Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 14
Einhver var að segja, að þaS væri óttaleg skriffinnska utan um íbúðakaup og skipti. Það er misski Fasteignasalinn sagði: Nú skrifið þið undir samninginn og þá eru kaupin gerð. Þá er bara eftir að þinglýsa og það er ekki neitt. Smávægilegt pappírsstúss. Bezt að þið gerið það sjálfir: Þið þurfið líka að láta flytja þessi lán ykkar yfir. Það er svo sem ekki neitt. Sem sagt: Þetta er búið“. •—■ Hvemig á maður að fara að því að að þinglýsa? spurði ég fasteignasalann. — Blessaður, það er ekki neitt. Farið þið bara upp til borgarfógeta á Skóla- vörðustígnum. Það er allt saman gert þar. — Eigum við ekki bara að ljúka því af núna, spurði ég. — Það eru hvort sem er tuttugu mínútur þangað til þeir loka . .. Jú, hinum fannst það þjóðráð og við röltum til borgarfógeta eða öllu heldur á skrifstofu hans. — Ja, ég ætlaði nú að þinglýsa, sagði ég þegar röðin kom að mér. — Þinglýsa hverju, spurði afgreiðslu- maðurinn og horfði undrandi á mig. — fbúð. — Ég var að kaupa. Það er í háu blokkinni á Laugarásnum. — Nújá. Og pappírarnir? Eruð þér með þá? — Ha? — Ég spurði um pappírana, afsalið. Þér hljótið að hafa afsal? — Ja, það getur meir en verið. Ég stakk einhverjum pappírum á mig. Kannski það sé afsal. — Þetta er kaupsamningur, sagði mað- urinn. Mér kemur hann ekki við. Það er venjulega afsalið, sem þinglýst er. Hvað eruð þér með þarna? Ég rétti honum annan pappír, sem var afar líkur ásýndum og hinn. — Jú, þetta er afsalið. Nokkuð meira? — Það var víst eitthvert lán, sem þurfti að flytja yfir, sagði ég. -— Er búið að ganga frá pappírum yfir það? spurði maðurinn. — Ég veit það ekki — ég meina, þarf maður pappíra til þess? Hann leit á mig mjög hneykslaður og sagði: —■ Hvar var þessi íbúð, sem þér áttuð áður? — Mýrarflöt 7, önnur hæð. Það var Hrærekur Jónsson, sem keypti af mér. — Sjáum til, Mýrarflöt 7 . . . þetta er skuldabréf að upphæð kr. áttatíu þúsund núll núll. Þetta er hjá Góðtrygginga- félaginu og tryggt með veði í öðrum, næst á eftir veðdeildarláni. Farið þér bara og talið við þá hjá Góðtryggingum og fáið hjá þeim leyfi til að flytja lánið yfir. -—■ Hvað á ég að gera? Hann reyndi að vera þolinmóður og sagði næstum hlýlega: — Þér talið bara við hann Gunnbjörn í Góðtryggingum og hann annast þetta ábyggilega fyrir yður. Það biðu þrír hjá Gunnbirni, en einka- ritarinn sagði, að það væri ekki vonlaust að bíða. Á meðan horfði ég á fólkið, sem kom til að borga tryggingarnar sínar. Aftur á móti sá ég ekki, að neinn tæki við peningum. Á hverju skyldu trygging- ar annars byggjast? Nújæja, röðin, röð- in er að koma að mér. —■ Góðan daginn, Gunnbjörn. Þeir hjá fógetanum sögðu mér að sýna yður þetta skuldabréf. Ég var að skipta. — Agnablik, jú, þetta er hjá okkur. Þér skuluð bara leggja þetta inn. Ég læt yður bara vita. Síminn er . . . ? Það leið vika og þeir héldu áfram að berjast á Kýpur og Johnson var talinn hafa talað af sér á blaðamannafundi. Ég var næstum búinn að gleyma því hvaða munur er á skuldabréfi og afsali, þegar síminn hringdi og afar settleg stúlkurödd sagði: „Góðtrygginar, góðan dag, forstjór- inn vill tala við yður“. — Ja, því miður bar þetta ekki til- ætlaðan árangur. Það kom í ljós við nán- ari athugun, að við höfum í rauninni ekk- ert með þetta að gera. Þetta er með ríkis- ábyrgð. Þér verðið að fara og tala við þá þarna hjá Byggingasamvinnufélaginu PURK. Ég skal láta pappírana ganga þangað. Sælir. — Ég gaf þeim þrjá daga til viðbótar þarna hjá Byggingasamvinnufélaginu. Þá rölti ég þangað og fékk að vita, að sá héti Jón, sem hefði öll ráð í hendi sér um svona pappíra. — Þið hafið fengið plöggin frá Gunn- birni. Þetta ku verða að ganga gegnum — VIKAN 13. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.