Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 36
ER MÁLNING, SEM
EYÐIR RYÐI, SPARAR
TÍMA OG FYRIRHÖFN
- ER AUÐVELD í
MEÐFÖRUM - SAND-
BLÁSTUR OG RYÐ-
HREINSUN ÖÞÖRF.
H ARP A
— Ja, ég meinti það nú. Gerðu
svo vel.
— Austurbrún . . . það hvílir
á þessu.
— Ha?
—Þér keyptuð af Geirmundi . . .
— Geirmundi Pálssyni. Ég
seldi Hræreki Jónssyni.
— Nú Hræreki? Hér stendur
Þorgrímur . . .
— Það er ég.
— Já, ég skil. En eins og ég
sagði yður, það hvíla fimmtíu
þúsund þarna á þessari íbúð.
Vitið þér ekkert af því?
— Jú, það var alveg rétt. Ég
var nú bara búinn að gleyma
því . . .
— En það er ekki hægt að
þinglýsa afsalinu meðan hvílir
á . . .
— Já, ég man það núna, að ég
átti að yfirtaka þetta lán.
— Þá verðið þér að fá veð-
leyfi hjá Þorgrími.
— Hjá mér?
— Nei, Hræreki, eða hvað er
ég að segja. Má ég sjá afsalið?
Já, þér verðið að fá leyfi undir-
skrifað af Geirmundi og svo þarf
að fara með það til hans Jóns
þarna hjá byggingasamvinnu-
félaginu og síðan er hægt að þing-
lýsa veðleyfinu. Formsins vegna,
skiljið þér.
Sagði einhver skriffinnska? Já,
en á einhverju verða mennirnir
að lifa. GS.
AUGU ÁSTARINNAR
Framhald af bls. 13.
aði það, að mér skyldi nokkurn tíma
hafa dottið í hug að hemisækja
þessa stúlku. Þó að veröldin væri
full af sorg og armæðu, var þess
ekki nokkur þörf að vera að leita
þesshóttar uppi. Eg sárkenndi í
brjósti um hana, en gat ekki að-
hafst neitt til að létta byrði henn-
ar í lífinu. Ég fór beint í rúmið.
Um leið og ég slökkti á lampan-
um, fór ég að hugsa um hver ævi
hennar væri í myrkrinu, að hún
mætti ekki greina menn eða and-
lit, skoða blóm eða njóta sólar-
lagsins og virða fyrir sér grænt
grasið. Þegar ég hafði starað
nokkra hríð út í myrkrið, var ég
því feginn að geta þó greint út-
lit umhverfisins og hluta, sem voru
í kringum mig. Og um leið var
ég djúpt snortinn af endurminning-
unni um þokka hennar, hve ítur-
vaxin hún var, fingur hennar grann-
ir og sveigjanlegir og rödd hennar
hlý og hljómþýð. Og það tók mig
langan tíma að falla í svefn.
Það rigndi án afláts allan föstu-
daginn og laugardaginn fram yfir
hádegi. Ég skrifaði um hríð, sat
svo úti við gluggann og reykti,
horfði á hvernig regnvatnið rann
í lækjum eftir götunni og fossaði
niður um ristarnar.
Ég fann til svengdar, og þar eð
ekki var ætur biti heima, brá ég
mér í regnkápu, setti upp gamlan
hatt og labbaði mig út í kínversku
matsöluna á horninu. Þar keypti ég
stóran skammt af krydduðu fisk-
mauki, og andartaki síðar stóð ég
á dyraþrepinu hjá Andreu og
hringdi bjöllunni, rétt eins og það
hefði alltaf verið tilgangurinn.
Hún kom til dyra, klædd síðum
buxum og hvítri blússu og með gul-
an borða um tinnusvart hárið,
mjúkt og sítt. Mér fannst það ein-
hvernveginn, að hún vissi hver
kominn væri, áður en ég ávarpaði
hana.
„Andrea", sagði ég. ,,Ég er
hérna með tvöfaldan skammt af
kínversku fiskmauki — hefur þú
nokkurn áhuga á þessháttar?"
Hún brosti og benti mér að
koma sem fljótast inn úr rigning-
unni. Ég hikaði við. ,,Ég er renn-
blautur", sagði ég.
,,Ég skal taka við vosklæðun-
um", sagði hún og hló við. ,,Ég
hengi þau inn í baðherbergið".
Þegar hún hafði tekið við káp-
unni minni og hattinum, reimaði
ég frá mér skóna og smeygði mér
úr þeim.
„Viltu koma með fiskmaukið
hingað", kallaði hún til mín úr eld-
húsinu. Ég gekk þangað, fram hjá
hægindinu, þar sem Emely sat og
blimskakkaði á mig gulum, tor-
tryggnislegum glyrnunum.
Þegar við höfðum látið fiskmauk-
ið á diskana, gengum við fram í
dagstofuna aftur.
,,Éf þér stendur á sama þó að
þú sitjir á gólfinu", sagði Andrea,
þá getum við haft diskana hérna
á kaffiborðinu undir glugganum".
„Það fer aldrei betur um mig,
en þegar ég sit á gólfinu", sagði
ég.
Hún settist á gólfábreiðuna og
dró fæturna mjúklega undir sig.
Ég settist gegnt henni. Gráfölva
skímu lagði inn um gluggann og
regnið buldi á rúðunum.
Ég virti hana fyrir mér á meðan
við vorum að borða. Nú, þegar
hún var svona nálæg mér, sá ég
að hún var einkar fríð. Einhvern
veginn hafði lítill lokkur smeygt
sér undan guia borðanum og lék
sér laus um vanga henni, en það
var eins og hún fyndi á hvað ég
horfði, því að hún brá hendinni og
hagræddi honum eins og vera átti.
„Þetta er afbragðs matur", sagði
hún. „Mun betri en kjötsnúðarnir,
Tjamarstofan
Hafið hugfast að hárið er prýði konunn-
ar ef það er vel lagt og snyrtilegt. Látið
því okkur annast hárgreiðsluna og pant-
ið tíma í síma 14662.
TJARNARSTOFAN - Tjarnargötu 10 - Simi 14662 HS
gg — VIKAN 13. tbl.