Vikan


Vikan - 13.09.1962, Síða 13

Vikan - 13.09.1962, Síða 13
EFTIR KRISTMANN sem kínversk matsöluhús, og eftir tuttugu og þriggja ára dvöl þar var mig farið að lengja eftir hinum gómsætu, austurlenzku krásum, sem Kinverjar eru manna slyngastir að töfra fram. í London verður naumast þverfótað fyrir kínverskum veitingahúsum, en vandinn sá að velja á milli. Við Dadinah — þ.e.a.s. Steinunn, konan mín, sem harð- bannar mér að kalla sig því nafni, sem hún var skírð, enda meðal vina aldrei kölluð ann- að en Dadinah — tókum því fljótt að spyrj- ast fyrir um, hvar á boðstólum væri beztur, kínverskur matur. „Hongkong veitingahúsið í Shaftesbury Avenue“, sagði blaðasalinn okkar á horninu. „Auðvitað Hongkong!“ söghu þeir í tóbaksbúðinni. „Hongkong ■— hvað annað?“ sagöi dyravörðurinn á Regent Paiace Hotel. „Vitanlega farið þið í Hong- kong“, sagði sjálfur hótelstjórinn, er ætti að hafa vit á sliku. „Hjá Charlie Young fáið þið bezta, kínverska matinn í Evrópu — ef ekki heiminum, enda er hann kunnur undir nafninu „Konungur kínverskra veitinga- manna í Evrópu". Hongkong veitingahúsið var í næstu götu, og fórum við þangað beinustu leið. Það var auðþekkt, því að auk nafnsins voru á fram- hlið hússins litríkar skreytingar og í glugg- anum dönsuðu fram og aftur litlar, kinversk- ar dúkkur klæddar ýmiss konar skrítnum þjóðbúningum. Salirnir eru á þrem hæðum auk kjallara í húsunum 58—60, Shaítesbury A v enue. Við gengum upp á aðra hæð, þar sem \ij blasir stórt málverk af alvörugefinni, kinverskri konú. Smávaxinn, heldur raunamæddur piltur leiddi okkur til sætis með bukti og beyging- um. Hann var svo líkur góðum sveitadreng úr Fl : anum, að mér lá við að spyrja, hvort hann væri ckki ættaður þaðan. „Hvað heitir þú, vinur?“ spurði ég. „Ma Kam Tang“, svaraði hann, og nú varð GUÐMUNDSSON andlitið eitt bros. „Ertu nýkominn til London?“ „Fyrir nokkrum mánuðum", svaraði hann á bjagaðri ensku. „Og hvernig líkar þér lífið?" spurði Dad- inah. Hann varð aftur dapurlegur. „Það er ágætt í vinnunni, en — ég er svo einmana. Ég þekki engan og kann ekki ensku, get ekki talað við fólk“. „Attu þá enga vini hér?“ spurði ég og leit rnoð samúð á aumingja litla Tang. „Jú, einn“, svaraði hann og ljómaði nú allur á ný. „Voðalega góðan“. „Enga kærustu?" Kmverjar geta víst ekki roðnað, en Tang virtist mjög nálægt því, er hann hristi höf- uoiö og varð niðurlútur. „Nei“, sagði hann lagróma, „en kannske seinna ég er bara seytján ára“. Við báðum Tang að ráðleggja okkur, hvað við ættum að panta, þar eð við erum hvorugt vel læst á kínversku, en matseðillinn á þeirri göfugu tungu. „Betra að fá hr. Wu“, sagði hann. „Það er yfirþjónninn; hann veit allt“. Þao var ekki fjarri sanni. Hr. Wu Ki Con reyndist maður fjölfróður með afbrigðum, hagíræðingur að menntun, en heimspekingur Framhald á bls. 39. Tang litli er einna líkastur feimnum sveita- pjlti úr Flóanum. Eins og allir vita, voru keisarar í Kína; meira að segja bjó H. C. Andersen til sögu um einn af þeim. Fyrir mörgum öldum voru þar einnig konungar; um þá ræðir „Sturlunga“ Kínverja, Sagan um konungsríkin þrjú. En kínverskur konungur í Evrópu nú á dögum, bráðlifandi og , ráðandi rikjum skammt frá „miðdepli alheims- ins“, Piccadilly Circus — - það er meira en sumir okkar vissu . eða hvað? Chong Mong Yong — Björninn dreymandi — er hrífandi blöndun af enskum gentlemanni og kínverskum mandarín. Að vísu rennur ekki dropi ef brezku blóði í æðum hans, en fjöru- tíu ára dvöl í London og ensk eiginkona hafa sett mót sitt á manninn. Charlie Young er nafn- ið, sem hann gengur undir hér, og það er orð- ið vel þekkt um alla Evrópu. Kínverskir veit- ingamenn frá París, Brússel, Antwerpen, Rott- erdam, Amsterdam, Bonn, Zúrich, Madrid, Mil- ano, Rómaborg og fjölmörgum stöðum öðrum koma í pílagrímsferð til veitingahúss hans hér í London í því skyni að uppgötva leyndardóma þess aðdráttarafls, er það býr yfir. Ég hef alltaf ve'rið sólginn í kínverskan mat, frá því ég bragðaði hann fyrst í París árið seytján hundruð og súrkál. En eins og kunnugt er, fyrirfinnast ekki á íslandi slíkar stofnanir Það er gaman að verða átján ára! Lawson með pabba sínum, Chong Mong Yong. 11111» ' ÍSMgjí’jiÍÍSSíw:;: ...'...................................í.j ■ mmmm i', - & \ SfftSál VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.