Vikan - 25.10.1962, Qupperneq 41
YOKOHAMA er elzti hjólbar'ðaframleiðandi Japans og
býður l»ví upp á mikla reynslu í gerð hjólbarða.
YOKOHAMA framleiðir lijólbarða og slöngur fyrir allar
gerðir bifreiða bifhjóla, landbúnaðarvéla o. s. frv.
MARGAR GERÐIR — MÖRG MYNZTUR.
YOKOHAMA TRYGGIR GÆÐIN,
■
HAMA
hiólftatfar
Einkaumboð:
ASIUFELAGIÐ H.F.
Hafnarstræti 11. Reykjavík. Sími 10620
Þögn.
— Viljið þér að ég fari með yður
til Kerava, frú Gessler?
Hún horfði á mig óræðum augum
— lengi.
— Nei. — Annars er ég yður
innilega þakklát fyrir tilboðið. —
En þér hafið ekki gott af því — ég
ekki heldur. Nei, ég fer ein.
— Hvar ætlið þér að búa í Hel-
sinki?
— Ég veit ekki, hvort ég óska að
sjá yður í Helsinki. Ég held ekki.
Það er aðeins verra. Þér megið ekki
misskilja það.
Ég spurði einskis frekar. Sat
þarna úrræðalaus og í fullkomnu
uppnámi.
Svo stóð hún hægt upp.
Hún gekk að stólnum mínum, lagði
hönd á höfuð mér, eins og hún væri
að blessa mig.
— Vinur minn, kæri vinur minn
— ég veit allt. Ég get ekki hjálpað
yður, og þér ekki mér. Draumurinn
okkar er ekki lengur draumur. Hann
er nú orðinn dapur veruleiki. —
Þið Theodór voruð mjög líkir, of
líkir til þess að við getum verið
saman. Ég var sköpuð handa honum,
hann handa mér. Og þið eruð mjög
líkir. Skiljið þér þetta?
- — Já, ég skil það.
— Þá ætla ég að fara. Þér megið
ekki fylgja mér.
Ég stóð upp, tók utan um axlir
hennar og kyssti hana létt á ennið.
Svo hvarf hún út úr dyrunum.
VIIL
Ég sá út úr herbergi mínu, þegar
hún fór um morguninn. En ég á-
ræddi ekki niður. Og þegar vagn-
inn var runninn af stað, var eirð
minni lokið í Punkaharju. Hvað átti
ég að gera hér? Ekkert! Allt, sem ég
leit, varð mér til angurs. Ég ákvað
að þrauka yfir daginn. Morgunmn
eftir fór ég til Helsinki.
Frú Gessler hafði pantað hótel-
herbergi frá Punkaharju. Elías Saar-
inen sagði mér það, þegar ég gerði
upp reikning minn: Hótel Germanía,
Gustavsgatan 24. Það tók mig held-
ur ekki svipstund að fá vitneskju
um skipaferðir til Danzig. Ég var á
bryggjunni, þegar hún fór. Ég sá,
þegar hún gekk upp skipsstigann.
Tveir miðaldra herrar fylgdu henni.
Sennilega viðskiptavinir Theodórs.
Og skipið lét frá landi.
Æ, vesalings Áslaug Kristjánsdótt-
ir, þú, sem beiðst mín heima og þú,
litla gullinlokka mín, þið höfðuð
ekki gott af þessari ferð minni til
Punkaharju. Hennar vegna kom ég
sem útlendingur heim á heimili mitt,
og var það síðan — einfari, sem
aldrei var einn, flóttamaður undan
áleitinni minningu og nagandi þrá.
Ég sá frú Gessler einu sinni eftir
þetta. Það var fimmtán árum síðar.
Sunnudagur. Ég var á ferð með síð-
degislest frá Helsingjaeyri til Kaup-
mannahafnar. Hún kom inn í lest-
ina í Snekkersten. Ég hefði þekkt
hana meðal þúsunda.
Við heilsuðumst glaðlega, fundum
óðar okkar gamla, góða lagsbræðra-
tón. Það var eins og við hefðum sézt
í gær. Hún var ennþá töfrandi fal-
leg í mínum augum. Og ég fann, að
ég var enn á valdi þessarar konu,
eins og ég hafði alltaf verið.
Nú gerði það ekkert til.
Við borðuðum kvöldverð á veit-
ingasal járnbrautarstöðvarinnar. Þar
varð fyrst næði til að spjalla svo-
lítið saman.
— Þér eigið heima hér í Dan-
mörku, frú?
— Já, ég varð landflótta frá
Þýzkalandi 1935. Ég tók það fyrir að
læra hjúkrun hér. — Nú vinn ég á
slysavarðstofu.
— Slysavarðstofu?
— Já, ég hef gert þau störf að
minni sérgrein öll þessi ár.
— Og þér hafið ekki gifzt?
— Nei, ég heiti ennþá frú Gessl-
er. Svo brosti hún ofurlítið. — Nei,
ég hef ekki gifzt — ég hef aðeins
fundið tvo menn í lífinu, sem ég hef
getað elskað og missti þá báða —
sama daginn.
Mig langaði til að tala, en hark-
aði það af mér, beit á vörina, langaði
til að segja henni allt, en þagði.
— Og þér, Ólafsson, vinur minn,
hvernig líður yður?
— Mér hefur gengið sæmilega á
ytra borðinu, dálítið skrykkjótt, en
sæmilega. Ég hef verið einmani,
aldrei jafnað mig fyllilega eftir
dvölina í Punkaharju og alltaf elsk-
að yður.
Hún lagði höndina ofan á hönd
njína á borðinu.
— Ég veit þetta allt. Og ég er
yður afskaplega þakklát, að þér
reynduð ekki að nálgast mig. Ég
hefði farið með yður hvert sem var.
En við hefðum ekki orðið farsælli.
Þér hafið alltaf lifað í sál minni, ég
get ennþá ferðazt með yður í draumi,
minnzt yðar með ástúð og gleði,
þegar ég er þreytt og döpur. Og frá
því augnabliki, að þér komuð inn
í borðsalinn í Punkaharju og settust
á móti mér, vissi ég á einhvern dul-
arfullan hátt, að þér mynduð standa
næst mér allra manna á erfiðustu
stund lífs míns, hvenær sem það
yrði. — Ég er svona skrítin og hef
alltaf verið.
Ég fylgdi henni á varðstofuna kl.
12 um nóttina. Við kvöddumst á
þrepunum fyrir utan. Ég tók utan
um axlir hennar og kyssti hana létt
á ennið.
Við höfum aldrei sézt síðan.
Já, þú varst skrítin, María Gessl-
er, vina mín. Og örlögin eru skrítin.
En dularfyllst af öllu er mannlegt
hjarta í veikleika sínum og styrk.
★
Hringform í byggingarlist.
Framhald af bls. 11.
og tæknin hefur þegar gert það
kleift að byggja sívöl hús með
sama hraða og væri þau hymd.
Bandaríkjamenn ganga á undan
með hringformið og skyldi engan
undra. Hvergi í heiminum hefur
verið byggt eins mikið af köntuðum
skýjakljúfum og stórhýsum sem
þar. Þeir eru vafalaust orðnir leiðir
á þessum skörpu línum. Hringform-
ið er mýkra og rólegra. Leit til nátt-
úrunnar mundi einhver segja.
í Bandaríkjunum nota þeir hring-
VIKAN 41