Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 31
byggilega ekki á henni að svara þér.
Anna Vilfriöur Skarphéðinsdóttir
frá Akureyri var í þvotti, þegar ég
kom i húsið með rauða þakinu. En
hún kom bráölega á stjá, ung kona
og vel vaxin. Mætti segja mér, að
hún hefði þótt bærilegur aðdráttur í
Mývatnssveit.
— Hvernig lagðist það í þig,
Anna Vilfríður, að flytjast frá Ak-
ureyri í Mývatnssveit?
— Ég var nú ekki mjög hrifin af
þvL Að vísu hef ég ekki reynslu af
því að vera með mann og böm í
kaupstað, en ég held, að þrátt fyrir
allar framíarir, sé miklu erfiðara að
vera húsmóðir i sveit.
— Eru heimilistæki aimennings-
eign hér í sveitinni?
— Aðeins þvottavélar, en ekki
kæliskápar og hrærivélar. Við höf-
um rafmagn frá dieselstöð og kann-
ske lagast þetta, þegar við fáum Lax-
arrafmagn. Annars stendur ekki á
því að karlmennimir geti keypt vél-
ar til sinna þarfa og það á hverju
ári.
— Hugsa ekki karlmenn fyrst og
fremst um sjálfa sig hér eins og ann-
ars staðar?
— Ábyggiiega, þeir gera það víst
alls staðar. Að minnsta kosti hef ég
ekki náð þeim tökum á mínum
manni, sem með þarf.
— Og nærð þeim þá liklega ekki
héðan af.
— 0, það skaltu nú ekki segja.
— Hvernig var það á Akureyri,
Anna, fór ekki orð af því þar, að
Þingeyingar væm montnir.
— Jú, og þeir luma lika á því.
Annars líkar mér mjög vel við fólk-
ið hérna og ég vildi ekki verða af
félagslífinu. Sérstaklega á veturna.
Þá eru hjónaböll og þess háttar
skemmtanir. Á sumrin er svo mikið
af krökkum á skemmtunum í Skjól-
brekku, að ég kann ekki við mig.
— Og þú mundir sjá eftir því að
flytja úr Mývatnssveit?
— Já, að sumu leyti. Ég mundi
sjá eftir mörgu, til dæmis silungn-
um, sem er hér upp við land. Það
er hægt að ná honum á stöng, en
við höfum net og veiðum nóg til
matar, nema nú að undanförnu, að
veiðin hefur verið miklu minni.
— Ferðu oft í kaupstað?
— Svona einu sinni til tvisvar á
ári til Akureyrar, en síðan ég gifti
mig, fyrir fjórum árum, héf ég aldr-
ei farið til Reykjavíkur.
Það var ekki hægt að tefja Önnu
Vilfríði lengur frá þvottinum. Hún
vísaði okkur á túnblett austur í
hrauninu, þar sem maður hennar,
Hallgrímur Þórhallsson, mundi vera
við heyskap. Það stóð heima; hann
var þar ásamt Einari bróður sínum
við hirðingu. Hallgrímur virðist
vera rúmlega fertugur og heldur
viðskotaillur. Hefur hann ef til vill
rennt grun í, að við kæmum innan
úr bæ frá frúnni. Að minnsta kosti
var lítið upp úr honum að hafa, en
Einar bróðir hans var mun þægilegri
í viðmóti.
Ég spurði þá bræður, hvort þeir
teldu Voga erfiða jörð til ábúðar og
þeirri spurningu svaraði Hallgrím-
ur:
— Vogar eru erfið jörð. Það er
þrotlaust erfiði. Til þess duga aðeins
hörkutól og afkomendur norrænna
víkinga.
Svo var hann farinn.
Reykjahlíð stendur við norðaust-
urhorn Mývatns og þangað er stað-
arlegt heim að líta. Heimaland
Reykjahlíðar nær allt suður til
Vatnajökuls og heyrt hef ég, að eft-
irlæti Reykjahlíðarmanna hafi ver-
ið að segja frá því, að jörðin sé að-
eins stærri en Árnessýsla. Annars
gleymdi ég að spyrja þá að því.
Vatnið er tæpast viðlíka fagurt
við Reykjahlíð og það er sunnar með
ströndinni, en fjallið á bak við það
er fallegt í margvíslegum brúnum
tilbrigðum og bætir hitt upp. Það er
nánast orðið þorp í Reykjahlíð og
fjöldi gesta, bæði í tjöldum og á
báðum hótelunum. Maður heyrir
vegfarendur mæla ensku, frönsku
eða þýzku; langflestir gestanna á
hótelunum í Reynihlíð og Reykja-
hlíð eru útlendingar.
Ég skoðaði bæði þessi hótel og get
ekki annað sagt en að þau séu til
fyrirmyndar, svo langt sem þau ná.
En ferðamannastraumurinn er bund-
inn við mjög stuttan tíma og það
gerir hótelrekstur ákaflega erfið-
an. Arnþór hótelstjóri í Reynihlíð,
ungur maður og geðþekkur, talaði
um, að æskilegt væri að geta lengt
þennan tíma með einhverju móti og
helzt þyrfti að koma upp skíðahóteli
yfir veturinn. Það væri þó ógjöm-
ingur með núverandi samgöngum
og mundi líklega ekki vera hægt
nema með því móti að fá flugvöll
og flugsamgöngur. Fyrir allt venju-
legt fólk eru brekkurnar í Reykja-
hlíðarfjalli nægar og ekki skortir
snjóinn að jafnaði, en skíðaköppum
mundi þó líklega þykja heldur lít-
ið færzt í fang.
•
Pétur í Reynihlíð er stórmógúll
í Mývatnssveit. Hann er eigandi að
hótel Reynihlíð, nýbakaður hrepp-
stjóri og þar að auki vegavinnuverk-
stjóri í sveitinni.
— í mínu ungdæmi komu útlend-
ingar talsvert til Mývatns, sagði Pét-
ur, — og reyndar alltaf síðan. Áður
þurfti að fara með ferðamönnum
austur að Jökulsá til þess að ferja
þá yfir. Þangað eru 36 km og þessu
varð að sinna, því þetta var lög-
ferja. Grímsstaðir eru rétt hinum
megin við ána, en það var ekki ör-
uggt að þangað heyrðist þótt ferða-
menn kölluðu. Þetta lagðist af, þeg-
ar síminn kom. Þá var hringt í
Grímsstaði.
— Hefur ætt þín búið í Reykja-
hlíð frá ómunatíð?
— Afi minn og faðir komu til
Reykjahlíðar árið 1895 frá Svartár-
koti í Bárðardal. Þá var greiðasala
hér og ekki veit ég hversu lengi það
hefur verið. Ég fékk veitingaleyfi
1943. Hafði búskap um tíma, en er
hættur því. Svo hef ég mann við
hótelið. Ég hef ekki verið hótelstjóri,
það er misskilningur. Ég er eigandi.
Og nýorðinn hreppstjóri.
— Líklega er kjarninn úr Þing-
eyingum hér við Mývatn, Pétur.
— Ekki veit ég það nú. Það er
svo rnikil blöndun og aðflutningur.
Af húsfreyjum sveitarinnar eru þrjá-
tíu aðfluttar, en aðeins þrír karl-
menn ef maður tekur húsráðendur.
— Leiðist þér annars staðar en
hér?
— Ég uni mér alls staðar þar sem
eitthvað er að gera og gæti jafnvel
hugsað mér að flytja héðan. En í
Reykjavík leiðist mér, nema þá helzt
á Þjóðskjalasafninu. Ég hef stundum
verið þar að draga saman ýmsar
heimildir um sveitina hérna.
— Hvað segir hreppstjórinn um
afkomu manna í Mývatnssveit?
— Fólkið kemst yfirleitt vel af.
Jarðirnar eru 25 en ábúendur á
þeim 64. Það vantar lítið á, að þrír
bændur séu á hverri jörð. Á síðasta
ári voru seldir 327.501 lítrar af
mjólk og íargað var 7813 dilkum.
Sauðfjárbúskapurinn er í góðu lagi
og góðar afurðir af hverri vetrar-
fóðraðri á. Svo hafa menn ýmsar
aðrar tekjur. Á síðasta ári seldu
bændur í Mývatnssveit 7939 kg af
silungi, 16.253 andaregg og rúmlega
50 þúsund hænuegg.
Sem sagt: Það drýpur smjör af
hverju strái. Lengra varð samtalið
ekki við stórmógúlinn í Reykjahlíð,
því hann burtkallaðist til þess að
gera við brú, sem hafði bilað.
•
Degi er tekið að halla, þegar við
höldum vestur með vatninu norðan-
verðu. Nú er hægt að aka hringinn.
Útsýnið er víðáttumeira og bæirnir
hinum megin við vatnið sýnast alveg
niðri i vatnsborðinu.
Ungur maður, Kjartan á Gríms-
stöðum, ferjaði okkur út í Slútnes.
Það er tíu mínútna ferð og vatnið
er svo grunnt, að utanborðsmótor-
inn hrærir í botnleðjunni. Fjölskrúð-
ugri gróður mun vandfundinn á ís-
landi en sá, sem verður á vegi manns
í Slútnesi og útsýni þaðan er dáfag-
urt. Kjartan á Grímsstöðum kvaðst
ætla sér það hlutskipti að búa þar.
Segist ekki geta hugsað sér að flytja
úr sveitinni.
Vindbelgur. Vagnbrekka. Neslönd.
Síbreytilegt útsýni. Vogur hvítur af
álftum. Ef þessi staður væri til dæm-
is í nánd við Kaupmannahöfn. Eng-
inn maður í hinum siðmenntaða
heimi mundi komast hjá því að
þekkja hann út og inn. Danir mundu
ekki minnast á annað í ferðamanna-
áróðri sínum. Þeir mundu raða lúx-
ushótelum á þessa dýrlegu vatns-
bakka. Milljónerar mundu kaupa
landskika í nánd við þann stað fyrir
svimandi upphæðir. Túristar hvað-
anæva úr veröldinni mundu þyrpast
þangað, fylla lautirnar í hrauninu,
hólmana á vatninu og það yrði
krökkt af lystibátum.
En hvað yrði þá eftir af náttur-
unni?
Að minnsta kosti ekki það Mý-
vatn, sem nú er svo til óþekkt og
óáreitt uppi á hálendi Norðurlands.
•
Hringurinn lokast við Arnarvatn,
þar sem Laxá liðast út úr vatninu
milli viði vaxinna hólma. Mýflugan
suðar í logninu og þó er hún hreinn
hégómi núna miðað við það sem
mest getur orðið. Um þá plágu kvað
Illugi skáld:
Af öllu hjarta ég þess bið
andskotann grátandi,
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta helvítið.
En hún er ekki farin í það svarta
enn.
Gísli Sigurðsson.
VIKAN 31