, frú Brasilíu ber stór blöS, græn meS silfurhvitum æðastrengjum. Blómin eru kan- arígul, smá, en mörg saman í stóru axi, með ljósgulum há- blöðum. — A. ausantiaca og A. fascinator bera skarlatsrauð blóm. Þar sem þetta eru hitabeltis- jurtir, þurfa þær hita og raka, er því bezt að úða oft yfir þær, einkum i heitu veðri. Þær eru frekar vatns- og áburðarfrekar, svo að vökva þarf með góðum áburðarlegi vikulega, yfir vaxt- artimann. í byrjun febrúar er bezt að skera þær niður og koma þær þá með fleiri greinar. Plant- ið þeim í sendna mold, blandaða mómylsnu, safnhaugamold og laufmold ásaint gömlum húsdýra- áburði. Frárennslið verður að vera í lagi í pottinum, svo ekki safnist of mikið vatn fyrir. Látið heldur ekki plöntuna ofþorna, þá geta blöðin farið að hanga og jafnvel detta af. Hafið plöntuna í góðri birtu, en elcki of sterkri sól, svo blöðin sviðni ekki. Silfurfjöðrum er fjölgað með græðlingum og er þá hægt að nota það sem klippt er ofan af þeim í febrúar. Klippið mikið af blöð- um græðlingsins og liafið liann í vatnsglasi í eldhúsglugganum, þar til rætur eru komnar á hann. Eldhúsið er oflast bezti staðurinn fyrir græðlinga og smáplöntur, af þvi rakinn og hitinn er þar mestur. Samvizkunauð .. . Framhald af bls. 14. lcennd. Þannig verður „aflausn syndanna“ i raun aflausn fyrir margt, sem enginn myndi reikna til syndar, að minnsta kosti ekki skriftabarninu. Einnig i þeirri lækningaaðferð, sem hvilir á fræðilegum grunni sál- greiningarinnar, er krafan um ein- lægni ófrávikjanlet skilyrði fyrir tilætluðum bata. Engu síður en skriftaföðurnum er sállækninum nauðsynlegt að vinna trúnað sjúkl- ingsins að þvi marki, að hann opni hugskot sitt undandráttariaust og leitist við að draga fram i dags- Ijós vökuvitundár einmitt hið duld- asta og tjósfælnasta úr innra lifi sinu. Hvorugum tekst þetta þó æfin- lega að fullu. Af misskilinni sjálfs- varnarhvöt hefir skriftabarnið sterka tilhneigingu til þess að draga undan. Samt er afstaða þcirra ólik. Sálgreinandinn leiðir orsakasam- hengi erfiðleikanna lilutlaust i ljós, og þannig getur honum tek- izt að sætta sjúklinginn við yfir- persónulegt siðalögmál, án þess að halda því sérstaklega að honúm. Skriftafaðirinn aftur á móti heldur fast við óskeikulleika hins guðlega siðalögmáls, en einmitt árekstur skriftabarnsins við það neyddi það til að bæla hvatir og þrár, og i þeirri bælingu á samvizkukvöl þess rætur. Þess vegna þokar strang- leiki lögmálsins fyrir miskunn náðarinnar. í því er aflausnin fólg- in. En margur skriftafaðir lét sér hálfvelgju skriftabarnsins nægja og endurgalt hana með jafn óheilu hugarfari: Fölsuð kvittun fyrir óhreinum reikningsskilum. Þaðan reyndist auðhyggjumönnum ka- þólsku kirkjunnar auðfarin leið til aflátssölunnar: syndakvittun fyrir gull. Hinn syndumhrelldi fær stund- arhuggun án þess að leggja á sig sálræna áreynslu, og skriftafaðir- inn leggur ekki eyrun framar að leyndum hræringum þjáðrar sálar. ★ Hús og húsbúnaður Framhald af bls. 12. náttúrunni verður timburhús nán- ast hluti af lienni sjálfri og fer alltaf vel. Bæði stofa og eldhús eru byggð i vinki!. 1 eldhúsinu eru þvottavélar og skápar fyrir tau i öðrum armi vinkilsins og bakdyrainngangur i eldhúsið þar i gegn. í hinum armi vinkilsins er borðkróluir og borð- stofa þar alveg við hliðina. Þegar svo hagar til, orkar borðkrókurinn tvimælis. Vafasamt er, livort ekki væri betra að hafa borðkrókinn al- veg opinn úr stofunni og hafa þar gott borðstofuborð, en harmoniku- hurð til þess að geta dregið fyrir eldhúsið, þegar æskilegt þætti. Það er nú syo, að oftast fer betur um mann við gott borðstofuborð heldur en ú eldhúskollum í borðkrók, en þetta er vitanlega hlutur, sem hver getur haft eftir sínu höfði. Stofan er í vinkil; annar endi hennar kallaður borðstofa. Sér- kennilegast við stofuna er loftglugg- inn, sem sést vel á stóru myndinni. Þakinu er beinlínis lyft um 50—60 cm og gluggar settir á hliðarnar. Það er lika óvenjulegt, að svefnherberg- isgangurinn snýr þvert á breidd hússins og gegnt er úr öllum svefn- herbergjunum út á svalir. Cmangréð Ceíur GEG/V H/TA ; OG KULDA -5-20 Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). I VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.