Vikan - 25.03.1964, Page 12
Það var eitt slíkt kvöld þetta haust, er ég bjó mig undir nokkurn fagnað, en þó öllu hóflegri en
venjulega þar eð ávísunin var í lægra lagi, að mér varð gengið framhjá glugga á íbúð píanókenn-
arans. Tjöldin voru ekki dregin fyrir nema til hálfs og ég sá að þetta var ung stúlka með sítt, svart
hár, sem sat á bekk við píanóið.
Haustið kom snemma það ár og stóð
skammt. Eirbrúnt, dansandi foklaufið
hvarf úr bjarma götuljósanna á einni
nóttu að kalla. Kvöldin urðu svöl, og
það var kalt í herberginu mínu, þó að
gufan hvæsti og ískraði í miðstöðvarofn-
unum. Eg dró rúmið mitt fjær gluggan-
um á svefnherbegrinu og sótti ullarábreiðu
inn í skáp.
Veturinn var mér alls ekki á móti
skapi. Mér féll betur hörð og nakin ásýnd
hans en blómagríman, sem vorið og sum-
arið settu upp til að fela tómleikann i
svipnum. Haustið var mér þó helzt að
skapi, þegar nályktin lá í loftinu, og dag-
arnir sveipuðu að sér tötrunum á undan-
haldinu.
Ég hafði samið nokkrar skáldsögur og
allmargar smásögur, sem fengið höfðu
vingjarnlega dóma í New York Times.
Þeirra var getið í bókmenntadálkum blaða
og tímarita, og þær skipuðu, ásamt mynd
af mér, nokkurt rúm í gluggum bóka-
verzlananna. En svo rann aldan aftur
út í sandinn og mín var hvergi getið.
Löngun mín til að skrifa var þó enn
jafnsterk, jafnvel eftir að ég hafði gert
mér það Ijóst um ára bil, hversu fjar-
stæður væri sá draumur rithöfundarins,
að hann gæti í bókum sínum ræktað garð
handan við auðn síns eigin dauða. Auk
þess hafði ég lífsviðurværi af sögum mín-
um, þó að klippt og skorið væri, svo að
ég komst hjá því að vinna fjörutíu stund-
ir á viku í víngarði annarra.
Morgun hvern reis ég árla úr rekkju,
fór í snjáðar brækur og setti á mig
gamla inniskó. Drakk heitt og sterkt kaffi
mér til hressingar og sat síðan við rit-
vélina langtfram á dag, þangað til krakk-
arnir héldu heimleiðis úr skólanum með
sköllum og ærslum.
Hinum megin í garðinum stóð ann-
að hús, öldungis eins og það, sem ég
átti heima í; það var skammt á milli og
í íbúðinni þar gegnt minni bjó píanó-
kennari, sem ég hafði aldrei séð. Á hverj-
um degi, eftir að skóla lauk, tóku nem-
endurnir að hamra á píanóið, ramfalskt,
svo að skar í eyrun og þá lagði ég á
flótta yfir í krána á götuhorninu og drap
tímann við bjórkrúsina. Þegar rökkva tók,
labbaði ég mig heim aftur og rakaði mig
og fór í betri fötin. Fór síðan út og snæddi
steik á matsölustað og kryddaði bragðið
af henni í munni mér með einu eða tveim
glösum af rauðvíni. Þegar ég hafði kom-
ið sögu í verð og gekk með ávísunina í
vasanum, bauð ég sjálfum mér upp á
flösku af góðu víni, og þegar
þrúgnatárin tóku að ylja mér, svo
að losna fór um álagaham hvers-
dagsleikans, gerði ég mér hægt um vik
og leitaði uppi einhverja unga og létta
á sér í einhverri kránni til að taka þátt
í hátíðabrigðunum. Slíkur galgopaskap-
ur stóðst ekki allsgáðan hversdagsleika
dagsins, og morguninn eftir var sem höf-
uðið á mér ætlaði að springa og tungan
loddi við góminn.
Það var eitt slíkt kvöld þetta haust, er
ég bjó mig undir nokkurn fagnað, en þó
öllu hóflegri en venjulega þar eð ávísun-
in var í lægra lagi, að mér varð gengið
fram hjá glugga á íbúð píanókennarans.
Tjöldin voru ekki dregin fyrir nema til
hálfs og ég sá að þetta var ung stúlka
með sítt, svart hár, sem sat á bekk við
píanóið.
Seinna um kvöldið, þegar ég hafði
drukkið hálfa flösku af víni, varð mér
hugsað til hennar. Hún var ung og falleg.
Á hverjum degi hröktu nemendur henn-
ar mig að heiman, og það sýndist lög-
leg afsökun á því að ég liti inn til henn-
ar. Ég tók með mér flöskuna með slatt-
anum, sem eftir var.
Þegar ég kom heim undir húsið, sá
ég að tjöld voru dregin fyrir alla glugga.
Mér kom til hugar að hún kynni að vera
háttuð og sofnuð, en þegar ég sá skugga
bregða fyrir á gluggatjaldi, gerði ég
alvöru úr því og hringdi dyrabjöllunni.
Andartaki síðar var hurð dregin lítið
eitt frá stöfum og ég heyrði hringla í
dyrakeðjunni.
„Ég bið yður afsökunar", sagði ég og
gat ekki séð í andlit henni. „Ég á heima
hérna beint á móti, í húsinu hinumegin í
garðinum. Ég var á leiðinni heim, og datt
í hug að það væri tími til kominn að ég
kynnti mig sem nágranna".
Hún þagði andartak og það leyndi
sér ekki að hún var tortryggin. „Það er
orðið nokkuð áliðið til þess, finnst yður
það ekki?" spurði hún.
„Við erum bæði listamenn", svaraði
ég glaðlega. „Þér leggið stund á tónlist
og ég er rithöfundur. Við vitum því bæði
að ekkert er eins afstætt hugtak og tím-
inn".
Að vísu stóð hún þarna í skugga, en
ég sá samt ekki betur en að hún brosti.
„Ég hef heyrt yður slá ritvélina án afláts
klukkustundum saman", sagði hún.
„Ég hef heyrt leik nemenda yðar",
sagði ég. „Ovenju efnilegur hópur".
„Mér þykir leitt, ef þeir trufla yður við
ritstörfin".
„Síður en svo", svaraði ég. „Engu að
síður hefði ég gaman af að vita, hvort
þeir í rauninni nota hamar á nóturnar?"
Hún hló glaðlega og það var sem
tortryggnin væri á undanhaldi.
„Pete Zachary heiti ég", kynnti ég mig.
„Þér ætlið kannski að bjóða mér inn, rétt
sem snöggvast?"
Enn hikaði hún andartak, en svo var
eins og hún tæki ákvörðun. Hún felldi
hurð að stöfum á meðan hún var að losa
um keðjuna, en opnaði síðan, svo að
ég gæti gengið inn. Mér fannst ég þeg-
ar hafa unnið frægan sigur, þegar ég
steig yfir þröskuldinn að íbúð hennar.
Svo hélt ég á eftir henni inn í dag-
stofuna. Það var ekki Ijós nema á ein-
um litlum lampa úti í horni, að öðru
leyti réðu þar rökkurskuggar ríkjum.
Píanóið tók langdrægt með einum veggn-
um, og á hægindi við gaflvegginn sá í
gráan kött, kafloðinn, sem einblíndi á
mig stórum, gulum glyrnunum.
Úr dagstofunni var gengið inn í eld-
hús, eins og í minni íbúð, þar var borð,
tveir stólar og opinn skápur með borð-
búnaði. Það var stór hilla á veggnum og
stóðu á henni úthöggvin og fáguð höfuð
karla og kvenna eins og vofur án líkama
teygðu sig þar út úr veggnum.
„Zg heiti Andrea", sagði hún. „Kisa
mín heitir Emely". Og þegar kisa heyrði
á sig minnzt, teygði hún letilega úr sér
og stökk síðan út á gólf, eins og hún væri
við öllu búin.
„Gleður mig að kynnast ykkur báð-
um tveim", sagði ég og fékk mér sæti.
Andrea tók sér sæti á legubekknum,
sem stóð út við vegg fjarst Ijósinu, svo
að hún var að mestu hulin skugga. Af
því litla, sem ég gat séð, virtist hún eink-
ar aðlaðandi stúlka, grannvaxin með
fallega fótleggi. Dökk hárumgerðin olli
því að andlitið sýndist óvenju fölt þarna
í skugganum og léði því einskonar vofu-
kennda fegurð. Ekkert vakti þó eins at-
hygli mína og hendur hennar. Þær voru
fölhvítar, enn fölari en ásjónan og grann-
ir fingurnir fagurmótaðir og sveigjanleg-
ir eins og blómastönglar.
„Hvað skrifið þér helzt?"
„Helzt stuttar smásögur", sagði ég.
„Ég samdi nokkrar lengri sögur, en þær
urðu mér ekki til neinnar frægðar. Rit-
verk mín eru ekki ósvipuð smásteinun-
um, sem maður kastar í vatn, og yfirleitt
má ganga að þeim vísum á útsölum, þar
sem þau fást fyrir smáskilding".
„Eruð þér örvæntingarpostuli eða einn
af þessum ungu reiðilestrarmönnum?"
spurði hún, og það brá fyrir glettni í
röddinni.
„Ég boða ekki neina byltingu gegn
neinu", svaraði ég og varð nú létt um
tungutakið, vegna vínsins. „Allt er hégómi
og skynblekking. Ekkert þess virði, að
fyrir því sé barizt". Ég hristi höfuðið.
„Hvað um yður? Hvað veldur því að
ung og falleg stúlka leggur sig í það að
kenna píanóbrjótum?"
„Ég hef lífsviðurværi mitt af því", svar-
aði hún. „Þar að auki eru ekki allir af
nemendum mínum píanóbrjótar. Að
— VXKAN 13. tbl.