Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 46
öðru. Meðal allra þeirra, sem gistu þetta stóra, fjarlæga hótel þessa nótt, var enginn sem hæfði þeim bet- ur. Þau höfðu sömu áhugamál og voru af sama bergi brotin. Þau höfðu bæði byrjað í leikhús- inu og bæði vonuðu þau að einn góðan veðurdag myndu þau snúa til leikhússins aftur. Fyrsta leikrit hans hafði ekki slegið í gegn, en nokkrir leikritagagnrýnendur höfðu bent á hann sem efnilegan leikrita- höfund. Það hafði gefið honum þessa vinnu, sem hann hefði fúslega hafnað ef hann hefði fengið eitt- hvað betra. Hann hafði ákveðið að skrifa annað leikrit sitt á kvöldin, um helgar og í fristundum. En það hafði aldrei orðið úr því. Vinnan í kvikmyndaverinu gleypti allan tíma hans og var auk þess skemmti- leg, svo að annað leikrit hans komst aldrei lengra en í minnisbókina hans. Það hefði e. t. v. aldrei verið skrifað, ef hann hefði ekki verið kallaður í herinn 1941. Þegar hann var leystur úr herþjónustunni árið 1946 hafði hann skrifað þrjú leikrit. Eitt þessara var það sem „sló í gegn“ og átti nú að vera leikið að Arrow Springs, en framtíð þess var á huldu. Rebekka sagði: „Vandræðin við mig eru . . .“ „Hættu þessu,“ greip hann fram í, „ég læt fólk aldrei ljúka við þessa setningu." „Hvers vegna ekki?“ „Það hefur alltaf rangt fyrir sér.“ „Ekki í þetta skipti." „Ég geri undantekningu á þér, fröken, af því að ég er yfir mig ást- fangin af þér.“ „Vandræðin við mig eru, að ég er svo mikið fyrir fína fólkið." „Ég hef aldrei tekið eftir því,“ sagði hann, „þrátt fyrir að aðal á- hugamál mitt sé að taka eftir öllu í sambandi við þig.“ „Ég held, að ein ástæðan fyrir þessu sé ótti. Ég er hrædd við, að ég komst ekki langt upp á eigin spýtur. Þess vegna finnst mér ég þurfa að hanga í þeim, sem hærra eru settir.“ „En af hverju treystir þú ekki á þá sem eiga eftir að hækka í tign- inni. Eins og t. d. ég.“ „Hugsaðu um þá, sem ég hefi verið með fram til þessa. Þú kann- ast við þá.“ „Vissulega. Ég fer yfir listann á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa og hugleiði, hvernig ég eigi að koma þeim fyrir kattarnef." „Ég er ekki hrifin af sjálfri mér fyrir þetta. Ég myndi breyta sjálfri mér ef ég gæti.“ „Hvað ertu annars að segja. Er ég ekki nógu merkilegur pappír?“ „Jæja, ef þú vilt hafa það þann- ig ...“ hún þagnaði. „Ég er ekki nógu reyndur." „Nei, en mikilvægið er ekki ná- kvæmlega það sem ég á við.“ „Ég er ekki nógu kaldur?" „Eitthvað svoleiðis. Ég er líka dýr í rekstri.“ „Ef ég væri ríkur og dálítill karl þá myndurðu elska mig.“ „Nei, ef þú værir ríkur og allt það værir þú ekki þú.“ _ VXKAN 17. tbl. Hann lokaði augunum og sló sig bylmingshögg í höfuðið. „Við skul- um hætta. Gefðu mér í glasið.“ Meðan hún hellti í glasið hjá hon- um, sagði hún: „Ég veit, hvernig mér er innan brjósts. Ég get bara ekki komið orðum að því.“ „Ég get gert það fyrir þig.“ „Auðvitað, þú ert nú ekki rit- höfundur fyrir ekki neitt.“ „Þetta er allt saman vitleysa og þvaður í þér, elskan mín.“ Hún rétti honum glasið. „Nei. Þetta er mín veika hlið. Bróðir minn heldur því fram, að ég sé svona vegna nlæms uppeldis. Hann segir, að þetta sé mömmu að kenna.“ „Það fer nú eftir því, hvernig á það er litið,“ sagði Wesley. „Við skulum bara elskast innilega á með- an ég legg mig allan fram við að vinna mig upp og verða ríkur, og ef ég verð það ekki ...“ „Já?“ „Þá færð þú það endurgreitt!" „Ó, Wes!“ Þar með lauk samtali þeirra. Hann sá það seinna, að þau höfðu sagt of mikið. Hann varð svona miðlungs kvik- myndahandritarithöfundur. — Hún fékk mörg aðalhlutverk í kvik- myndaverinu. Þau héldu áfram að vera mjög góðir vinir, en hvorki staða hans né takmark hennar breyttist að verulegu leyti. Nokkrum vikum eftir að hann fór í herþjónustu skrifaði hún honum og sagði honum, að hún væri gift bankastjóra í Boston; bankanum var einkanlega ætlað að útvega fjármagn til kvikmyndaiðn- aðarins. Maðurinn hennar var oft í fréttunum og álitinn einn af þeim, sem kæmi til greina sem landsstjóri fylkisins. Þannig hafði Rebekka það af á einni nóttu að komast hærra í þjóðfélagsstiganum en jafnvel konur kvikmyndajöfranna. Það hafði mikla þýðingu fyrir hana persónu- lega að heimsækja Kaliforníu með manni sínum. Að öðru leyti dvaldi hún í þessari veröld bak við ver- öldina; Wesley rakst og á myndir af henni í Vogue, Harper's Bazar eða The Illustrated London News. Hún varð alltaf meir og meir að- laðandi í hans augum og enn gældi hann við þá hugsun, að þau myndu ná saman í framtíðinni ... Nokkru eftir sína fyrstu viður- kenningu sem leikritaskáld, giftist Wesley Frances, sem líktist Rebekku bæði hið ytra sem innra. Frances vissi hvað klukkan sló og gerði allt sem hún gat til að líkjast henni enn meir, en því betur sem Wesley kynntist henni því betur sá hann mismuninn. Samt sem áður entist hjónaband þeirra í fjórtán ár, en þá skildu þau, uppgefin á því að reyna að sýnast ennað en þau voru. Lófaklapp. Prófsýningunni undan frumsýningu var lokið. Leik- ararnir hneigðu sig á senunni og fóru svo yfir til leikstjórans til að fá lokaskipanirnar. Leikstjórinn gekk til Wesley þar sem hann var að koma sér í frakk- ann. „Jæja, karlinn? Of seint að sleppa núna. Ég ætla að segja eitt orð við þig-“ „Vertu ekki of hvassyrtur við mig, ég er ein taugahrúga." „Ég held þetta fari vel.“ „Það væri eins gott.“ Þeir tókust í hendur og Wesley yfirgaf leikhúsið. Hann fór heim og skipti um föt og fór svo yfir til Frankie og Johnnie's veitingahúss- ins, til að borða miðdegisverð með einkaritara sínum. Frú Donnell var aðlaðandi frönsk ekkja um fertugt. Maður hennar dó stuttu eftir að hún kom til Banda- ríkjanna, hún var stríðsekkja. Hún hafði mikla ánægju af að vinna; hún var eingöngu óhamingjusöm, þegar hún hafði ekkert að gera. Wesley lagði á ráðin við hana að hitta sig í París að nokkrum vikum liðnum. „En á ég ekki að hringja til þín út í skipið og segja hvað gagnrýnend- urnir segja í blöðunum?" spurði hún. „Sendu gagnrýnina í sérstökum flugpósti til Claridges, og eingöngu þá, sem er vinsamleg," sagði hann. „Blaðaummælin verða þér í vil, ég finn það á mér.“ „Minntu mig á að gefa þér launa- hækkun,“ sagði hann. „Allt í lagi,“ sagði hún og krot- aði í handbókina sína nokkur orð. Hann tók inn tvær róandi pillur áður en hann fór í leikhúsið. Lækn- irinn hans hafði sagt honum, að hann mætti ekki taka þær inn, ef hann hefði drukkið, en samkvæmt ráði frú Donnell pantaði hann sér heila flösku af víni og drakk hana hálfa. Sameiginleg áhrif vínsins og pillanna verkuðu þannig á hann, að honum var sama um allt og var mestan hluta kvöldsins í bakhluta leikhússins og virti fyrir sér Fran- ces og hina fjóra fylgdarsveina hennar. Þeir yfirgáfu leikhúsið eftir mikið og innilegt lófaklapp. Hann gleymdi jafnvel blaðadóm- endunum. Frú Donnell færði honum reglulega vatnsglas, til samans 30 vatnsglös og mestan hluta annars þáttar var hann á salerninu. Honum fahnst hólið sem hann fékk bak við tjöldin að sýningu lok- inni væri fyrirfram undirbúið. Á leiðinni niður á bryggju að sýning- unni lokinni spurði hann frú Donn- ell, hvað henni hefði fundizt. „Fyrsta flokks sýning og fyrsta flokks áheyrendur,“ sagði hún. „En þú sást nú ekki mikið af því, alltaf á hlaupum með vatn.“ „En þú varst alltaf að bera hönd- ina upp að vörunum eins og í ósk um eitthvað að drekka.“ „Það sem ég átti við var; við skul- um fara út og fá okkur einn gráan.“ „Mér þykir leiðinlegt, hversu illa ég er að mér í merkjatali. En af hverju drakkstu það þá?“ „Gat ekki ímyndað mér neitt Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húSlitunni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrlf. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.