Vikan


Vikan - 25.03.1964, Page 11

Vikan - 25.03.1964, Page 11
DUGfl ALHEIMSINS - ÞAÐ ER ÉG f lokakafla afmælisviðtalsins ræSa þeir Matthías og Þórbergur um atómskáldskap og Kennedy, bókalaus heimili, fúskara í listum, annaS líf, Brynjólf frá Minna-Núpi og Margrét á nokkur inn- skot um nútímahús á íslandi. „Það má vel vera. En þér til afsökunar get ég sagt, að ég las ljóðin þín um Kennedy og Skálholtskirkju, annað órímað hitt rímað, og þau voru ekki kolsvartur atómsamsetningur, þótt í þeim væri dálítill atóm- ýringur“. Hann þóttist hafa vel gert og lagðist aftur upp í dívan. Hann virti enn fyrir sér eilífðina í mólverki Þorvalds Skúlasonar. Ég horfði á sérkennilegan púða á dívaninum, sem ég hafði ekki tekið eftir. „Þetta hef ég ekki séð áður“, sagði ég upp úr eins manns hljóði. „Hvað?“ spurði meistarinn með forvitniglampa í unglegu tillitinu. „Þarna í púðanum". „Hvað þá?“ „Auga alheimsins er í púðanum, hefurðu tekið eftir því?“ sagði meistannn þetta „Guð hjálpi mér graðhestamúsík?* ekki hálfgerð „Já“, svaraði hann og brosti. „Það er ég“. „Þú?“ f púðanum var fallegt mynztur með bláu, opnu auga, sem starði á mann, fast og ákveðið, en blíðlega. Ég hafði ekki tekið eftir þessu auga áður, og spurði nú Þórberg, hvernig hans per- sóna kæmi við sögu þess. Hann svaraði: „Það er rétt hjá þér, þetta er auga alheimsins. Og það er ég“. „Hver segir það?“ „Sú sem saumaði". „Þú minntist á Kennedy", sagði ég og greip tækifærið til að drepa samtalinu á dreif. „Ég minntist á ljóðið um Kennedy“. „Morðið á honum er einn mesti atburður, sem gerzt hefur á síðastliðnum fimm árum“. „Ég mundi segja, að það hafi verið ógeðslegur atburður. Öll manndráp stafa af heimsku, hvort sem þau eru lögum samkvæm eða andstæð lögum. En engir atburðir hafa absolút gildi. Ef Johnson stendur sig ekki verr en Kennedy, þá verður morðið á Kennedy ekki eins stór viðburður og annars“. Það var rifa á hurðinni. Margrét var frammi í eldhúsi að skera siginn fisk í soðið. Hún hafði hlustað á samtal okkar og skaut nú inn í. „Johnson þykist ekki ætla að verða ómerkilegri en Kennedy“. Þórbergur: „Mikill skelfilegur villilýður er nú þetta í Banda- ríkjunum, að vera búinn að drepa fjóra forseta sína. Og það lék á sínum tíma sterkur grunur á, að Woodrow Wilson hefði einnig verið myrtur. Og það af þeirri einföldu ástæðu, að hann var góðviljaður maður og vildi sætta Austrið Framhald á bls. 29. VIKAN 13. tbl. — -Q

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.