Vikan - 13.09.1962, Page 14
Faðir vor, forða oss frá slysum og lát oss skilja
HUOÐ
NÆTURINNAR
SMÁSAGA EFTIR IRVIN SHAW.
Það kom Weatherby á óvart, að það
skyldi vera ljós í veitingahúsinu, þeg-
ar hann beygði inn götuna heim til sín.
Veitingahúsið hét Santa Margherita og
var að mestu leyti með ítölsku sniði,
þótt nokkur franskur blær væri einn-
ig á því. Aðalannatíminn var um há-
degið, og um hálf ellefu á kvöldin var
venjulega búið að loka því. Þetta var
notalegt veitingahús, og ef þau hjónin
voru löt eitthvert kvöldið, eða ef hann
þurfti að taka vinnu með sér heim,
fóru þau stundum þangað að borða.
Það var ekki dýrt, og Giovanni, bar-
þjónninn, var kunningi þeirra. Það var
oft, að Weatherby kom þar við á leið
heim frá vinnu til að fá sér drykk, því
að vínið var gott þarna og rólegt á
barnum, sem hafði ekkert sjónvarp.
Hann var næstum kominn fram hjá
veitingahúsinu, þegar hann stanzaði og
hugsaði með sér, að hann hefði gott af
einum viskísjúss. Konan hans hafði
farið í bíó og var ekki væntanleg heim
fyrr en um hálf tólf leytið. Hann var
þreyttur og honum leiddist að hugsa til
þess að fara heim í tóma íbúðina og
sitja þar einn að drykkju.
Inni var aðeins einn gestur, sem sat
við litla barinn við innganginn. Þjón-
arnir voru farnir heim, og Giovanni var
að hella bourbon í glas mannsins.
Weatherby settist við enda barsins, en
samt voru aðeins tveir stólar á milli
þeirra. Giovanni gekk til hans og sagði:
„Gott kvöld, herra Weatherby", setti
fyrir hann glas og hellti stórum viskí-
skammti í án þess að mæla það, síðan
opnaði hann sódavatnsflösku og lét
Weatherby sjálfan um að fylla glasið.
Giovanni var stór maður, sem ekki
bar það með sér að vera ftali. Hann
hafði alvarlegt, skarpleitt andlit og
grátt hár hans var klippt á þýzka vísu.
„Hvernig hefur frú Wetherby það í
kvöld?“ spurði hann.
„Ágætt,“ svaraði Weatherby. „Hún
hafði það að minnsta kosti gott, þegar
ég talaði við hana síðdegis í dag. Ég
kem beint af skrifstofunni.
„Þér vinnið of mikið, herra Weather-
by“, sagði Giovanni.
„Það er satt“. Weatherby saup drjúg-
an sopa úr glasinu. Það jafnast ekkert
á við viskí, hugsaði hann þakklátur
og neri glasið milli lófa sér.
„Það er opið hér lengi í kvöld“, sagði
hann.
„Rétt er það“, sagði Giovanni. „Ég
er ekkert að flýta mér. Drekkið eins
lengi og yður þóknast". Þó að hann
beindi orðum sínum að Weatherby,
fannst Weahterby, að þau ættu öllu
meira erindi til hins mannsins, sem sat
með olnbogana á borðinu og hélt um
glasið báðum höndum. Hann einblíndí
ofan í glasið, eins og spákona, sem ssei
eitthvað ógreinilega eins og í þoku,
en samt frekar ánægjulegt, í kristals-
kúlu. Maðurinn var grannur og hár
hans byrjað að grána og andlit hanS
bar svip hins menntaða manns. Föt
hans voru þröng eftir nýjustu tízku,
dökkgrá, og hann var með þverslaufu
í sterkum litum við hvíta Oxfordskyrtu-
Weatherby tók eftir giftingarhring áj
vinstri hönd hans. Hann leit ekki út
fyrir að vera sú tegund manna, sem sat