Vikan


Vikan - 13.09.1962, Page 39

Vikan - 13.09.1962, Page 39
flýtti sér að dyrunum og átti bágt með að hlaupa ekki. Hann hljóp upp stigann, því að lyftan gekk of hægt fyrir hann. Hann opnaði stálhurð- ina að íbúðinni sinni og sá að það var ljós í svefnherberginu. „Ert það þú, elskan?“ heyrði hann konu sína kalla svefnþnmginni röddu frá svefnherberginu. „Ég kem strax,“ sagði Weatherby. „Ég er að loka.“ Hann setti vara- slána fyrir, sem þau trössuðu allt- af að nota og gekk svo varlega, án þess að flýta sér, eins og það væri hvert annað venjulegt kvöld, yfir teppið í dimmri dagstofunni. Dorothy var háttuð, það var ljós á lampanum á náttborðinu og blaðið, sem hún hafði verið að lesa, lá á gólfinu við rúmið. Hún brosti syfju- lega til hans. „Þú átt lata konu,“ sagði hún um leið og hann byrjaði að hátta. „Ég hélt að þú ætlaðir í bíó“, sagði hann. „Það gerði ég líka. En ég sofnaði aftur og aftur svo að ég fór bara heim,“ sagði hún. „Á ég að færa þér eitthvað? Mjólkurglas, eða kex?“ „Mig langar bara til að sofa,“ sagði hún og velti sér á bakið, breiddi sængina upp að höku. Hár hennar lá laust á koddanum. Hann fór í náttfötin, slökkti ljósið og lagðist í rúmið hjá henni. Hún lyfti höfð- inu og lagði það á öxl hans. „Viskí,“ sagði hún letilega. „Því hefur fólk svona mikið á móti því? Lyktin er dásamleg. Var þetta erf- iður dagur, elskan?“ „Ekki sérlega,“ sagði hann í gegn- um svalt hár hennar á andliti hans. Hún umlaði eitthvað og var brátt sofnuð. höndum tekið að komast frá Hong- Hann lá vakandi um stund, hélt henni blíðlega í faðmi sér og hlust- aði á kæfð hljóðin neðan frá göt- unni. Guð, forða oss frá slysum, hugsaði hann, og lát oss læra að greina hin aðskiljanlegu hljóð borg- arinnar. Björninn dreymandi Framhald af bls. 13. og skáld að upplagi, auk þess blaða- maður og fréttaritari ýmissa blaða og tímarita í hinum frjálsu Austur- löndum, svo og sérfræðingur um val og samsetningu kínverskra rétta. Hann var lágvaxinn og fíngerður með koldökk augu og leit út fyrir að vera um fimmtugt, en var að- eins þrjátíu og fimm ára að aldri. Enda þótt hann væri málstirður á enska tungu, tókust þegar með okkur kunnugleikar góðir, og áður en tíu mínútur voru liðnar, var hann búinn að segja okkur ævisögu sína. Og kvöldverðurinn, sem hann lét bera á borð fyrir okkur, myndi vel hafa hæft keisaralegum manda- rín — og kostaði þó ekki meira en ódýr máltíð á Borginni. Það var orðið krökkt af þjónustu- liði kringum borðið okkar, og var öllum mikið í mun að láta okkur heyra æviatriði sín og örlög á ill- skiljanlegu samblandi af kínversku og ensku. Raunar var saga flestra svipuð: óþolandi áþján og kúgun, flótti undan hinum rauðu harðstjór- um, barátta við hungur og skort í Hongkong, þ.e.a.s. borginni, eyrir lagður við eyri, þar til hægt var að sleppa úr landi til hins frjálsa heims. Og allir þóttust þeir hafa himin kong austursins til Hongkong í London undir handleiðslu Bjarnar- ins dreymandi, hins fræga landa þeirra, Chong Mong Yong. Dadinah leit á mig. „Það væri nógu gaman að heyra ævisögu hans“, sagði hún. Við spurðum Tang litla, hvort Mr. Yong myndi vera viðstaddur. Hann kinkaði kolli og benti með lotning- arsvip á lokaða hurð skammt frá okkur. „Hann er þarna“, hvíslaði hann. „Viltu fara til hans og spyrja, hvort hann megi vera að því að tala við okkur svolitla stund?“ sagði ég. Hann leit skelkaður á mig. „Það þoi'i ég ekki“. „Nú, er hann svona ægilegur?" „Nei, nei, nei — voða góður . . en betra, að Mr. Wu fari“. Andartaki síðar kom að borði okk- ar austurlenzkur herramaður, stór- um líkari lærðum doktor en veit- ingahússeiganda. Heilsaði hann okk- ur með ljúfmannlegri hæversku og brosti til okkar, eins og hann væri að fagna gömlum vinum. „Mætti mér veitast sú ánægja að gera eitthvað fyrir ykkur?“ mælti hann á prýðilegri ensku, þó með að- laðandi, útlendum hreim. „Já, sannarlega,“ sagði Dadinah, „okkur langar að heyra ævisögu yðar“. Það var ekki laust við að fát kæmi á Mr. Young, en meðfædd prúðmennska hans varð skjótt yfir- sterkari. „Sjálfsagt“, svaraði hann, eins og þetta væri ekki annað en venjuleg þjónusta við gesti matsölu- hússins. „En það gæti tekið dálítinn tíma. ...“ Hann horfði á okkur eilítið hugsi; það var eins og hann langaði til að segja eitthvað, en kæmi sér ekki að því. „Við verðum að halda þessa stund hátíðlega“, sagði hann loks. Þvínæst sneri hann sér að yfirþjón- inum og mælti nokkur orð á kín- versku. Að vörmu spori birtist þjónn með freyðandi kampavín af beztu tegund, og Mr. Young skenkti sjálf- ur í glösin. Saga hans var ævintýri líkust. Ár- ið 1908 fæddist Chong-fjölskyldunni sonur, er nefndur var Mong Yong eða Björninn dreymandi. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum, þar til hann varð þrettán ára gamall, en var frá bernsku eirðarlaus og fullur af útþrá. Snemma vaknaði sú þrá í brjósti hans að fara til London og stofna þar glæsilegasta, kínverska veitingahúsið í heiminum. Að vísu hafði hann litla hugmynd um, hvað London var í raun og veru, en hús- ið stóð ljóslifandi fyrir hugskots sjónum hans, prýtt marglitum dreka- myndum. Skyldu færustu listamenn Kínaveldis skreyta það utan og inn- an og óviðjafnanlegir dýrgripir glitra í ljósadýrð fagurra sala. Með þennan draum í huga yfirgaf hann foreldra sína og hélt út í heim. Varð Singapore fyrsti áfangastaður- inn á hinni löngu leið, er hann átti fyrir höndum. Dvaldist hann þar um sex mánaða skeið og hafði ofan af fyrir sér með því að selja hrísgrjón í karrýsósu og ók vöru sinni á hjól- börum um strætin. Hann var enn ekki orðinn fjórt- án ára, þegar hann komst á skip, sem fór frá Singapore til Rotter- dam haustið 1921. Þaðan komst hann til Englands og leitaði uppi frænda sinn einn, er átti litla, kínverska matstofu í London. Tók gamli mað- urinn hann upp á arma sína, en ekki YOKOHAMA er elzti hjólbarðaframleiðandi Japans og býður því upp á mikla reynslu í gerð hjólbarða. YOKOHAMA framleiðir hjólbarða og slöngur fyrir allar gerðir bifreiða — bifhjóla, landbúnaðarvéla o. s. frv. MARGAR GERÐIR — MÖRG MYNZTUR. YOKOHAMA TRYGGIR GÆÐIN, Einkaumboð: ASÍUFÉLAGIÐ H.F. Hafnarstræti 11. Reykjavík. Sími 10620 YIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.