Vikan - 13.09.1962, Síða 25
REYKT SÍLD.
3—4 reyktar síldar, 3—4 sneiðar rauðrófur,
2 epli, 2 egg, grænkál, steinselja eða gras-
laukur, olíusósa (mayonnesse).
)>=5^^5íS»^^>^^í^^í^>^í=Ö?a=öí=í)5í=C>>==í>5í=ö>=í)5ö=Ö5^£)>=S)>=í)>=S)S«=£l>=ö@.
SÍLD í FRANSKRI SÓSU.
írinn hvert fyrir sig eftir að hafa verið
hreinsuð og söltuð. Soðin í kartöflu-
eða grænmetispottinum um það bil 15
mín., það fer eftir stærð stykkjanna.
»«
SÍLDARRÚLLUR.
8 síldar, nýjar, 1 saxaður laukur,
1..2 msk. rifin piparrót, 2—3 msk.
smátt klippt steinselja, Vi dl tómat-
kraftur, IV2 msk. edik, 2 msk. smjör-
líki, 3 msk. brauðmylsna, 1 tesk. salt,
Vi tesk. pipar.
Síldin er hreinsuð og smá skurðir
skornir í roðið. Saxaður laukur, pipar-
rót og steinselja látin í hvert flak og
þeim síðan rúllað upp frá breiðari end-
anum. Raðað í vel smurt eldfast mót.
Tómatkrafti og ediki blandað saman
og hellt yfir. Smjörlíkið látið í bitum
jafnt yfir og fatið látið í 250 gráðu
heitan ofn um það bil 7 mín. Þá er
brauðmylsnunni sem áður er blönduð
með salti og pipar stráð yfir og síðan
bakað í 15 mín. Borið fram með soðn-
um kartöflum eða kartöflusalati.
FISKBAKSTUR.
V2 kg fiskiflök, ýsa eða rauðspretta,
salt, 1 lítil dós aspas, 1 pakki (lítill)
hraðfrystar rækjur.
SÓSAN.
30 gr hveiti, 30 gr smjörlíki, 2 dl
mjólk, 2 eggjarauður, salt og sítrónu-
safi.
Fiskurinn er skorinn í fremur smá
stykki og raðað í smurt eldfast mót.
Salti stráð yfir. Aspasinu og rækjun-
um raðað jafnt yfir. — Mjólkin er
soðin, smjörlíkið hrært lint, hveitið
hrært saman við og mjólkin jöfnuð með
2 síldar (saltsíldar), 2 msk. matarolía,
2 msk. edik, 2 msk. vatn, 2 msk. tóm-
atkraftur, 2 msk. sykur, pipar á hnífs-
oddi, 2 epli, 2 litlir laukar, 2 msk.
saxaðar rauðrófur, 1 msk. saxaðar
asíur.
Síldin er afvötnuð og hreinsuð. Sé síld-
in sölt er gott að leggja flökin í mjólk
nokkra stund en þá er nauðsynlegt að
láta síga vel af þeim og þerra þau t. d.
með eldhúspappír. Flökin eru skorin
á ská í meðalstór stykki (3—4 cm
breið). Olíu, ediki, vatni, tómatkrafti,
sykri og pipar blandað saman og hellt
yfir sildina, sem áður er raðað í djúpt
aflangt fat. Látið bíða um það bil 2
klst. — Eplin eru flysjuð og skorin í bita
og laukurinn saxaður smátt. Látið í
randir yfir síldina ásamt rauðróf-
um og asíum, eftir því sem litirnir
fara bezt saman. Einnig er gott að hafa
harðsoðin söxuð egg hér með, þá er
fallegast að saxa rauður og hvítur sitt
í hvoru lagi. — Skreytt með söxuðum
graslauk eða steinselju (persilju). Bor-
ið sem fyrsti réttur til miðdegisverðar.
Þá er gott að hafa heitar kartöflur með.
Einnig gott sem sjálfstæður réttur
á kalt borð eða með brauði til kvöld-
verðar.
Síldin er hreinsuð og skorin í bita. (Hvert flak
í 4—5 stk.). Rauðrófurnar eru skornar í mjóar
ræmur og eplin eru flysjuð og í aflanga bita.
Eggin eru harðsoðin og skorin í sneiðar. Lagt
í raðir á fatið, skreytt með olíusósu (mayonn-
esse) og að síðustu er grænkál, steinselja eða
graslaukur klipptur yfir. Gott með rúgbrauðs-
samlokum.
STEIKT SÍLD.
8 litlar síldar, nýjar, 8 sardínur í olíu, sinnep,
3 msk. hveiti, 1 tesk. salt, pipar á hnífsoddi, 150
gr smjörl., 4 tómatar, piparrót, soðnar kart-
öflur.
Síldin er hreinsuð, skorin hryggmegin og inn-
yflin tekin úr. Skoluð vel. Þerruð á stykki eða
eldhúspappír. Ein sardína er lögð á hvert síldar-
flak og þau síðan lögð saman, smurð með þunnu
lagi af sinnepi, velt upp úr hveiti, salti og pipar
og steiktar í smjörlíkinu við fremur hægan hita.
Þegar síldin er gegnumsteikt, er henni raðað
á heitt fat og pannan þurrkuð, afgangurinn af
smjörinu bræddur og tómatarnir sem áður eru
þvegnir, skornir í tvennt og steiktir. Raðað á
fatið hjá síldinni og piparrót rifin yfir. Heitar
kartöflur og smjörlíkið sem eftir er á pönnunni
borið með.
VIKAN 25