Vikan


Vikan - 25.10.1962, Page 14

Vikan - 25.10.1962, Page 14
VI. Það var lagt á borð fyrir tvo við borðið mitt, þegar ég kom til hádegisverðar. Ég get ekki neitað því, að ég hafði búið mig ögn betur en hversdagslega. Annars var ég alveg rólegur, fann að ég myndi ekki gera nein axarsköft. Það hafði setzt að í mér einhver djúprætt velvild til herra Gesslers, og ég fann til sterkrar ábyrgðar gagnvart honum og sjálfum mér. Undir niðri hlakkaði ég til þessara sam- vista við frúna. Þetta var dálítið ævintýri. Og mikið traust. Ég mundi verða dálítið öfundaður af þessum glæsilega förunaut. Ég hafði síður en svo á.móti því. Beygurinn frá í gærkvöldi var alveg horfinn. Frú Gessler mætti ekki til hádegisverðar. Ég mátti gera mér að góðu að borða einn, eins og hina dagana. Þegar máltíðinni var lokið, bað ég þernu að fara upp til frú- arinnar, skila kveðju og spyrjast fyrir um, hvort það væri nokkuð, sem hún óskaði. Hún kom með kveðju til baka. Það var ekki neitt. Annars þökk fyrir hugulsemina. Það var nú það. Hún treystir mér ekki, hugsaði ég. Ég hef gert einhverja bölvaða skyssuna, komið upp um mig óafvitandi. Kannski þykir henni ég leiðinlegur. Sú hugsun snart mig mjög illa. Kannski er hún ekki til, nema sem hluti af Theódor Gessler. Eða hann af henni. Kannski er hún háspennustöð, sem fær alla orku sína frá honum. Hvað veit ég? Ég gerði ekki handarvik um daginn. Af ásettu ráði kom ég seint til miðdegisverðar. Um leið og ég kom inn úr dyrunum, sá ég að hún var komin á undan mér. Hún var setzt við borðið mitt. Ég fékk dunandi hjartslátt. Um leið og ég kom að borðinu stóð hún upp og rétti mér höndina. Hún var í mosagrænum kjól með korrgult band um hárið, lítið gullnisti um háls. Hún var óviðjafnanlega fal- leg. Það var eins og hún stæði í hjúpi af töfrandi látleysi. — Ég er svo glöð, að þér skulið vera kominn. Þakka yður kærlega fyrir. Eg er dálítið óvön að vera ein. — Það gleður mig, frú, að þér skulið gera mér þann heiður að sitja við borð mitt. Við skulum setjast. Viljið þér leyfa, HÚN BATJÐ MÉR INN í STOFUNA, SETTIST OG SAGÐI: MIG HEFUR DREYMT UNDARLEGAN DRAUM OG ÉG ER HRÆDD. ÞAÐ KEMUR EITTHVAÐ HRÆÐILEGT FYRIR OKKUR, ÖLL ÞRJÚ.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.