Vikan - 25.03.1964, Page 40
TVöfalt CUDO-einangrunargler gegn kulda
og hávaða.
MERKIÐ SEM NÝTCR TRAUSTS ER
CUDOGLER H. F.
SKÚLAGÖTU 26 — SÍMAR 12056, 20456.
ar við sátum þannig saman. „Trú-
ir þú á guð?"
„Já", svaraði hún lágt.
„Blindan hefur þá ekki gert þig
beiska í skapi?"
„Hefði ég ekki orðið blind",
svaraði hún þýðum rómi, „þá er
vísast að ég hefði litið á náttúr-
una og umhverfið eins og sjálf-
sagðan hlut. Blindan hefur orðið
til þess, að ég hef orðið að leita
þetta allt uppi á nýjan leik. Og
er ekki guð hvarvetna, þar sem
manni verður leitað?"
Margt kvöldið dvaldist ég heima
hjá henni, hvíldist á legubekknum
á meðan hún lék angurværa sónötu
eða gázkafullt lag, þrungið fjöri
og ástríðu ungra elskenda. Við
snæddum og drukkum saman og
dögg vínsins glitraði á vörum henn-
ar, og það voru ekki neinar skáld-
legar ýkjur, að hún væri mér sem
fagurt, angandi blóm á eyðimörk
hversdagsleikans.
Engu að síður setti tortryggnis-
kennd varúðin mark sitt á öll okk-
ar kynni og allar okkar samveru-
stundir og reis sem múr á milli okk-
ar. Þegar ég reyndi að kyssa hana,
fór hún undan og brynjaði sig
varnarleysi sínu, svo að ég gerðist
líka tortrygginn og varkár, og vet-
urinn leið, án þess að við ræddum
tilfinningar okkar, unz það gerðist
eitt kvöldið, að mig þraut þolin-
mæðina og rauf þagnarmúrinn,
sem skildi okkur að.
----------------------------------1
Hún hafði staðið upp af bekkn-
um við píanóið og setzt á gólfið
hjá legubekknum, þar sem ég lá
og munaði minnstu að höfuð henn-
ar snerti hnén á mér, en mánalýs-
an lék um andlit henni og veitti
því annarlega fegurð. Ég strauk
hendinni um hár henni, mjúkir lokk-
arnir bylgjuðust við lófa mér, og
ég fann hve mjög henni varð um
snertingu mína. Og skyndilega
vaknaði hjá mér sú löngun að mega
eiga hana fyrir konu, sterk og Ijúf-
sár löngun, sem ég vissi ekki áður.
„Ég elska þig, Andrea", sagði
ég.
Hún rétti úr sér og dró að sér
höndina, sem hún hafði lagt á
legubekkinn.
„Það er til gömul þjóðsaga",
mælti ég enn, „um blindan mann
og lamaðan, sem tóku fylgd sam-
an og fundu að lokum lind, sem
þeir lauguðu sig í og urðu þá báðir
heilir meina sinna".
„Ég vil ekkert um ást ræða",
sagði hún um leið og hún reis á
fætur og gekk yfir gólfið út að
glugganum.
„Ætlarðu þá að lifa ein og
ógift alla ævi?" spurði ég. „í þess-
ari þröngu og myrku íbúð og
kenna börnum að leika á píanó,
sem ekki hafa minnstu löngun eða
hæfileika til þess?"
„Ég get séð um mig sjálf", sagði
hún. „Og ég þarfnast ekki heldur
neins til að sjá mér farborða".
„Við höfum öll þörf fyrir hvort
annað", sagði ég.
„Ég get séð um mig sjálf", end-
urtók hún, og það var eins og
orðin tættu hennar eigið hold frá
beinum. „Ég þarfnast ekki neinn-
ar meðaumkunar".
Hún flúði frá glugganum, flúði
lengra frá mér inn í skuggana og
brynjaði sig þögninni. Og ég lá
þarna einn í mánalýsunni . . .
Eftir þetta liðu svo nokkrar vik-
ur að ég sá Andreu ekki. Ég skrifaði
af kappi, af meira kappi en nokkru
sinni fyrr. Drakk líka meir en áður
og var oft á gangi um trjágarðana,
einn saman. Hvar sem ég fór, var
hún mér nálæg, enda þótt stoltið
og reiðin bægði mér frá dyrum
hennar. Á kvöldin, þegar ég heyrði
nemendur hennar leika á píanóið,
greip mig áköf angurværð. Þegar
ég var á leiðinni heim á kvöldin,
nam ég stundum sfaðar og beið
þess að ég sæi skugga hennar
bregða fyrir á gluggatjöldunum.
Og svo tók veturinn að þoka
fyrir vorinu; vindar blésu um göt-
ur og stræti borgarinnar á nóttum
og moldin í görðunum rumskaði
og beið þess að sólin vekti frjómagn
hennar af dvalanum. Ég lá löngum
andvaka á nóttum og hlýddi gný
stormsins á gluggunum og vissi að
Andrea mundi líka liggja andvaka
og hlusta. Og svo var það einn
morguninn, að þröstur settist á
grein fyrir utan gluggan minn og
tók að syngja, og þá vissi ég, að
nú var komið vor.
I lok aprílmánaðar, síðari hluta
dags, var ég á leiðinni út í veit-
höfðu verið tekin niður, gekk ég
umsvifalaust upp þrepin að útidyr-
unum og reyndi á hurðina. Hún
reyndist ólæst og ég gekk rakleitt
inn, kallaði á Andreu, en fékk ekk-
ert svar. Húsgögnin voru öll á bak
og burt, stofurnar auðar og tóm-
ar og ég var í þann veginn að
hverfa á brott; hugðist í örvæntingu
minni hafa tal af bílstjóranum og
spyrja hann hvert flytja skyldi, en
kom þá auga á gráan, kafloðinn
feld Erríily inni í eldhúsinu. Þá vissi
ég að Andra mundi koma aftur
áður en langt um liði.
Ég beið svo fram í rökkur. Fann
mjólk í ísskápnum, hellti á undir-
skál og setti fyrir Emily, en hún
vildi ekkert af mér þiggja.
Stundarkorni síðar heyrði ég að
bíll staðnæmdist úti fyrir. Ég gekk
út að glugganum og sá hvar Andrea
steig út úr leigubílnum. Andartaki
síðar kom hún inn, og enda þótt
ég stæði grafkyrr og gæfi ekki frá
mér minnsta hljóð, varð hún mín
þegar vör.
„Pete", sagði hún, og mér var
ógerlegt að heyra hvort það var
hryggð eða gleði í röddinni.
„Þú ætlar þá að flýja", sagði ég.
„Halda á brott, án þess að láta
mig vita".
Hún yppti öxlum, eins og hún
vissi ekki hvað segja skyldi.
„Farðu þá", sagði ég. „Farðu
hvert á land, sem þú vilt. Nú skil
ég þig nefnilega. Þegar þú segist
hvorki þarfnast samúðar né með-
aumkunnar, ertu einmitt að verða
þér úti um hvorttveggja. Þúviltvera
ein þíns liðs, því að þá geturðu
ingakrána að fá mér bjór, þegar
ég veitti því athygli að stór flutn-
ingabíll stóð við gangstéttina, og
uppi á palli hans stórt píanó, bund-
ið niður með reipum. Mér brá, og
þegar mér varð litið upp í gluggana
á íbúð Andreu og sá að tjöldin
reitt þig á, að allir aumki þig".
„Þú hefur ekkert leyfi til að bera
mér slíkt á brýn", svaraði hún
veikri, hvísllágri röddu.
„Emily er hugrakkari og hrein-
skilnari gagnvart sjálfri sér en þú",
sagði ég hörkulega, „hún hefur að
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ÖRKIN HAN S NOA1
l’að er alltaf saml lelknrlnn I hénnl Ynd-
isfríð okkar. Hún hefnr fallð Srklna hans
Nóa einhvers staðar I blaðlnu og heiHr
Bóðum verðlaunnm hanða þehn, sem gctur
fundlð urkina. Verðlaunin eru stðr kon-
fektkassl, fuliur at bezta konfcktl, og
framleiðandinn er au.ðvltað Sælsætlsgerð-
in Nöl.
Nafn
HelmlU
Örkln er & bls..
Síðast er ðreglð var hlaut verðlaunln:
ÞÓRA K. ÁRNADÓTTIR,
Álftamýri 48, Rvík.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar. 13. tbl.
4Q — VIKAN 13. tbl.