Vikan - 13.09.1962, Qupperneq 15
Konan hans hafði verið myrt og í kvöld átti að taka
morðingjann af lífi. Hann kom á barinn í tilefni af því.
langt fram á nótt á börum. Ljósin í bamum
voru dauf, og Weatherby fannst, að hann
mundi kannast við manninn, ef birtan væri
betri, og að það mundi koma í ljós, að þeir
hefðu hitzt einhvern tíma fyrir löngu einu
sinni eða tvisvar. En þannig er það í New
York. Ef maður hafði átt lengi heima þar,
fannst manni mörg andlit kunnugleg.
„Ég geri ráð fyrir“, sagði Giovanni og stóð
kyrr hjá Weatherby, „að brátt munuð þið
ekki verða svo tíðir gestir hér“.
„Nú“, sagði Weatherby, „við munum koma
hingað og borða öðru hverju".
„Þér vitið, hvað ég á við“, sagði Giovanni.
„Þið eruð að hugsa um að flytja út fyrir
borgina?"
„Ef til vill“, sagði Weatherby. „Ég geri
ráð fyrir því. Ef við finnum góðan stað, ekki
of langt frá borginni“.
„Börn hafa gott af útiloftinu“, sagði Gio-
vanni. „Það er ekki rétt gagnvart þeim, að
láta þau alast upp í borg.
„Nei“,. sagði Weatherby. Dorothy, konan
hans, var komin sjö mánuði á leið. Þau höfðu
verið gift í fimm ár og þetta var fyrsta barn-
ið þeirra. Það veitti honum einhverja fráleita
og frumstæða ánægju að tala um sveitaloft-
ið, sem bamið hans mundi anda að sér með-
an það væri að alast upp. „Svo þarf líka að
hugsa um skólana, auðvitað". Það var
skemmtilegt að tala um böm, þegar það var
víst að maður gat eignazt þau.
„Herra Weatherby. ...“ Þetta var maður-
inn við barinn. „Má ég hafa þá ánægju að
heilsa upp á yður?“
Weatherby sneri sér svolítið hikandi að
manninum. Hann var ekki í skapi til sam-
ræðna við ókunnuga. Hann hafði það líka á «
tilfinningunni, að Giovanni væri ekki um |'
það að maðurinn hefði yrt á hann. 1
„Þér þekkið mig ekki aftur“, sagði maður-
inn og brosti svolítið óstyrkur. „Við hittumstj^*
fyrir átta eða tíu árum. í. ... í íbúðinni'!
minni“. Hann gaf frá sér hljóð, sem hefði *
getað verið byrjun á feimnislegum hlátri/ I
„Ég held að þér hafið komið þar tvisvar eða
þrisvar.... Það gat komið til mála, að við
hefðum einhverja samvinnu, ef ég man rétt.
Svo að þegar ég heyrði Giovanni ávarpa yð-
ur með nafni, datt mér... svona í hug..
ójá, ég er Sidney Gosden“. Hann lækkaði
röddina um leið og hann sagði nafn sitt, eins
og frægt fólk gerir stundum, til þess að sýn-
ast hæverskt. Weatherby leit á Giovanni til
að fá einhverjar upplýsingar frá honum, en
Giovanni var önnum kafinn við að fægja
glas og leit ekki upp — hélt sér auðsjáanlega
viljandi utan við samræðurnar.
„Ó. já“, sagði Weatherby óákveðinn.
„Ég hefi búið á Third Avenue“, sagði
Gosden. „Selt forngripi og allt viðvíkjandi
innanhúss skreytingu“. Aftur kom þetta und-
arlega hljóð, sem minnti á hlátur. „Þetta var
þegar ég hafði verið fenginn til að innrétta
húsasamstæðuna við Beekman Place. Vinur
minn hafði talað við yður . .“
„Auðvitað“, sagði Weatherby hjartanlega.
Hann kom enn ekki fyrir sig nafninu, en
han mundi eftir atvikinu. Það var þegar hann
var að byrja feril sinn sem arkitekt og hélt
að hann gæti rekið stofu upp á eigin spýt-
ur, að hann hafði heyrt um þessi hús í aust-
urhlutanum, sem átti að gera að smáíbúðum.
Einhver kunningja hans í einu af stóru fyr-
irtækjunum, sem ekki hafði viljað taka þetta J
að sér, hafði bent honum á þetta, ef ske
kynni að hann hefði áhuga fyrir því’og lállð
hann hafa nafn Gosden um leið. Hann mundi
óljóst eftir samtalinu við Gosden, hann hafði
staðið þar við fimmtán eða tuttugu mínút-
ur í illa lýstri búðinni, þar sem gömlum hús-
gögnum var staflað saman — mundi, að
honum hafði fundizt þetta tímaspillir, ein
misheppnuð tilraun í viðbót. „Hvað varð um
þetta?“ spurði hann.
„Það varð ekkert úr því“, sagði Gosden.
„Þér vitið, hvernig þetta endar venjulega.
Þeir rifu öll húsin og byggðu hræðilega ljót
sambýlishús þarna, nítján hæða. Það var af-
leitt. Mér leizt mjög vel á hugmyndir yðar.
Ég man mjög vel eftir þeim, allt fram á
þennan dag“. Hvernig hann talaði, minnti
á konu í kokkteilboði — hratt og óstöðvandi,
til þess að halda manninum kyrrum í horn-
inu, eins og kona, sem segir allt, sem kemur
í huga hennar, til þess að maðurinn sleppi
ekki að barnum og skilji hana eftir eina með
engan til að tala við það sem eftir var kvölds-
ins •— það sem eftir var ævinnar. „Ég ætlaði
að fylgjast með starfsferli yðar“, hélt Gosden
fljótmæjtur áfram. „Ég var viss um, að yð-
ar biði glæsileg framtíð, en maður er alltaf
svo önnum kafinn í þessari borg — auðvitað
við eitthvað ómerkilegt — en ég hafði ætl-
að mér . . “ Hann baðaði höndunum vand-
ræðalega og endaði ekki setninguna. „Ég geng
sjálfsagt fram hjá byggingum eftir yður dag-
lega, minnismerkjum hæfni yðar, án þess að
vita af því. . . .“
„Nei, það getur maður víst ekki sagt“, sagði
Weatherby. „Ég fór að starfa við stórt fyrir-
tæki“. Hann sagði manninum nafnið á því,
og Gosden kinkaði alvarlegur kolli, eins og
til að sýna virðingu sína fyrir framkvæmd-
um þess. „Ég vinn svona við hitt og þetta
þar“.
„Þetta hefur allt sinn gang“, sagði Gosden
glaðlega. „Svo að þér eruð einn af þessum
ungu mönnum, sem eruð að koma okkur
vesalings New Yorkbúum öllum í köld og
skínandi glerbúr".
„Ég er nú ekki svo ungur“, sagði Weather-
by og hugsaði dapur, að það væri sannleik-
ur. Gosden sjálfur gat varla verið meira en
svo sem tíu árum eldri en hann. Hann lauk
úr glasinu. Framkoma Gosden, flaustursleg
og áleitnisleg, og ekki laus við tilgerð, gerði
hann vandræðalegan. „Jæja“, sagði hann og
tók fram veskið sitt. „Ég held að ég
verði. . . . “
„Ó, nei, gerið það ekki . . “ Rödd Gosden
varð undarlega angistarfull. „Þá lokar Gio-
vanni flöskunum og hendir mér út. Við skul-
um fá okkur einn til, Giovanni, einn í viðbót.
Gerið það! Fáið yður einn með okkur Gio-
vanni. Þetta seint að kvöldi . . “
„Ég verð að ..“ byrjaði Weatherby, en
sá þá, að Giovanni horfði undarlega fast á
hann, eins og hann vildi koma til hans áríð-
andi skilaboðum. Giovanni hellti í snatri
viskí aftur í glas Waetherby og bourbon í
glasið hjá Gosden og sama í sitt eigið glas.
„Jæja “ sagði Gosden ánægður. „Þetta
var betra. En látið yður ekki detta í hug,
herra Weatherby, að ég gangi um og bjóði
hverjum sem er upp á drykk. í rauninni er
ég sparsamur, má næstum kallast nízkur,
konan mín var vön að segja, að það væri
eiginlega það eina, sem hún hefði út á mig
að setja“. Hann lyfti glasinu hátíðlega, og
löng, grönn hönd hans skalf lítillega. Weath-
erby datt í hug, hvort verið gæti að Gosden
væri of drykkj umaður. „Drekkum hinum
kaldranalegu, einmanalegu, en fögru gler-
byggingum til“, sagði Gosden, „hinum nýju
byggingum New York borgar“.
Þeir drukku allir og Giovanni drakk í
botn, þvoði glasið og þurrkaði án nokkurra
svipbrigða.
„Mér fellur svo vel við þennan stað“, sagði
Gosden og leit í kringum sig á lampana, sem
lýstu daufri birtu, og á límkennd málverkin
á veggjunum. „Það eru sérstakar minningar
bundnar við þennan stað. Ég bar upp bónorð
hér á einu vetrarkvöldi. Við konu mína“,
bætti hann fljótmæltur við, eins og hann
væri hræddur um, að Weatherby mundi
halda, að hann hefði verið að biðja hér konu
annars manns. „Við komum ekki nógu oft
hingað eftir það“. Hann hristi höfuðið dapur.
„Ég veit ekki hvers vegna. Kannski vegna
þess, að við áttum heima í hinum enda borg-
arinnar". Hann dreypti á glasinu og benti á
málverk af sjó og fjöllum á veggnum beint
gegnt þeim. „Ég hafði alltaf ætlað að ferðast
með konuna mína til Nervi. Til þess að sjá
hofið. En eins og Frakkar mundu segja, Hél-
as, við fórum aldrei þá ferð. Ég hélt að við
hefðum nægan tíma — eitthvert annað ár.
Og eins og ég sagði áðan, ég var sparsamur,
og útgjöldin virtust of mikil . . .“ Hann yppti
öxlum og byrjaði aftur að stara ofan í glasið,
eins og til að skyggnast inn í hulda heima,
hélt því milli handa sér og einblíndi í það.
„Segið mér, herra Weatherby“, sagði hann
rólegri og venjulegri röddu, „hafið þér nokk-
urn tíma drepið mann?“
„Hvað“, spurði Weatherby og trúði ekki
sínum eigin eyrum.
,Hafið þér nokkurn tíma drepið mann?“
í þriðja sinn heyrðist þessi undarlegi hálf-
hlátur. „Reyndar er þetta spurning, sem oft
gæti átt við. Það hljóta að vera margir í þess-
ari borg, sem einhvern tíma hafa drepið mann
— t.d. lögreglumenn að skyldustörfum, ó-
gætnir ökumenn, læknar og hjúkrunarkon-
ur við líknarstörf, börn með leikfangabyssu,
hermenn í stríði “
Weatherby leit á Giovanni, en hann sagði
ekkert. Eitthvað var í svip Giovanni, sem
gaf til kynna, að hann vildi að Weatherby
kæmi til móts við manninn.
„Nú“, sagði Weatherby. „Ég var í stríð-
inu. .. . “
„Auðvitað í fótgönguliðinu, og kannski með
byssusting", sagði Gosden með þessari nýju,
einkennilega blæbrigðalausu rödd.
„Ég var í stórskotaliðinu“, sagði Weather-
by. „Það má ef til vill segja, að.. . .“
„Glæsilegur kapteinn“, sagði Gosden bros-
andi, „horfandi í kíki og gefandi fyrirskip-
anir um skothríð á óvinina".
„Það var nú ekki alveg svona“, sagði
Weatherby, „ég var nítján ára og var ó-
breyttur hermaður. Aðalvinna mín var að
grafa skotgryfjur“.
„Samt“, hélt Gosden áfram, „væri hægt að
segja, að þér hafið með vinnu yðar stuðlað
að því að menn væru drepnir“.
„Nú, já“, sagði Weatherby, „það var skot-
ið einhver ósköp. Sjálfsagt hefur það ein-
hvern tíma hæft einhvern".
„Ég var vanur að hafa mjög gaman af
veiðum“, sagði Gosden. „Það var þegar ég
var drengur. Ég ólst upp í Alabama, þó nú
geti enginn lengur þekkt mig af málhreimn-
um. Einu sinni skaut ég gaupu“. Hann saup
hugsandi á drykknum. „En mér varð það
brátt ógeðfellt. Þó hafði ég enga tilfinningu
gagnvart fuglum. Fuglar eru undarlega ill-
viljaðir, eins og fjandsamlegir manninum,
finnst yður það ekki, herra Weatherby?“
. ■' 1 Framhald á bls, 37.
yiKAM 15