Vikan


Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 25.04.1963, Blaðsíða 45
kyrrt loft og fljótið mikla veitti inni í skóginum, hálfa mílu frá öskunni og sviðnum beinunum mót- töku til varðveizlu í djúpum sínum. „Og hann mun njóta sælu á himn- um í eins mörg þúsund ár, og beinin eru mörg, sem hvíla á botni fljóts- ins helga,“ sagði eldri föðurbróðir- inn, þegar þeir stóðu á bakka fljóts- ins. „Svo segir í hinum helgu ritum.“ Rashil svaraði engu. Á þessari stundu þótti honum sem höggið, sem kostað hafði hann slíka baráttu og kvöl, hefði í rauninni fært fram- tíðinni sigur. Þeirri framtíð, sem Padmaya hafði minnzt, á. Því að hann var þess fullviss, þegar hann stóð þarna á bakka fljótsins helga, að aldrei mundi hann leggja syni sínum, ef hann eignaðist son, slíka kvöð á herðar; ekki leyfa það, að hann yrði að þola slíka kvöl. Og nú var höfuðskelin honum helgari en nokkru sinni fyrr; með því að uppfylla skyldu sína, hafði hann ekki einungis áunnið sér frelsi, heldur og afkomendum sínum um allan aldur. ★ Bergmál ástariimar. FramUald af b'.s. 16. umlinu í þér? Ég veit vel, þegar þú ert ekki að hlusta.“ ,,Á ég að endurtaka allt, sem þú sagðir?“ „Nei, þakka þér fyrir. Ég er búin að hlusta á það einu sinni.“ Hann sagði þýðlega: „Frances mín.“ „Hvað?“ „Ég mun útvega þér aukamiða á f: umsýninguna." „Ég vissi, að þú myndir gera það.“ „Heldurðu að þú lofir mér að sitja með í bílnum hjá þér?“ „Sjálfsagt .. . Reikninginn, takk.“ Hann sat inni í hinum dimma, nær því tóma áheyrendasal. Það var verið að prófa leikritið í síðasta sinn fyrir frumsýninguna. Leikend- urnir voru ófarðaðir og ekki í bún- ingum. Wesley virtist það verða svo óraunverulegt þannig. Auk þess skipaði leikstjórinn leikendunum að hafa hraðann meiri. „Áheyrendurn- ir munu draga niður í hraðanum í kvöld,“ sagði hann. Raddirnar frá leiksviðinu dvín- uðu í eyrum Wesleys, allt leiksviðið varð eins og í hviksjá. í hléinu var hann þungt hugsi. Hafði Frances rétt fyrir sér? Myndi honum mistakast með öllum konum vegna Rebekku? Var hún hugsjón hans án sambands við raunveruleikann? Sannleikurinn var sá, að hann og Rebekka höfðu verið mjög góðir vinir en ekkert meira. En einu sinni næstum því .... Arrowhead Springs. Hið risastóra hótel var nýopnað og einn af fram- kvæmdastjórum kvikmyndaversins hafði boð inni handa 40 af starfs- fólki félagsins um sömu helgi. Wesley og Rebekku var boðið. Andrúmsloftið var þeim báðum til mikillar undrunar. Meðan gleð- skapurinn stóð sem hæst seint um kvöldið flúðu þau, sitt í hvoru lagi. Wesley hitti hana svo af tilviljun hótelinu. Hún sneri við, þegar hún heyrði hann nálgast. Hann stanzaði. „Ég þoli ekki að láta elta mig.“ „Ég get dáið fyrir, að ég vissi ekki, að þú værir hér einnig,“ sagði hann. „Fyrirgefðu. Ég trúi þér alveg.“ Hann tók í útrétta hönd hennar og þau héldu áfram göngunni. „Ég er fegin að þú komst,“ sagði hún. „Það er sagt, að það séu bjarn- dýr hér í skóginum.“ „Og úlfar þarna inni á hótelinu í gleðskapnum,“ bætti hann við. „Þið, þetta fólk, sem svona mikið ber á, lifið vítislífi." „Hvernig fórstu að því að stel- ast í burtu?“ spurði hún. „Viltu ekki fylgjast með, ef þú verður fyrir val- inu?“ „Ég mun komast af,“ svaraði hann. Hún skalf af kulda. „Við skulum fara aftur inn. Það er kalt hérna.“ „Gjörðu svo vel,“ sagði hann og fór úr jakkanum og lagði yfir axlir hennar. Hún teygði ánægð úr sér í honum. „Við ættum endilega að búa saman; okkur passar það sama.“ „Ekki stendur á mér,“ sagði hann. Hún tók um handlegg hans og hélt honum fast með báðum hönd- um um leið og þau gengu í áttina til hótelsins. „Þú ert bezti vinurinn minn, Wes. Þú ert beztur af þeim, ég get treyst á þig.“ Hann var þakklátur myrkrinu, sem huldi andlit hans, því svitinn spratt út á því við þessi orð hennar. Hún hélt áfram. „Láttu þér ekki detta í hug, að ég hugleiði þetta ekki. Stundum langar mig til að það verði. En þú ert svo alvarlegur og ég myndi aldrei geta sært þig.“ „Ég held við ættum að reyna, hvernig það er að sofa í örmum hvors annars einu sinni." „Mér hefur dottið það í hug. En það myndi eingöngu gera málið enn flóknara.“ „Jæja, þá skulum við gifta okk- ur. Og þetta er í síðasta skiptið sem ég sting upp á því.“ „Ég get ekki gert að gamni mínu um þetta. Þetta hefur of mikla þýð- ingu fyrir mig, Wes. Ég er stolt og hrærð.“ „En hvað?“ „Bara en.“ „Gefðu mér einhverja ástæðu." „Nei. Af því að það bezta sem ég á er vinskapur þinn. Og eftir það myndum við ekki vera vinir leng- ur.“ Þau voru komin að hótelinu. Hún sagði: „Komdu upp í herbergi nr. 732 í nokkrar mínútur.“ „Með ánægju.“ „Aðalkappinn sendi mér heila kampavínsflösku en aðeins eitt glas í rósabúkett.“ „Ég drekk þá minn part úr tann- burstaglasinu eða einhverju álíka,“ sa^ði hann. Hann fór til herbergis síns, af- klæddi sig, fór í steypibað og fór í hrein föt og fór yfir til nr. 732. Hann veitti því athygli, að herberg- ið hafði tekið á sig andrúmsloftið, sem var í kringum hana. Það var skreytt á fallegan hátt. Sérkenni- legur ilmur var þar inni, blómunum haganlega komið fyrir. Lýsingin var þægileg og róandi. Rebekka benti honum á gríðarstóran hægindastól. „Þarna vil ég að þú sitjir.“ „Ég mun gera það, ef ég má kyssa þig af og til.“ Hún lét sessu á gólfið og settist á hana. ,,Á ég eða þú að taka upp kampavínið?" „Ég hefi aldrei fyrr opnað kampa- vínsflösku,“ sagði hann. „Er það e. t. v- þess vegna, sem þú vilt ekki giftast mér?“ „Ekki beint.“ Hún fór yfir að kampavínskörf- unni. Hann reis á fætur og fór yfir til hennar og kyssti hana. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún blíðlega. „Ég naut þess. Nú ætla ég að taka upp kampavínið." Þau drukku og reyktu og töluðu saman innilega og hreinskilnislega. Já, hugsaði hann. Nú er stundin runnin upp. Hann lagði nákvæmlega niður fyrir sér, hvernig hann ætlaði að haga sér. Þeim fannst þau tilheyra hvort llur SINDRASTOLL GERÐ H-5 Fæst hjá húsgagnaverzlunum víða um land. SINDRASMIÐJAN Hverfisgötu 42 — Sími 24064. vikan 17. tbi. — 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.