Vikan - 25.03.1964, Síða 23
Marian gckk eftir stignum og geSshræring hennar óx með hverju
spori. Sjávarniðurinn varð hærri, þegar hún nálgaðist brúna, og
hún fann hvemig jörðin titraði undir fótum hennar.
talinu lauk, vissi hún hvers vegna
Paul hafði verið svona reiður og
hvers vegna hann var núna svo
auðmjúkur.
Hún heyrði þegar Paul lagði á
og þá gerði hún það sama eins
hljóðlega og hún gat. Hún starði
á örkina fyrir framan sig. Paul
var í vandræðum — peninga-
vandræðum. Hann skuldaði þess-
um manni mikla peninga. Og
Stroud, hver sem það nú var,
vildi ekki bíða lengur. Paul hafði
reynt að skýra út fyrir honum,
að hann gæti borgað miklu meira,
ef hann aðeins fengi dálítinn
frest. En Stroud þekkti þess kon-
ar undanbrögð. Samtalið endaði
á því, að Paul sagðist mundi
koma sjálfur á skrifstofuna og
skýra þetta fyrir honum.
Skýra hvað? Hvar hafði hann
von um að fá svona mikla pen-
inga? Tvö hundruð og fjörutíu
þúsund krónur. Hann gat ekki
leitað til hennar, þótt hún hefði
viljað hjálpa honum, því að eign-
in var ekki enn að fullu afhent
henni. Það voru mörg smáatriði,
sem enn var eftir að ganga frá.
Lögfræðingurinn sagði henni, að
þess háttar væri vant að taka
töluverðan tíma. Það gerði ekk-
ert til. Henni lá ekkert á. Bank-
inn mundi láta hana fá það sem
hún þyrfti á að halda, þar til
búið vræi að ganga frá erfða-
skránni. En hvað átti Paul við
með því, að hann gæti borgað
þetta bráðlega?
Joe frændi hafði arfleitt hana
að öllu, sem hann átti. Það var
hálfóþægilegt. Ef til vill var þetta
þvingaða andrúmsloft bara henn-
ar eigin hugmyndaflug, því að
enginn hefði getað boðið hana
inr.ilegar velkomna en Florence
frænka og Paul gerðu. En grun-
urinn var innst í hugskoti
hennar, og orsök hans var gjaf-
mildi, en þó eigingirni Joe
frænda.
Hún hafði ákveðið að gefa
Florence frænku húsið, þegar hún
væri búin að fá umráðarétt yfir
því, og hún ætlaði líka að hjálpa
Paul. En það vissi hann ekki.
Ef hann átti þessa peninga ekki
núna, hvernig hafði hann hugs-
að sér að útvega þá? Hver var
þessi Stroud? Og hvernig hafði
Paul farið að því að stonfa til
svona stórrar skuldar? Var þetta
einhver viðskiptaskuld? Hver var
eiginlega atvinna Pauls? Það
virtist sem hann kæmi og færi
að eigin geðþótta, og oft var hann
heima eða að aka bílnum. Hvað-
an fékk hann peninga? Enginn
hafði minnzt neitt á atvinnu hans.
Henni hafði ekki dottið í hug að
spyrja um það. Það kom henni
ekki við. Eða skipti það hana
kannski miklu?
Bak við þessar hugleiðingar lá
minningin um það sem komið
hafði fyrir daginn áður. Hvers
vegna hafði Paul verið svona
áfram um að sýna henni humar-
gildrurnar? Hvers vegna hafði
hann ekki tekið eftir því, að
reipið var fúið? Hvernig komst
hann upp á bjargbrúnina?
Það fór hrollur um Marian þótt
hún sæti í sólskininu við glugg-
an. Hún braut bréfið hægt sam-
an og lagði það í skrifborðsskúff-
una. Hún stóð á fætur þegar hún
heyrði útidyrahurðina skella og
opnaði dyrnar fram í forstofuna.
Enginn var sjáanlegur, en hún
heyrði fótatak úti á mölinni á
stígnum. Hún gekk í gegnum for-
stofuna og inn í borðstofuna.
Gluggi hennar sneri út að inn-
ganginum í húsið.
Hún gekk inn og lokaði hurð-
inni eftir sér. Bak við glugga-
tjaldið sá hún Paul ganga inn í
bílskúrinn. f gegnum opnar dyrn-
ar sá hún litla bílinn, sem Paul
átti, og hann virtist ósköp lítil-
fjörlegur í samanburði við glans-
andi gula bílinn, sem nú var í
eigu hennar.
Hann ók sínum bíl út og þaut
síðan á fleygiferð niður inn-
keyrsluna með þykkan rykmökk
bak við sig. Hún sá hann beygja
til hægri fyrir utan stóra járn-
hliðið og aka svo í átt til bæjar-
ins.
Marian stóð litla stund og hugs-
aði sig um áður en hún gekk
út úr stofunni.
Hún heyrði að vinnustúlkan
var að ryksuga inni í setustof-
unni, og rödd Florence frænku
heyrðist úr eldhúsinu. Hún var
að tala við Amy um hádegisverð-
inn. Marian gekk hröðum og
hljóðlausum skrefum upp á loft.
Svefnherbergi Pauls lá fyrir
enda gangsins. Hún gekk inn og
lokaði hurðinni. Herbergið var
vel búið húsgögnum og á því var
stór gluggi. Henni fannst hún
vera njósnari eða glæpamaður,
en hún varð að vita eitthvað
meira um Paul.
Hún opnaði náttborðsskúffurn-
ar, sem báðar voru tómar. Hún
gekk að fataskápnum. Hann var
of lítill fyrir hina mörgu fatnaði
Pauls og herðatrjánum var þrýst
þétt saman. Hún fór í vasana á
fötunum. f vasa smokingsjakk-
ans fann hún meðlimsskírteini
að Casinoklúbbnum og saman-
vöðlaðan happdrættismiða og í
vasanum á sportjakkanum var
hálfur sígarettupakki. Annað var
þar ekki.
Síðan rannsakaði hún snyrti-
borðið. En þar var aðeins venju-
lega hluti að finna, svo sem
skyrtuhnappa, naglaþjöl, vasa-
klúta, hárvatn og glas með asp-
eríni.
Þá var ekki annað eftir en háa
kommóðan. Fjórir efstu skúffurn-
ar voru fullar af fötum. Sú
neðsta var þung, og þegar henni
hafði tekizt að opna hana, sá
hún hvernig stóð á því. Hún var
troðin af gömlum blöðum. Það
voru margir árgangar að sigl-
ingatímaritum og veiðiblöðum og
leiðbeiningar um, hvernig ætti
að vinna í spilum, en það sem
vakti athygli hennar voru forsíð-
urnar, því að margar þeirra voru
frá hestaúcappreiðum. Eins og
meðlimsskírteinið að klúbbnum
og happdrættismiðinn, sýndu
þær, að Paul hafði áhuga á alls
konar veðmálum og fjárhættu-
spili.
Marian settist á gólfið og fór
að blaða í tímariti um kappreið-
ar. Hún tók fljótlega eftir nafn-
inu Wilson Stroud. Það var stór
auglýsing: „Verið í reikning hjá
Wilson Stroud“ stóð stórum stöf-
um. „Viðstaddur allar kappreið-
ar“. Hún fletti öðru blaði og rakst
þar aftur á nafnið. „Látið Stroud
sjá um veðmálin“.
Þannig lá þá í því. Paul skuld-
aði stórfé vegna veðreiða! Það
var ekki undarlegt að hann kæm-
ist í geðshræringu út af síðasta
símtalinu. Hann vildi auðvitað
fyrir alla muni halda þessu
leyndu — en Stroud hafði hótað
að láta til skarar skríða.
Undir rólegu yfirborðinu var
Paul á barmi örvæntingarinnar!
Þegar hún lagði blöðin aftur
á sinn stað, rakst hún á gamla
vasabók, sem lá innst í skúffunni.
Hún tók hana og fletti síðunum.
Það var ekki skrifað neitt í hana,
en gömul úrklippa úr dagblaði
datt úr henni. Það var stutt til-
kynning, þar sem þeir, sem far-
izt höfðu í flugslysi, voru taldir
upp, og í kringum eitt nafnið var
dreginn hringur með grænu bleki.
Framhald á bls. 44.
VIKAN J3. tW, — 23