Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 5
□RIKN lengi — og þó lesið þig ennþá leng- ur, og mér er nær að halda að þú sért langbezta blað sem gefið er út á íslandi. Annars ferst mér ekki að dæma um það — því ég kaupi ekki önnur blöð — og les þau lítið. Pósturinn er það efni í Vikunni sem ég læt aldrei fara fram hjá mér. Ég byrja æfinlega á því að lesa hann. Áðan — þegar ég fékk blaðið, og tók að lesa Póstinn mér til skemmtunar í 14. tbl. 4. apr. 1963, las ég smábréf með yfirskriftinni „Hm. Hmm. Hmmm. ..(ég hefði haft upphrópunarmerki við hvern punkt! Þegar ég las þetta smábréf —• ja — þá hugsaði ég mér — fannst — sem hvert orð sem þar stóð, væri sem talað út frá mínu eigin hjarta. Ég hef hugsað mér í fleiri ár að senda þér svona bréf — tvö, þrjú kvæði — til umsagnar. En það er eitt að hugsa og annað að fram- kvæma. Og það get ég sagt þér — að svo er skrekkurinn í mér mikill — að aldrei hefi ég þorað að senda þér slíkt, nema af því verði núna. Það er eingöngu vegna þessa smá- kvæðis (eða bulls um Vorið henn- ar Gunnu) — sem þú birtir — að ég verð allt í einu svona geysilega hugaður. En þar fyrir utan hefi ég nokkrum sinnum skrifað Póstinum, og ég vil einmitt nota tækifærið og þakka fyrir bii'tinguna, þótt seint sé. Einu sinni sendi ég svo langt bréf —• að mér datt hreint ekki í hug að sjá staf úr því í Vikunni. En viti menn! Kemur það ekki allt — eins og það leggur sig! Þetta var víst einhvern- tíma í fyrrasumar, og auðvitað verð ég ykkur hjartanlega þakklátur — allt til dauðadags. En höldum okkur við efnið — Vorkomuna. Ég dró — að lesa sjálft kvæðið. Heldur leit ég fyrst á þína umsögn. Mér fannst — sem hún myndi gilda fyrir kvæðin mín líka. Ja — hver skrattinn! sagði ég, þegar ég sá hverjum silkihönzkum þú tókst á þessu kvæði. (Mundu — að ég átti þá eftir að lesa Vorkom- una sjálfa.) Svo bætti ég' við — og sagði: Það held ég sé til lítils fyrir mig að senda Vikunni ruglið mitt •— fyrst svona fór fyrir þessum — og þá rak ég augun í kvenmanns- nafnið undir Vorkomunni. Það er bezt að glugga í kvæðið — hugsaði ég —- og bera saman við bullið í mér, því ég er einatt yrlcj- andi, ekki bara kvæði. Sandur er af smásögum, svolítið af stærri. Ég kveikti mér í sígarettu og fór að líta á sjálft kvæðið. En ég var ekki búinn að lesa nema rétt helm- inginn af bölvuðu bullinu — og alltaf versnaði — þegar ég fór sjálf- ur að yrkja. Þetta er þó ekki sú dæmalaus della — að það megi ekki breyta því svolítið, hugsaði ég. Enda sá ég allt annað í huganum — held- ur en það sem Gunna hafði hugsað — og stéð svart á hvítu í Vikunni. Ég tók mig til að skrifa — breyta hverri hendingu í Vorkomunni hennar Gunnu — og eftir þrjár og hálfa mínútu hafði ég skrifað svo- hljóðandi hjá mér: Vaknar jörð af vetrarlöngum blundi, vermir sól úr moldu lítil blóm. Börnin leika — fagna glöðum fundi, fuglar loftsins hefja þýðan hljóm. Sunna björt! Hún sífellt hækkar betur — sendir öllu lífi þrótt og yl. Þegar burt er liðinn langur vetur, lífið bezt ég veit — og vera til. Svo mörg eru þau orð. Ég vildi helzt ekki hafa þau fleiri, ef þú birtir þetta. Það er betra lítið bull að birta — heldur en mikið. Ég vil taka það fram — að ég reyndi ó- sjálfrátt að breyta Vorkomunni sem minnst. Vildi helzt láta mein- inguna í henni Gunnu halda sér. En eftir á að hyggja. — Ég hefði áhuga fyrir því að hitta hana Gunnu. Hver veit — þar sem við höfum andann svo greinilega í okkur — nema við gætum í sameiningu búíð til alveg ljómandi hagyrðing! Jæja, Vika mín. Ég bið þig góð- fúslega að lesa þetta yfir, og viltu vera svo elskuleg og segja mér álit þitt á þessu bréfi mínu — bæði það sem bundið er og óbundið. Segðu mér líka, í Póstinum, eitthvað um setningaskipun og stílmeðferð hjá mér. Er ég haldinn af dellu og bulla eins og bjáni? Þú kannski birtir eitthvað af þessu bréfi — mér þætti ákaflega vænt um það. Þú stingur því á bak við eyrað. Að lokum vil ég þakka höfundi Vorkomunnar í 14. tbl., henni Gunnu minni, fyrir sitt ágæta fram- lag! Því líklega hefði Vorkoman mín aldrei fæðzt — án hennar frum- burðar. Vertu svo margblessuð og sæl, elsku Vika mín, og þakka þér fyrir allt. Lifðu glatt og leiktu þér, laus við sorg og trega. Viltu ætíð verða mér, Vikan yndislega. Skrifað annan dag aprílmán. 1963. Gunnar Gunnarsson. (Ps. Bezt þætti mér ef þú gætir birt þetta allt saman. — Póststimp- illinn á bréfinu segir þér kannski hvaðan ég er, en láttu engan vita um mig. Sami.) -----— Það er alveg rétt hjá þér, Gunnar, að það er betra að birta lítið bull en mikið. Þess vegna birtum við bara fyrri helminginn af bréfinu þínu, því að þótt það sé hálfgert bull, þá slær þó alveg út í fyrir þér í seinni helmingnum. •— Annars er kvæðið gott. Jafnvel svo gott, að ég efast um að þú hafir gert það sjálfur — lijálparlaust. Vc-uI le Potlen d'Ordudée Crétrte’Prmeesse Patrtcta" Auðugt af vitaminum, nærir húðfrumurnar — sem eru mæli- kvarði æskublómans —•. Kremið, sem bera má á alla yfirhúð, gefur gagnvirkan árangur. Créme' Vestale" Efni þau i kreminu, sem framleidd eru úr Orchidée frjódufti, koma i veg fgrir að húðin skorpni af notkun farða, og fram- lengja áhrif kremsins Princesse Patricia. "Lacfa-Crénxe Milligerð af kremi og mjólkurkenndum legi, hefur stórkostlega áhrifarika eiginleika. HREINSAR — AFFARÐAR — MÝKIR — ENDURNÝJAR. O RLA N E P A R 1 S VIKAN 17. tbl. — £

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.