Vikan - 25.10.1962, Side 16
AL.LT fyri r
„Suzie Wong“
Hún Nancy litla Kwan, sem við hér heima á íslandi
þekkjum bezt undir nafninu Suzie Wong, er sannar-
lega blönduð blóði og uppruna. Hún er að hálfu leyti
Kínverji, að þremur áttundu Englendingur, að einum
áttunda Skoti og auk þessa rennur Malajablóð í æðum
hennar. Nancy Kwan er fædd fyrir tuttugu og þremur
árum í Hong Kong og kom fyrst til London þrettán ára
gömul. Þar hóf hún ballettnám og kom fyrst fram
seytián ára. Eftir nokkurra ára dvöl í Lundúnum, hvarf
Nancy aftur heim til Hong Kong, þar sem kvikmynda-
fclk, sem starfaði að töku myndarinnar Suzie Wong,
var á höttunum eftir ungri og efnilegri innfæddri stúlku,
sem gæti tekið að sér aðalhlutverkið. Er skemmst frá
því að segja, að einn góðan veðurdag kom það auga á
Nancy litlu, og var þá enginn í vafa um hvernig hlut-
verki Suzie Wong yrði bezt borgið. Eftir að Nancy
„debúteraði11 í Suzie Wong, hafa allar dyr staðið henni
opnar og leiðin til fjár og frama reynzt henni harla
greið. Um daginn var að hún gifta sig • • • ★
„Það er kostur að vera feitur“.
Það er haft eftir rokk-píanóleikaranum
og söngvaranum Fats Domino, að það sé
mikill kostur að vera vel í holdum og Fats
Domino ætti sannarlega að vita, hvað hann
syngur í þeim efnum, því að hann vegur
hvorki meira né minna en 200 pund.
Allir unglingar þekkja hann af hans framúr-
skarandi skemmtilegu hljómplötum, vita að
hann er einn hinna fyrstu rokkara og heldur
enn sínum dæmafáu vinsældum og það fylli-
lega að verðleikum.
Það vita máski ekki allir, að Fats Domino
er tiltölulega mjög ungur að árum, nefnilega
fæddur hinn 26. febrúar árið 1928. Hann
byrjaði að læra á píanó fimm ára, tók mikl-
um og örum framförum á hljóðfærið og
var aðeins nítján ára gamall, þegar hann
tók að leika með danshljómsveit. Er það í
frásögur fært, að þegar Domino hreppti sæti
í fyrstu hljómsveitinni, sem hann lék með,
hafi hann ekki beðið boðanna, en haldið
upp á þann heiðurs- og heilladag með því
bráðsnjalla tiltæki að ganga í hið heilaga
með einni seytján ára ektakærustu, Rose-
mary.
— Rosemary mín elskar mig meira nú en
nokkru sinni fyrr, segir Fats Domino og
brosir í kampinn eins og hann einn getur
gert. Nú er ég nefnilega 220 pund, en þegar
ég kynntist Rosemary var ég mesti hor-
krangi, aðeins 140. Já, það er mikill kostur
að vera feitur.
HAMINGJUSAMIR UNGLINGAR.
Þessir unglingar, sem við sjáum hér á myndinni eru heldur
en ekki hamingjusamir því að svo er nefnilega mál með vexti,
að þeir eru nemndur í skóla einum í Englandi, sem grundvall-
ast á alveg sérstökum uppeldisaðferðum. Þar fá nemendur að
ráða sér sjálfir að mestu leyti, segja það, sem þá langar til og
gera flest það, sem þá langar til. Svo mikið er frjálsræðið í skóla
þessum, að nemendur hans ráða því sjálfir, hvað þeir læra og
hafa valfrelsi um námsgreinarnar. Væri ekki tilvalið að koma
upp slíkum „fyrrmyndarskóla“ hér á íslandi ... ?
16 VIKAN
Billy Fury og The Satellites.
Billy Fury er kunnur enskur dægur-
lagasöngvari og heitir réttu nafni Ronald
Wycherly. Hann náði um skeið miklum
vinsældum og var þessi mynd tekin ein-
mittum þær mundir, er hann stóð á há-
tindi frægðar sinnar. Hljómsveitin, sem
er með honum á myndinni kallar sig The
Satellites.
The Diriftérs
The Drifters er nafnið á söngkvartett,
sem í sjö ár var meðal vinsælustu söngvara
Bandaríkjanna. Fyrsta plata þeirra félaga
hét „Money Honey“ og setti hún allt
á annan endann ef svo má segja og vakti
óskaplega hrifningu. Eftir útkomu þess-
arar fyrstu plötu fóru vinsældir þeirra
félaga vaxandi með ári hverju. Nú mun
söngkvartettinn The Drifters hafa verið
leystur upp og þylcir trúlega að honum
mikill sjónar- og „heyrnar“-sviptir. -A
The Everly Brothers
Allir kannast við dægurlagasöngvarana
The Everly Brothers. Við höfum þann
heiður að birta hér mynd af þeim ágætu
bræðrum og vonum, að einhver hafi
ánægju af.