Vikan


Vikan - 25.10.1962, Page 3

Vikan - 25.10.1962, Page 3
VIKAN ogtaeknin HARMONIKU- BÍLSKÝLI. Fyrirtæki eitt, brezkt, er nú farið að framleiða „harmoniku-bílskúra" sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Er þar um að ræða sterka plast- þekju, spennta á járngrind, sem fest er við húsvegg, er myndar þá eina hliðina, og brotin saman upp að veggnum, þegar skýlið er ekki í notkun. Annars má fella það niður, annað hvort alveg eða að eins miklu leyti og þurfa þykir. Er þarna um að ræða hið handhægasta skjól fyrir bílinn gegn regni og hríð, þar sem ekki er rúm fyrir venjulegan bíl- skúr. Kynni einhver að vilja kynna sér gerð þessa af bílskýlum nánar, kall- ast þau „Carquad" og eru framleidd af Vickers Todd & Dawson Lmt., Burgess Hill, Sussex, Englandi, og geta þeir þá snúið sér bréflega til þeirra. Annars virðist smíði þeirra svo auðveld og einföld, að framleiða mætti þá hér á landi — auðvitað að fengnu leyfi hinna brezku framleið- enda, sem að öllum líkindum hafa bréf upp á einkaréttinn. Listin — ekki hvað sízt myndlist- in — getur tekið á sig mörg form og sköpunarmáttur listamanna leit- að útrásar á ýmsan hátt. Howard Munce, í Bandaríkjunum, tekur gamla nagla, sem áður hafa verið að festa járnbrautarteina, sú þriðja vatnaskrímsli nokkurt, og er þess ekki getið hvort þar muni komið hið fræga skrímsli frá Lock Nesh — eða kannski Kataness- skrímslið. ★ LIST ER ÞAÐ LÍKA . . . . LÓÐRÉTT FLUGTAK OG LENDING - SC. 1. sagar þá og klýfur með ýmsu móti, beygir þá og vindur, unz þeir taka á sig það form, sem nægir honum til tjáningar. Þess skal getið, að þessi verk hans eru nú á sýningum í frægum „sölum“ víðs vegar um Bandaríkin og „vekja almenna at- hygli“. Þess skal getið, lesendum til nokkurrar glöggvunar, að fyrsta myndin — þ.e. fyrsti naglinn — á að tákna „baseballleikara", önnur leik- fimismann í stökki yfir „kistu“ og „Við getum ekki stært okkur af að hafa náð valdi á fluginu fyrr en okkur er fært að hefja okkur lóðrétt frá jörðu af ekki stærri blettum en flugkosturinn er sjálfur, haldið honum kyrrum í lofti, eftir því sem okkur býður við að horfa, fljúga jafnt aftur á bak og áfram og lenda síðan lóðrétt við sömu skilyrði og við flugtakið", segir einn af kunn- ustu sérfræðingum Breta í flugi. Með öðrum orðum — maðurinn verður að geta talizt jafnoki krumma gamla í lofti, áður en kallast full- fleygur, en allar þessar listir getur sá svarti leikið og vel það, þótt stirð- fleygur sé hann aftur á bak. Síðan í lok síðari heimsstyrjald- ar hefur verið unnið látlaust að smíði flugvéla, sem fullnægt geti öllum þessum kröfum — en þrátt fyrir alla tæknina, verður ekki sagt, að það hafi tekizt fyllilega. Að und- anförnu hafa komið fram margar gerðir flugvéla, sem fullnægt hafa kröfunum að meira eða minna leyti, en engin, sem fullnægir þeim að öllu leyti. Nokkrar þeirra þurfa mun styttri braut til flugtaks en venju- legar vélar, og geta einnig flogið tiltölulega hægt, en yfirleitt bitnar það þá á flughraðanum. Það skal þegar tekið fram, að hér er ekki átt við þyrilvængjur eða svifþyrlur, sem að vísu geta hafið sig til flugs og lent lóðrétt, og þyrilvængjumar einnig haldið kyrru fyrir í lofti, en eru bæði mun hægfleygari og dýrari í rekstri en aðrar gerðir. Sú flugvélargerð, sem telja má að einna næst hafi komizt því að full- nægja fyrrnefndum kröfum enn, er brezka VTOL-þotan SC. 1, sem hér birtast myndir af. Að vísu flýgur hún ekki aftur á bak. En hún nær mjög hröðu, lóðréttu flugtaki og getur einnig lent lóðrétt, „situr“ kyrr i loftinu og getur flogið lárétt með 250 hnúta hraða. Til hins lóðrétta flugtaks og lendingar er hún búin fjórum þotuhreyflum, og má halla stútunum um 35 gráður, en fimmti hreyfillinn, aftast í vélinni, knýr hana áfram í láréttu flugi. Eins og myndirnar sýna, er þessi flugvél ekki beinlínis rennileg — en það er krummi gamli ekki heldur í lofti, og satt bezt að segja, er ekki laust við að nokkur svipur sé með þeim. VIKAK Útgefandi; ililmir h.f. Hitstjóri: Gísll Sigurðsson (ábm.). Framkvíemdastjórj: Hiimar A. Krisíjánssbn, Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33, Sírnar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreífing, ’Caugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Oskar Karlp- son. Verð i lausasölu kr. 20. Áskrifi- arverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greíðist;íyrírfram. Prentun: Hilmi'r h.f. Myndarnót: Rafgraf h.f. FORSIÐAN PRINZINN okkar, sem við ætlum að gefa einhverj- _ um lescnda Vikunnar í jólagjöf, bíður óþolinmóður eftir hinum nýja eiganda. Ekki á hann þó illa ævi hjá okkur, því hann er aðallega notaður til að flytja fallegar stúlkur á fallega staði, þar sem hægt er að mynda hann fyrir lesendurna. Hér sjáið þið tvær slíkar stúlkur, Önnu Kristjánsdóttur (í rauðum kjól) og Guðbjörgu Theodórsdóttur, þar sem þær eru að gæla við PRINZINN súður í Hafnarfirði. í næstá blaði verður m. ac • Makleg hvíld. — Viðtöl og grein um fullorðna menn, sem hafa orðið að láta af störfum fyrir aldurssakir, athafnamenn eins og Guðmund Thoroddsen lækni, Guðbrand Magn- ússon forstjóra, Pál V. G. Kolka lækni og séra Þórð Odd- geirsson. • Geimfarinn. — Skemmtileg smásaga um geimfara — og bux- urnar hans. • Þegar moldin kallar. — Smásaga eftir Jórunni Ólafsdóttur. • Islenzk álfamær. (Um Önnu Geirs með mynd). • Ungt fólk á uppleið (Gunnar Eyjólfsson leikari). • Allt um gluggatjöld. — Myndir og lýsingar á alls konar gluggatjöldum, leiðbeiningar um þau og upplýsingar nauð- synlegar fyrir allar húsmæður. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.