Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 34
Sjón er sögu ríkari Sjón er sögu ríkari-þér hafió aldrei séó hvitt lín jafn hvítt. Aldrei séó litina jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt. 0M0 skilar OMO sparar þvottaefnió OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynió sjálf og sannfaerizt! hvítasta bvottinum! hafi þegar teygt arma sína víða um lönd; vinni jafnvel á laun að út- breiðslu kaþólskrar trúar í Banda- ríkjunum til aukningar á sölu á hraðfrystum fiski í sambandi við föstuhaldið — séu meira að segja starfandi í Moskvu, og því hafi Ein- ar ríki hlegið, þegar Krúsi var eitt- hvað að minnast á „fámenna klíku“ þar, sem ógnaði sovétinu. Engu að síður er það staðreynd, að kaþólsk- an hefur átt furðulegum framgangi að fagna á undanförnum árum, og að forráðamenn austan járntjalds hafa reynzt furðu liðlegir í samn- ingum um kaup á hraðfrystum fiski, en sýna yfirleitt ekki liðlegheit, nema þeir óttist eitthvað ... ÞAÐ var mjög jafnsnemma, að Hitler sálugi fór að hugsa sér til hreyfings í Evrópu, og Einar fór að hugsa sér til hreyfings í útgerð og fiskframleiðslu, enda munu báðir hafa séð styrjöld framundan. Það var og um svipað leyti, að Hitler tók að vaða yfir nágrannalöndin, og Einar að leggja undir sig eignir miklar í Vestmannaeyjum, meðal annars byggingar og báta, sem bank- ar í Reykjavík töldust ráða yfir. Um það leyti, sem Hitler lét reisa „vinnubúðir" sínar, tók Einar að gerbreyta öllum þeim mikla húsa- kosti, sem hann hafði nú fengið til umráða, þannig að allur aðbúnað- ur starfsfólksins við þann mikla atvinnurekstur, sem hann undirbjó samtímis, yrði betri og nýtízkulegri en áður þekktist í Eyjum, og jafnvel öllu landinu; kom þar upp rúmgóð- um salarkynnum fyrir mötuneyti og samkomur, lestrarherbergjum og baðklefuni; keypti meira að segja forkunnar vandað og fullkomið safn íslenzkra bóka, sem verkafólkinu var frjálst til afnota. Geta verður þess, að enda þótt Hitler ætti ekki ýkjamarga fylgjendur í Eyjum, munu fleiri þar hafa spáð honum sigri en Einari. Svo fór samt, að sigurhorfur Einars jukust stöðugt að sama skapi og ósigur Hitlers virt- ist óhjákvæmilegri, og um svipað leyti og Hitler varð að láta heri sína hörfa úr Rússíá, fluttist Einar til höfuðborgarinnar og undirbjó þar stórsókn á sínum vígstöðvum, sem lauk með miklum landvinning- um. Allir vita hvernig fór fyrir Hitler, hvernig Bretar og Banda- ríkjamenn, ásamt Rússum, hnekktu veldi hans og lögðu undir sig allt hans ríki. Það er líka vitað, að Einar hóf litlu síðar víðtækar hern- aðaraðgerðir, bæði austan járn- tjalds, á Bretlandi og í Bandaríkj- unum, og er enn í stöðugri sókn á þeim vígstöðvum öllum. Sýnir þetta, svo að ekki verður um villzt, hinn gífurlega gæfumun Hitlers og Einars ríka. Með öðrum orðum — Einar lét alla hrakspámenn sér til skammar verða, og er það einn af eiginleikum hans. Hann keypti stöðugt meiri eignir, fleiri hús og fleiri báta, byggði og umturnaði, stofnaði fyr- irtæki, jók umsvif sín og færði út kvíarnar. Þegar of þröngt gerðist um hann í Eyjum, en þar er land- rými mjög takmarkað eins og allir vita, fluttist hann til Reykjavíkur og hafði þar sama háttinn á; þegar svo að honum þótti of þröngt þar, hóf hann atvinnurekstur og umsvif víða um land, og loks er landið nægði ekki athafnasemi hans, gekkst hann fyrir stofnun fyrir- tækja, bæði á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Nennir nú enginn lengur að leggja á sig nöfn allra þeirra samtaka og fyrirtækja, sem hann ýmist á, veitir forstöðu, eða hefur meðgerð með, sem stjórnar- meðlimur. Hann var frumkvöðull að stofnun Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna og hefur jafnan verið þar helztur framámaður, og meðal eigenda og stjórnenda Síldar- og Fiskimjölsverksmiðjunnar h.f. — en það fyrirtæki á þrjá eða fjóra ný- tízku togara. Dótturfyrirtæki Sölu- miðstöðvarinnar eru meðal annars: Miðstöðin h.f., sem rekur mikla um- boðs- og heildsölu, Skipafélagið h.f. Jöklar og Tryggingamiðstöðin og er- lendis, The Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum og Frozen Fresh (Fillets) Ltd. á Bret- landi. Er þó langt frá því, að þar séu talin öll fyrirtæki, sem Einar er við riðinn — meðal annars mun hann eigandi, eða meðeigandi að hinum glæsilega og nýtízkulega togara, „Sigurði“, að minnsta kosti það sterkur hluthafi, að hann hafi ráðið nafninu. Að undanförnu hefur Einar átt sæti a Alþingi, og mun öllum bera saman um, að ekki hafi þingmannafylkingin orðið þar fyrir svipminni. ENN er Einar ríki í broddi lífs- ins, eða liðlega hálfsextugur sem ekki þykir hár aldur nú. Hann berst lítið á, sést ekki á skemmtistöðum, hefur ekki keypt sér Jagúar, tekur engan þátt í samkvæmislífi, afþakk- ar öll kokkteiiboð í sendiráðum og öðrum æðri stöðum, en safnar bók- um og les mikið, einkum um þjóð- legan fróðleik. Enn er hann flestum þeim, er honum kynnast, nokkur ráðgáta, enn hafa hrakspámenn hann títt á tungu og enn afsannar hann allar spár þeirra, svo að al- menningsálitið, sem ævinlega ljær hrakspám eyru, kann ekki aðra skýringu á velgengni hans, en að hann gangi með eitt af þessum for- sjónarbréfum upp á vasann, sem áður er á minnzt. Þegar hafa þjóð- sögur skapazt um hann og ótrúlega „heppni" hans, og þær munu eflaust halda áfram að skapast og verða stöðugt skemmtilegri og gleggri heimild, ef ekki um sjálfan hann sem mann, þá um álit samtíðarinn- ar á manninum, Einari ríka — syni Sigurðar hreppstjóra í Vestmanna- eyjum og þriðja manni frá Runólfi í Skagnesi í Mýrdal; Einari ríka, þeim svipmikla og svipdula Eini- drang, sem reis úr brimróti við- skipta- og athafnalífsins í sterk- viðrum styr j aldarátakanna, og gnæf- ir þar enn, ónæmur fyrir löðrungum holskeflunnar og sviptibyljum allra átta---------- ir 3^ — VIKAN 17. tbl. VIKAN 17. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.