Vikan


Vikan - 13.09.1962, Qupperneq 22

Vikan - 13.09.1962, Qupperneq 22
Haustið er gengið í garð. Nú lifa menn ekki á loftinu lengur og fegurð sumars- ins. Nú kemur til ykkar kasta, kæru húsmæður. Vikan kemur til móts við ykkur með uppskriftir, sem Bryndís Steinþórsdóttir, húsmæðrakennari, tók saman. r 3 i e 5 t l n i 1 r í 1 f i i í ■3 GRÆNKÁLS- EÐA SPÍNAT- SÚPA MEÐ RISTUÐU BRAUÐI. 1 lítri kjötsoð eða vatn og kjötkraft- ur, 200 gr grænkál eða spínat, 1 gul- rót, 15 gr smjörlíki, 15 gr hveiti, salt og pipar. Grænkálið er þvegið og soðið í kjöt- soðinu 3—5 mín., tekið upp úr með gataspaða og saxað, látið í pottinn aft- ur ásamt gulrótinni, sem áður er hreins- uð og skorin í bita eða fremur þunnar sneiðar. Smjörlíkið er hrært lint, hveit- ið hrært saman við þar til komin er samfelld bolla, sem látin er út í sjóð- andi súpuna og á að jafna hana af sjálfu sér ef rétt er að farið annars er þeytt örlítið í þar til súpan er sam- felld. Kryddað eftir bragði. — Harð- soðin egg eru góð í þessa súpu, eru þau þá annað hvort söxuð smátt eða skorin í báta. Borin fram með ristuðu brauði eða öðru súpubrauði. HVÍTKÁLSSÚPA MEÐ BRÚN- UÐUM BRAUÐTENINGUM 1 lítri vatn eða kjötsoð, 200 gr hvítkál, 1—2 gulrætur, 1 lítill laukur eða graslaukur, 60 gr smjörlíki, kjötkraftur, salt. Grænmetið er hreinsað og skorið niður fremur smátt eða rifið á grófu járni. Smjörlíkið er brætt í potti og grænmetið soðið þar í nokkra stund, þá er sjóðandi vatni eða kjötsoði hellt yfir og soðið 10—15 mín. Kryddað eftir bragði. Borin fram með súpubrauði eða brúnuðum brauðteningum, sem búnir eru til þannig að 3—4 hveitibrauðssneiðar eru skornar í jafna teninga. 1 msk. af smjörlíki er látin á pönnu og brauðið brúnað í þar til það fær gul- brúnan lit. Gott er að hagnýta þannig brauð sem byrjað er að harðna. GÓÐ SOÐSÚPA. 5—6 dl sterkt kjötsoð, 2 eggjarauður, (salt ef þarf). Bragðmesta kjötsoðið fæst með því að sjóða nautabein. Beinin eru söguð fremur smátt og sé kjöt á þeim er betra að skera það frá og saxa smátt. Beinunum er raðað í pott, kjötið látið yfir ásamt salti og köldu vatni sem tæp- lega flýtur yfir beinin. Þegar suðan kemur upp er froðan veidd ofan af með gataspaða. Soðið í 2—2% klst. Síað á þéttum soðnum klút. Sé soðið mjög feitt er betra að láta það kólna, þá næst fitan betur af. — í staðinn fyrir kjötsoð er einnig hægt að fá mjög gott soð af grænmeti. Einnig er ágætt að þynna út niðursoðinn kjöt- kraft og láta suðuna koma upp eða nota t. d. þurrkaðan kjötkraft (kjötduft sem fæst í dós- um) á sama hátt. — Eggjarauðurnar eru hrærð- ar með dálitlu salti í súpuskálinni og sjóðandi heitu kjötsoðinu þeytt þar saman við. Borið fram í súpubollum eða djúpum súpuskálum, því nauðsynlegt er að súpan haldist vel heit, hvort sem hún er borin fram sem fyrsti réttur til miðdegisverðar eða sem hressandi drykkur milli máltíða. SVEPPASÚPA. 125 gr nýir sveppir, 20 gr smjör, 1% 1 kjöt- soð eða vatn og kjötkraftur, 30 gr smjörlíki, 30 gr hveiti, 1—2 eggjarauður, salt. Sveppirnir eru þvegnir undir köldu rennandi vatni, burstaðir ef þarf og skemmdir skornar af ásamt því neðsta af rótinni hafi það ekki þegar verið tekið. Mörgum þykir betra að setja örlítinn sítrónusafa á sveppina en það má ekki vera svo mikið að sveppabragðið minnki. Svepp- irnir eru skornir í 2—4 hluta eftir stærð og soðnir eða létt brúnaðir í smjörinu um það bil 10 mín. Heitu kjötsoðinu hellt yfir og súpan jöfnuð á sama hátt og áðurnefnd grænkálssúpa. Eggjunum má sleppa, en þau gera súpuna ljúf- fengari. KAKAÓBRAUÐSÚPA MEÐ ÞEYTTUM RJÓMA. 200 gr rúgbrauð, 114 1 vatn, 20 gr kakaó, ca. 50 gr sykur, 1—2 dl þeyttur rjómi. Brauðið er skorið í sneiðar eða bita og lagt í bleyti, síðan soðið við hægan hita þar til það er meyrt og hellt í gegn um gatasigti ef með þarf. — Kakaói og sykri er blandað saman og hrært út í súpuna sem síðan er soðin þar til hún er vel jöfnuð. Borin fram vel heit með þeyttum rjóma. — f staðinn fyrir kakaó er gott að hafa maltöl eða hvítöl til bragðbætis í súpuna. — Þannig er gott að hagnýta brauðafganga og sé brauðið mjög seytt er betra að hafa nokkum hluta af því hveiti eða heilhveitibrauð. \ KAKAÓ- EÐA SÚKKULAÐISÚPA. % 1 mjólk, 80 gr súkkulaði eða IV2 msk. kakaó, 1 msk. sykur, 1 tesk. kartöflumjöl, 14 1 vatn. — 1 eggjarauða, 1 msk. sykur, salt, vanilja. Mjólkin er hituð og súkkulaðið brætt þar í sé það notað, annars er kakaói, kartöflumjöli og sykri blandað saman, hrært út með !4 lítra af köldu vatni og súpan jöfnuð með því, suðan látin koma upp. Eggjarauðan er þeytt með einni msk. af syltri í súpuskálinni og sjóðandi súpunni þeytt saman við. Bragðbætt ef vill með salti og vaniljudropum. Gott er að stífþeyta eggja- hvítuna og láta hana með skeið ofan á súpuna. 1 Sé heitur ofn við hendina er súpuskálin látin bíða þar til hvítan hefur fengið gulbrúnan lit. (T. d. meðan verið er að borða kjöt- eða fisk- réttinn). EGGJAMJÓLK. 2 eggjarauður, 2 msk. sykur, IV2 1 mjólk, 2 tesk. kartöflumjöl, V2 stöng vanilja eða dropar, salt, 2 eggjahvítur. Eggjarauðurnar eru þeyttar í súpuskálinni með sykrinum þar til þær em léttar og ljósar. Kart- öflumjölið er hrært út með 1—2 dl af mjólk- inni en það sem eftir er hitað ásamt vanilju- stönginni sé hún notuð. Þegar mjólkin sýður er hún jöfnuð með kartöflumjölinu og suðan látin koma upp því næst er henni þeytt smátt og smátt saman við eggin og bragðbætt með vaniljudropum hafi ekki verið notuð vanilju- stöng, en í staðinn fyrir vanilju er gott að láta 1—2 msk. af Sherry í súpuna en það er haft einkum við betri tækifæri. (Salt sett í ef súpan er of dauf). Eggjahvíturnar eru þeyttar og látn- ar ofan á súpuna með skeið, rétt áður en hún er borin fram, í því tilfelli má einnig láta skálina inn í volgan ofn eins og áður er nefnt með kakaósúpuna. f eggjamjólk er einnig gott að sjóða rúsínur eða sveskjur, sem eru þá áður lagðar í bleyti og síðan soðnar í mjólkinni. SÚRMJÓLK. Köld súrmjólk er góð og holl til drykkjar, í heitar og kaldar súrmjólkursúpur eða ábætis- rétti og einnig í margskonar bakstur, (þar eykur hún lyftingu brauðsins). — Sé mjólkin samfelld er ekki ástæða til að þeyta hana og er hún þá oftast borin fram með púðursykri og korn- flexi, rifnu rúgbrauði eða haframjölshringjum. Við betri tækifæri og til að aúka næringargildi mjólkurinnar er gott ar hræra 1—2 eggjarauð- ur í súpuskálinni með sykri og ef til vill vanilju. Þar saman við er súrmjólkinni þeytt. Gott er að blanda þeyttum rjóma saman við eða ef afgangur er til af vaniljuís gerir það réttinn ennþá ljúffengari. Saman við súrmjólk er einn- ig mjög gott að hafa niðurskorna ávexti hvort sem er nýja eða niðursoðna, einnig smátt saxað grænmeti ( t. d. grænkál og blaðsalat). SOÐINN FISKUR. Fiskurinn er ein af okkar eggjahvítu- ríkustu fæðutegundum og jafnframt sú fæðutegund sem við borðum mest af eða ættum að neyta af fyrrnefndum orsökum og einnig sakir vörugæða og verðs. Bezt er að sjóða fisk í sem minnstu vatni en það kostar pott með þéttu loki, en sé hann ekki fyrir hendi, er ágætt að sjóða fiskinn á gufurist. Þá er fiskinum raðað á gufurist með dá- litlu vatni undir. Saltinu stráð yfir fisk- inn og dálítill sítrónusafi látinn á hvert stykki, það gerir fiskinn stinnari og bragðbetri og næringarríkari. Á stærri heimilum er kannski erfitt að koma þessu við og er þá fiskurinn soðinn settur í sjóðandi vatn með salti og dá- litlu ediki sé hann sundurlaus, annars er því sleppt. Þegar suðan kemur upp er slökkt undir pottinum og látið bíða í 10—12 mín., þá eiga fiskstykkin að vera gegnumsoðin, séu þau um 5 cm þykk. Sé aftur á móti um einstaklinga eða lítil heimili að ræða er gott að sjóða fiskinn í eldföstu móti yfir kart- öflupottinum. Valið er grunnt eldfast mót með loki og þarf það jafnframt að falla á kartöflupottinn sem lok, mótið er smurt og fiskstykkjunum raðað í, bragðbættum með salti og ef til vill sítrónusafa, lokið sett á og látið yfir kartöflupottinn. Fiskur og kartöflur þurfa þá sama suðutíma. Einnig er ágætt að sjóða fisk í aluminíumpappír, sérstaklega ef um smá stykki er að ræða, þá eru fiskstykkin vafin í papp- I | I l f f I t ( t VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.