Vikan - 25.10.1962, Síða 15
SAGA EFTIR SIGURÐ EINARSSON í HOLTI — SÍÐARI HLUTI
að ég fari með yður eins og þér væruð gestur minn, þó að það sé að-
eins til málamynda. Ég sé, að þér hafið ekkert pantað.
Hún kinkaði kolli. Við settumst.
Þetta varð ógleymanlega skemmtilegur miðdegisverður. Ég verð að
segja það, að ég lagði alla mína litlu heimsmannskunnáttu fram og
hótelið í Punkaharju var gott hótel. Okkur tókst að setja saman
skemmtilega máltíð og okkur tókst að rabba eins og við hefðum verið
gamlir vinir. Ég fann til djúprar vellíðunar/ í félagsskap hennar,
en kom það nærri því á óvart, að ég kenndi e'kki votts af óróleika.
Ég var þvert á móti mjög öruggur og á einhvern mér óskiljanlegan
hátt styrkti hún þessa öryggiskennd mína. Annaðhvort hefur hún
verið gædd óvenjulegum aðlögunarhæfileika, eða skarpri greind, sem
hún fól á bak við slæðu af kvenlegum þokka. Kannski hvort tveggja.
Hún Var aðdáanlegur félagi. Ég tók til dæmis eftir því, að hún gerði
sér far um, að það dyldist ekki, að við skemmtum okkur prýðilega,
hlustaði jafnvel á smávægilegan hégóma af svo glaðvakandi athygli
í látbragði, að þeim sem fjær sátu mátti sýnast, að borðfélagi hennar
væri einstakur töfrari. Þeir hefðu átt að vita, hve fjarri sanni það var!
Þegar við stóðum upp frá borðum, ætlaði ég að fylgja henni inn í
setustofuna, þar sem kaffið var drukkið. Það var eins og hún hikaði
við. Svo leit hún beint í augu mér, þagði stundarkorn og sagði:
— Er yður sama, þó að þér drekkið kaffið uppi á svölunum hjá mér?
Allt hótelið veit, að þér eruð settur til að vera félagi minn í fjarveru
mannsins míns. Svo yður er alveg óhætt. Hún sagði þetta síðasta
brosandi, en það var ekki vottur af ögrun í brosinu.
— Ég þakka, frú Gessler. Það er yndislegt!
Við gengum hægt upp stigana. Á neðsta stigapallinum leit hún til
mín og ég bauð henni arminn. Við leiddumst alla leið að dyrum henn-
ar. Ég tók eftir því, að hún gekk með nálega lokuð augu, en við gengum
ekki eins og einn maður, ekki eins og ein vitund stýrði okkur báðum.
í snöggri leifturskynjun fann ég, að hún var að ganga þessi spor með
Theodor Gessler — ekki mér.
Stofan þeirra var nálega helmingi stærri en mín, svalirnar rúm-
góðar. Hún fylgdi mér út á svalarnir, bauð mér sæti, gekk síðan að
bjöllunni og hringdi. Síðan settist hún á móti mér og beið. Það var
rökkur á svölunum, aðeins skin Ijósanna innan úr stofunni og dvínandi
dagsbirta.
Þegar kaffið var komið á borð og þeman farin stóð hún upp:
— Viljið þér koníak eða líkjör með kaffinu?
— Þökk fyrir, glas af koníaki. Hún gekk inn í stofuna og kom með
vínið og tvö glös, skenkti á þau, settist, þagði drjúglanga stund.
Svo greip hún glas sitt, lyfti því, drakk mér til.
—- Ég er ákaflega þakklát yður, að þér komuð með mér upp. Það er
skvaldur niðri. Mér hefur liðið illa í dag og ég er hrædd. — Finnið
þér ekki, hvað ég er hrædd?
— Nei, frú. Það hef ég ekki fundið.
— Gott, þá sjá það ekki aðrir.
— Við hvað emð þér hrædd, frú Gessler?
— Ég er hrædd um Theodór. Það kemur eitthvað vont fyrir hann.
— Ég hér. Það kemur ekkert vont fyrir hann. Þér eruð nýgift, frú,
og hamingjusöm, og óþolinmóð og yður leiðist. Það er allt og sumt.
Þetta batnar. Eklci á morgun heldur hinn daginn.
Hún anzaði þessu engu. Við dreyptum á kaffinu og víninu. Löng þögn.
Ég fann, að hún ætlaði að segja eitthvað meira. Ákvað að verða ekki
fyrri til máls.
— Ég er líka hrædd um sjálfa mig. — Það kemur eitthvað illt
fyrir mig.
Hún sagði þetta þannig, að mér gat ekki dulizt, að þetta voru ekki
duttlungar. Það var eitthvað, sem raunverulega þjáði hana. Samt fannst
mér hyggilegast að slá þessu upp í gaman.
Þetta er mjög algengt með nýgiftar konur, frú. Það er nánast lífeðlis-
fræðilegt fyrirbrigði. Þér skuluð ekki taka það hátíðlega. Þetta batnar
vanalega eftir þrjá mánuði.
Hún anzaði þessu heldur ekki.
— Ég er líka hrædd við yður, herra Ólafsson.
Hún sagði þetta mjög lágt. Það var ótti í svip hennar, ótti fólginn
í orðunum. Mér stórbrá, en ákvað að halda mínum tóni.
— Það getur ekki verið alvarleg hræðsla. Ég er ekki hættulegur. Auk
þess skildi ég herra Gessler svo, að það hefðuð verið þér sjálf, sem
kusuð yður félagsskap minn þessa daga.
— Það er satt. Ég gerði það, af því ég er svo hrædd — um okkur
ÖU — og við yður.
Þetta var óneitanlega mjög slæm rökfræði. Ég skildi ekki upp né
niður. En mér var sannarlega horfinn allur galsi.
— Kæra frú Gessler, þér hafið sýnt mér mikið traust, og ég er yður
innilega þakklátur fyrir það. En finnst yður ósanngjarnt, þó að ég
biðji yður um að skýra þetta nánar. Ég hef djúpa samúð með yður,
af því að ég finn, að eitthvað mjög alvarlegt amar að yður. Eitthvað
meira en leiði ungrar, hamingjusamrar konu yfir fjarveru ástvinar
sins. — En ég skil yður ekki. Það er allt og sumt. Þess vegna er hætt
við, að samúð mín og félagsskapur minn geti ekki orðið yður að æski-
legu liði — nema þér getið skýrt þetta nánar.
Hún sat lengi þögul. Svo stóð hún upp og skenkti í glas mitt. Settist.
Sat þögul enn um stund.
— Komið þér inn í stofuna, herra Ólafsson, mér er kalt.
Við gengum inn. Hún benti mér á sæti, fór út á svalirnar og sótti
bollana og glösin, gekk hægum skrefum að svaladyrunum. Lokaði.
Hún nam staðar fyrir innan glerhurðina, sneri beint við mér. Rökkrið
fyrir utan myndaði svartan ramma umhverfis hana. Hún var mjög
föl undir gullinbrúnni slikju hörundsins. Lampinn í loftinu beint fyrir
ofan hana sló ofurlitlum eirrauðum bjarma á dökkt hárið. Komgula
hárbandið lýsti eins og baugur. — María Magdalena. — Ég reyndi að
hrinda hugsuninni frá mér. María þú, sem elskaðir mikið. —- María
Gessler, þú, sem ert hin sæla, sem elskar. — María Guðsmóðir, ora
pro nobis peccatoribus — bið fyrir oss syndurunum.----------
Þessar hugsanir æða í gegnum vitund mína eins og flögrandi myndir
á meðan hún stendur þarna undir Ijósinu með myrkur næturinnar
eins og umgjörð og bakgrunn. Ég er hættur að sporna við þeim. Á
meðan hún stendur þarna gerist ekki neitt. Á meðan ég hugsa svona
gerist ekki neitt. Það er gott. Hér má ekkert gerast. Einhver dularfullur
varðmaður í hugskoti mínu segir: Nú hreyfir þú þig ekki, segir ekki
neitt, gerir ekki neitt. Grafkyrr! Viðbúinn!
Hún gekk til mín, rétti mér glas mitt, tók sitt og sneri fæti þess
milli fingranna. Svo lagði hún höndina á öxl mér, lyfti glasinu og við
drukkum.
— Ég veit, að ég má treysta yður, Ólafsson, sagði hún, þess vegna
ætla ég að segja yður allt. Ég er hrædd. Mig hefur dreymt undarlegan
draum. Ég þorði ekki að segja Theodór hann. — Ég gat það ekki. Það
er voðalegt, en ég — ég gat það ekki. Það var líka yðar vegna.
— Mín?
— Já yðar. — Ég vildi ekki, að honum yrði illa við yður.
— Þér ætlið að segja mér þenna draum, frú Gessler?
— Já.
Ég bjóst við, að hún héldi áfram. En það varð ekkert af því. Hún
hallaði sér aftur á bak í stólnum, og leiddi mig augum undan hálflukt-
um brám, eins og hún væri að skoða eitthvert furðuverk. Svo hnykkti
hún til höfðinu og sagði í tóni, sem minnti á uppgefið barn:
— Já, það voruð þér.
Ég Iézt ekki heyra það. Kannski var hún móðursjúk, eða brjáluð,
eða hver veit hvað. Það gerði ekkert til. Hún var óviðjafnanlega yndis-
leg. Ég fann að mín veika dyggð og brothætta trúmennska voru í
voða. Gerði mig harðan og myndugan:
— Hvað dreymdi yður, frú Gessler?
Hún leit upp, leit beint í augu mér. Það glitraði á tár í augunum.
— Mig dreymdi — að við værum einhvers staðar á ferð, ég og þér.
Við gengum í glóðheitu myrkri, gengum og leiddumst. Og það komu
tvö augu æðandi á móti okkur utan úr þessu myrkri — ég þekkti þau.
Það voru augu Theodórs. Ekki hann sjálfur, aðeins augun hans — og
við tvö í þessu heita myrkri ...
— Hvað varð um þessi augu?
— Þau brunuðu að okkur skýrari og skýrari. Við lokuðum augunum
og þau brunuðu inn um augnalokin á okkur. Þá greiu ég í báðar hendur
yðar og sagði: Nú liættum við að sjá hvort annað. Ég man ekki meira.
Ég vaknaði og síðan hef ég verið hrædd.
— Hvenær dreymdi yður þennan draum, frú Gessler?
— f fyrrinótt — rétt undir morgun. Ég kallaði á Theodór hér út á
svalirnar í sólskinið, þegar ég vaknaði, til þess að hafa af mér óhugn-
aðinn.
Ég get ekki neitað því, að nú var mér alvarlega brugðið. Tvær al-
ókunnar manneskjur, sami draumur á sömu stund. Á þessu augnabliki
var ég áreiðanlega hræddari en frú Gessler. Ég sat eins og fjötraður.
— Er yður að verða illt, Ólafsson? Þér eruð náfölur!
Hún var komin alveg til mín. Ég spratt á fætur.
Framhald á bls. 39.
TIE4N 15