Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 37
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. Hrelðurhús, sem þú getur smíðað á einni kvöldstund. Hreiðnrhns Smáfuglar, svo sem starrar og skbgar- þrestir, una vel, nábýlmu við mannin og syngja og leika sér í görðum við ibúðar- iiús, einkum þar sem tré eru og runnar En víða er trjágróður svo skammt á veg kominn og hríslurnar grannar, að erfitt er um hreiðurgerð. En jafnvel þó vöxtu- leg tré séu í garðinum, velja margir smá- fuglar hreiðurhúsm, í stað trjánna, vegna kattanna, m.a. Hreiðurhús, getur liver lag-tækur unglingur smíðað, tækjalítið — og ef hann verður svo heppinn að fugl hreiðrar þar um sig, veitast honum fleiri ánægjustundir, við atimganir á lifi og lifnaðarháttum smáfugla, en hinum, sem stundar það eitt að ræna eggjum úr lireiðri — og vinnur þannig gegn því lifi, sem þar er að myndast. Hrciðurlnisið, sem myndin liérna er af, smíðaði 13 ára piltur. Það hékk ofar- lega á húsvegg í 5 ár. Taktu nú fram verkfærin þín og smíðaðu hreiðurhús. Teikning af öllum húshlutunum er hér til staðar og öll mál fylgja (í sm.). Ljós- myndin sýnir hreiðurhúsið fullgert. Það er smíðað úr 1% sm. þykkum kassafjöl- um og hreiðustu hlutar liússins eru 15 sm. Bakhliðin er 12x40 sm. og nær upp fyrir þakið, svo þú getir skrúfað húsið á vegg eða tré. Opið á framhliðinni er 5—7 sm. í þvermál. Setstöngin er gerð úrf kústskafti, staðsett 5 sm. neðan viðfl opið. Hina einstöku hluta, setur þú saman i þessari röð: Skrúfaðu liliðar- nar (12x27sm.) við hakhliðina (þá er auðveldara að losa hana frá, þegar þú i liaust, lireinsar húrið að innan, eftir sumarnotkunina). Negldu hotn- inn (12xl2sm.) milli liliðanna ogskrúf- aðu bakhliðina við botninn. Negldu þakið á, — mjórri f jölina (13,5x18 sm.) fyrst og síðan þá breiðari, sem er 15x18 sm. Þá borar þú gat á framhliðina, 5 sm. neðah við opið og límir stöngina i, (hún má vera 10—15 sm. löng). Að lokum horai' þú nokkur lítil göt á hotninn, svo ungarnir drukkni ekki þó regnvatn komist einhversstaðar inn i hreiðurhúsið. Ef þú málar það notaðu þá ekki lyktarsterka málningu. Skrúfaðu húsið traustlega, svo hvass- viðri feyki því ekki burt. Sumir halda því fram, að fuglarnir sæki síður i skrautmáluðu húsin — og mæla með því að greinar og lauf sé neglt á þak og veggi, svo livergi sjáist í tré, því þá hafi fuglinn það á tilfinn- ingunni, að liann eigi sér hreiðurstæði í skógarþykkni, vel varinn. Reyndu þetla, hyj aldrei er of vel búið að hinum litlu syngjandi sumar- gestum. Teikning af einstökum hlutum hreiöurhússins. Efni: Kassafjalir, V/. cm á þykkt. Allar tölur tákna centimetra. Veiztu — ? að stærsta eyja Danmerkur heitir Sjáland? að hjólaskip, eru enn til í Noregi? að íyrstu bifreiðaverksmiðju veraldar stofn- aði Carl Fr. Benz, — í Mannheim, Þýzkalandi? að Rómaborg, er kölluð: Borgin eilífa? flÞRÝSTI- JLOFTS- HREYFILL. Ef þig vantar þrýsti- loftshreyfil í bát, — eins og þann sem þú sérð á meðfylgj- andi mynd, þá bend- um við þér á bráð- snjalla hugmynd. Að vísu er orka hans ekki mikil, en ef bát- urinn er lítill og léttur, nýtist ork- an betur. Þrýstilofts- geymirinn er ein- ungis egg, sem búið er að blása úr — og öðru gati þess lokað, svo heita loftið kom- ist ekki út, nema á einn veg. Undirstöð- urnar eru 4 naglar, eða grannir vírtein- ar. Þegar þessi út- búnaður er fyrir hendi, lætur þú 5—6 dropa af heitu vatni í eggið, leggur það á naglana ,kveikir svo á kertisbút, undir egginu — og ýtir úr vör. Þegar vatnið hitnar, breytist það Frh. á bls. 36. Hér sérðu hvernig kertis- loginn breytir vatninu í . gufu, sem þrýstist út um gatið. . / Hér sérðu bátinn á ferð — og hvernig öllu er fyr- irkomið um borð. Já, jafnvel luralegum trönum má breyta í skemmti- legt leikfang. Og traustari klár, en þennan er varla að finna. Skrokkurinn: Nokkrir rimlar. Haus og háls: Tveir fjalabútar. Taglið: Kaðalspotti, — og svo á bak. Hott, hott. - VIKAN 17. thl. — gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.