Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 16
Richard W. Dowling var Texasbúi af
írskum ættum. Hann lét ungur nokkuð
að sér kveða í fjármála og skemmtana-
lífi Houston, því 19 ára gamall hafði hann
komið svo undir sig fótunum, að hann
gat fest kaup á krá í borginni. Hann end-
urskírði hana og kallaði Bakkusarbank-
ann, og auglýsti hana á fjármálasíðum
dagblaðanna sem stofnun, sem samkvæmt
stefnuskrá sinni „verzlaði með áfengi í
skiptum fyrir gull, silfur og bankaseðla“.
Og þegar borgarastyrjöldin brauzt út,
hafði hann náð svo langt að eignast þrjú
útibú: Knattleikhús, spilastofu og almenn-
ingsbað — allt ríkulega útbúið með vín-
stúkum.
Nú þegar borgarastyrjöldin hófst, hafði
Dick Dowling engan áhuga fyrir að verja
bómullararistokrata Texas eða rétt þess
til þrælahalds. En hann vildi, að hver og
einn berðist fyrir því, sem honum væri
kærast, og það var í hans tilfelli Bakkus-
arbankinn með öllum sínum útibúum.
Hann veigraði sér við að hugsa um það,
hvernig færi fyrir þessum eignum hans,
ef Norðurríkjaherinn legði Houston und-
ir sig. Svo þegar heimavarnarlið var mynd-
að, með sérstakri deild fyrir íra, þáði
hann liðsforingjatign í þeirri deild. Síð-
an skipaði hann í snarheitum 42 fra,
fasta viðskiptavini í Bakkusarbanka, í her-
deild sína, með því loforði, að þeir skyldu
fá ótakmarkaða krít með viskíið. Þegar
mennirnir höfðu verið formlega skráðir
í herinn, gekk Dick fram fyrir barborðið
og ávarpaði menn sína:
— Opinberlega erum við Company F,
í fyrstu herdeildinni í Texas. Hefur ein-
hver ykkar skotið úr falbyssu?
Það hafði enginn gert, og því var vel
við hæfi, að fallbyssurnar, sem þeir fengu,
höfðu ekki verið hreyfðar árum saman.
Þeir smurðu þær og bölvuðu þeim, og
komu þeim þannig smám saman í það
horf, að þær puðruðu úr sér kúlunum.
Jafnframt fikruðu þeir sig áfram með
notkun þeirra og lærðu smám saman á
þær, en fyrsta eldraunin var í janúar
1863, þegar þeir ráku deild sambands-
hersins frá Galvestoneyjum.
Um þetta leyti höfðu Norðurríkjamenn
beint athygli sinni mjög að Texas. Það
var orðið áríðandi að koma í veg fyrir,
að þetta mikla landflæmi gæti óáreitt séð
Suðurríkjaherjunum fyrir kjöti og korni,
og sömuleiðis var nauðsynlegt að loka
sjóleiðinni, þar sem Suðurríkjamenn
komu bómullinni frá sér til erlendra mark-
aða, en fluttu vopn inn í staðinn. Þess
vegna var 23 skipum safnað saman í höfn-
inni í New Orleans — fimm brynvörðum
herskipum og 18 flutningaskipum — og
þau búin undir að fara til Texas með
15 þúsund manna lið. Yfirmðaur þessa
flota var William B. Franklin, höfuðsmað-
ur. Á þessum tíma þekktist ekki ritskoð-
un, og dagblöðin fluttu nákvæmar frétt-
ir af þessari fyrirætlun, svo yfirmaður
liðs Texas, Magruder hershöfðingi, vissi
nákvæmlega á hverju var von, hérumbil
hvenær og næstum því alveg hvar. Hitt
gat hann ekki vitað, að þess væri von,
að fámennur hópur agalausra og fordrukk-
inna íra yrði Norðurríkjamönnunum nokk-
ur Þrándur í Götu.
- Jón kóngur (þ.e. John Magruder)
æskir þess, að við mönnum gamla Griffin-
virkið, sagði Dick Dowling við menn sína,
um leið og hann veitti þeim einu sinni
enn aðgang að viskíbirgðum Bakkusar-
jg — VIKAN 13. tbl.
bankans upp á ótakmarkaða krít. Og í morgunsárið slagaði herdeildin af stað til
Griffinvirkisins. Þetta var 100 mílna gangur, en þegar þeir komu á leiðarenda, fundu
þeir ekkert virki. Skip sambandshersins höfðu eytt því gersamlega.
— Hvað gera bændur nú? spurði Dowling, þegar hann sá verksummerkin, en
flýtti sér svo að senda vagn til Bakkusarbankans, til þess að sækja meira viskí,
áður en menn hans misstu móðinn. Á meðan gaf hann skipun um að hrófla
upp einhvers konar vígi úr rústum gamla virkisins og leir, sem nóg var af, þarna
við ósa Sabinaárinnar. Því næst tóku menn hans sér fyrir hendur að koma fall-
byssunum sex fyrir og æfa skotfimi sína, en eftir nokkra stund var Dowling ljóst,
að þótt menn hans væru furðu hittnir, þegar um flöskukast var að ræða, höfðu
þeir litla hæfileika til þess að hitta skip með fallbyssukúlu. Eftir að hafa hugsað
þetta vandamál nokkra stund, kvað hann upp úr með úrskurð, sem ekki hefur enn
komizt í bækur herfræðinnar.
— Ef við getum ekki skotið skipin þar sem þau eru í það og það skiptið,
sagði hann, verðum við einfaldlega að bíða, þangað til þau koma þangað, sem við
getum skotið þau. Og alla aðfaranótt hins 7. september árið 1863, vann herdeildin
sleitulaust að því að festa byssurnar þannig, að þær miðuðu nákvæmlega á baujurn-
ar, sem merktu innsiglinguna. Þegar því lauk, var viskívagninn rétt nýkominn aft-
ur, og þar sem nú var ekkert annað að gera en að bíða, settust menn að sumbli
á nýjan leik og nutu enn lánstrauts í Bakkusarbankanum. Og þegar floti Sambands-
hersins birtsit rétt fyrir myrkur um kvöldið, voru virkisbúar svo vel fyrir kallaðir,
að þeir kenndu ekki hins minnsta beygs.
Um nóttina kom hraðboði með bréf til Dowlings liðsforingja. Dick leysti bréf-
berann út með flösku af völdu viskíi og reif upp bréfið. Þegar hann hafði lesið
það, ávarpaði hann menn sína:
Hérna fáum við fyrirskipanir, sagði hann, og veifaði bréfinu í kringum sig
með dramatískum tilburðum og hæðnisbrosi. — Ég skal lesa þær fyrir ykkur, ef
þið viljið. En undir rósamálinu er meiningin þessi: Við eigum að eyðileggja fall-
byssurnar og forða okkur á fullri ferð. Og það er Jón kóngur sjálfur, sem skrifar
undir. Hann gretti sig yfir hlátrinum, sem reis við orð hans, og hélt áfram, strang-
ur í máli: — Má ég vekja athygli ykkar á því, að hann er æðsti yfirmaður Suður-
ríkjanna, meira að segja hinnar heilögu moldar Texas.
Þetta vakti aðra hláturgusu, og eins og þaulvanur skemmtikraftur beið hann eft-
ir þögn. Hópurinn var harla lítið hermannlegur, hver lá þar sem bezt fór um hann,