Vikan


Vikan - 25.10.1962, Side 40

Vikan - 25.10.1962, Side 40
Ungir og aldnir njóta þess að horða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði. karamellu. vanillu og jarðarberja. Við fylgdumst að í áttina að bjark- arlundinum. Gullinbrúnn líkami hennar ljómaði í sólinni. Hún geisl- aði. En hún geislaði ekki aðeins ljósi. Hún geislaði heitum, dragandi krafti, seiðandi lífsmagni. Þegar við nálg- uðumst lundinn, ætlaði ég að beygja til vinstri, sóla mig á grasbalanum hjá fötunum mínum. Þá rétti hún hönd í áttina til mín og sagði: — Það er óþarfi. Fleira var ekki sagt og við fylgd- umst að. Ég veit ekki hve lengi við lágum þarna í sólheitu, angandi grasinu. Við vorum löngu orðin skráþurr. Hún hafði legið lengi grafkyrr ineð aftur augun. Þá rétti hún gullbrún- an arm í ^ttina til mín eins og af tilviljun. Eg greip í hönd hennar. Hún kreisti hönd mína og dró mig að sér. — Kysstu mig — ég er hrædd. Ég heyrði orðin. Þau voru önduð fram _af vörunum með luktum aug- um. Ég fann brennandi tak hennar á fingrum mér. Hún var eins og glitrandi bikar, sem flóði yfir barma. Og ég — ég tók hann. Var það ástin til Theodórs Gessl- ers, sem ég drakk af vörum henn- ar? Var það hungur einmanans, sem brauzt út í atlotum hennar? Var það raunverulega hræðsla — fálm ör- væntingarinnar eftir mannlegu sam- félagi, ástúð, vernd? Vissir þú það sjálf, María Gessler? Eða varstu að- eins það, sem þú sagðir — hin sæla, sem elskar? Ég vissi það ekki. Ég vissi ekk- ert þá — og vissi það ekki fyrr en síðar, hve mikið hafði brotnað fyrir mér á þessari stundu. Við stóðum aftur í sömu sporum, eins og þegar við námum staðar í þessum bjarkarlundi. Hún stóð þarna í korngulum kjól með grænt flos- band um hárið, stóð með tösku sína og baðslopp, stóð í hjúpi af töfrandi látleysi. — Við skulum koma, vinur, sagði hún. Vinur! Ég skammaðist mín í hrúgu, þegar ég heyrði orðið. Ég hafði engu af okkur reynzt vinur. — Theodór Gessler, Maríu, eða sjálfum mér. 40 VIKAN Það var hópur manna á bryggj- unni, þegar við komum að landi, hótelstjórinn, Elias Saarinen, þrír þjónar, ekillinn. Stærri vélbátur hótelsins flaut við bryggjuna og var í gangi. Það var því líkast, sem allt væri tilbúið í skemmtiferð — eða leit. Ég hnýtti bátnum, tók farangur frú Gessler og hjálpaði henni upp á bryggjuna. Mig furðaði á því, hve hópurinn stóð grafkyrr og alvarleg- ur. Það var eins og hann væri við jarðarför. Ég benti þjóni að koma og hann kom og tók við dóti okkar. Svo gengum við í átt til hópsins. Ég bauð góðan dag. Þá gekk hótelstjórinn fram og heilsaði virðulega: — Ég hef mjög alvarleg tíðindi að færa yður, kæra frú Gessler — mjög alvarleg. Ég legg til, að við tölumst við á skrifstofu minni. Má ég bjóða yður vagn; hann bíður hér fyrir ofan, frú. Ég sá, að frú Gessler var orðin mjög föl. Það stóðu tár í augum hennar. — Er Theodór dáinn, herra? Það kom dálítið á hann. — Þetta er mjög alvarlegt, kæra frú, mjög sorglegt. Viljið þér ekki gera svo vel að aka með mér heim. Hann rétti henni vingjarnlega hönd- ina. — Ég veit, að hann er dáinn. Er það ekki? Dragið mig ekki á þessu, segið mér það umsvifalaust. — Hann er dáinn, frú. Hún greip hönd mína, eins og barn. —- Ég ætla að ganga heim með herra Ólafsson. Svo kem ég til yðar á skrifstofima. Má ég það ekki? Hann hneigði sig vandræðalega og velti böggluðu símskeyti milli fingra sér. Við þokuðumst af stað, leiddumst, hún hallaðist ögn að mér, eins og blóm, sem' svignar — gengum og leiddumst í heitu myrkri. Og utan úr þessu myrkri komu tvö augu og störðu á mig — augu Theodórs. Og við vorum hætt að sjá hvort ann- að. — Það stóð átakanlega heima. Þegar við komum inn í anddyrið, hneig hún niður í stól, lagði hand- legg á stólbríkina og hallaði enni á arm sér. Hótelstjórinn kom og nam staðar hjá okkur. Þannig stóðum við um stund. Þá leit hún upp. — Farið þér upp til yðar, herra Ólafsson. Má ég koma inn til yðar á eftir? Það kynni að vera eitthvað, sem ég þyrfti að biðja yður að ann- ast. Svo stóð hún upp og sneri sér að hótelstjóranum. — Ég er tilbúin. Hann leiddi hana inn á skrifstof- una. Rúmri klukkustund síðar barði hún að dyrum hjá mér. Hún hafði skipt um föt, var komin í -dökkan síðdegiskjól. Hún var afskaplega þreytuleg og ákaflega föl, en aðdá- anlega róleg í fasi. Hún rétti mér símskeyti og settist síðan í hæginda- stól við endann á skrifborðinu. Ég settist við skrifborðið og las: Hótel Punkaharju. — Forstjórinn — Gerið svo vel og tilkynnið frú Gessler: Theodór Gessler fórst í bílslysi kl. 13.25 í dag á veginum við Kerava, 46 km norðaustur af Helsinki. Fé- lagi hans, Lahtinen, ók, liggur slas- aður en með rænu á héraðssjúkra- húsinu í Kerava. Gessler andaðist á slysstaðnum. Orsakir í rannsókn. Búið hefur verið um lík Gesslers. Bíð fyrirmæla. Héraðsfógeti. Skeytið féll úr höndum mér á borðið. Hún hafði aftur lagt hand- legg á stólbríkina, grúfði sig niður í hann og grét hljóðlega, einmana handan allrar liðsemdar. Ég hreyfði mig ekki, lokaði augunum og lét hana gráta. Ef ég hefði kunnað að biðja, þá hefði ég beðið fyrir okkur öllum, Theodór, henni, mér. En ég kunni ekki að biðja þá. — Og sál mín var eins og opin kvika, með- aumkunin takmarkalaus, en van- megna. Ég dró að lokum stól minn nær, tók hina hönd hennar, sem hékk máttvana niður með hlið hennar og lukti hana milli lófa minna. Ég var að reyna að koma samúð minni, vin- arhug og hluttekningu til hennar í gegnum þetta handtak. Og hún fann það. Það var ofurlítið, þakklátt andsvar í þessari umkomulausu, máttvana hendi. Svo leit hún upp. — Við erum búin að ganga frá öllu. Ég fer til Kerava snemma í fyrramálið. Svo fer ég til Helsinki, þegar ég er búin þar. Mig langar að tala við fógetann og Lahtinen, ef hann þolir heimsóknir. Ég fæ skips- ferð til Danzig með kistuna. Svo för- um við heim til Dresden, hann á fólk þar. Allir á hættu, austur gefur. Austur Suður 1 tígull 2 spaðar dobl pass Útspil tígultvistur. Spilið hér að ofan fékk þau leið- inlegu endalok, að austur var keyrður á spítala — beinbrotinn. Aumingja maðurinn hafði opnað á einum tígli og við það er ekkert að athuga. Suður sagði 2 spaða, vestur pass og norður stökk í sex spaða. Við þetta reiddist austur og doblaði — og þú og ég hefðum báðir gert það sama. Vestur spilaði út tígultvisti, borð- ið drap með ás, spilaði hjarta og austur lét ÞRISTINN. Suður drap á kónginn, trompaði hjarta, spilaði spaða á ásinn og vestur lét fimmið. Enn kom lághjarta, trompað í borði og ásinn féll hjá austri. Nú var tígull trompaður, hjartadrottn- ing tekin og laufi kastað úr borði. Suður gaf síðan einn á lauf en spil hans voru A A-K-D-10-9 y K-D-4-2 + 9 * 8-6-2. Vestur benti á það, að það væri Vestur Norður pass 6 spaðar pass pass glæpur að fara að sofa með ás og beinlínis grimmdarlegt í slemmu. Hann þreif síðan einfalt áhald upp úr rassvasanum og lúskraði á austri þar til sjúkrabíllinn kom. Þó að ég sé ekki á móti því, að menn lumbri duglega á makkerum sínum þá er ég ekki frá því, að í þetta sinn hafi austri verið refsað óverðskuldað. Það var hárrétt hjá honum að láta hjartaþristinn; hann vissi eftir útspilið að suður var með einspil í tígli og samt hafði hann sagt tvo spaða við opnuninni; hann hlaut því að eiga hjartahjónin. Spili austur ásnum fær suður tvö niðurköst í hjartahjónin og getur losnað við bæði laufin úr borði. Austur vonaði að suður ætti aðeins eitt hjarta með hjónunum og fjögur lauf, og þá banar hann aðeins spil- inu með því að láta ekki hjarta- ásinn. Vestur hnekkir auðvitað spilinu, ef hann spilar út laufi í byrjun. \

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.