Vikan


Vikan - 25.03.1964, Side 41

Vikan - 25.03.1964, Side 41
minnsta kosti hugrekki og hrein- skilni til að laumast út í garðinn að næturþeli. Hún er ekki að vila það fyrir sér þó að óstarævintýrin ýfi feld hennar. En þú óttast ástina". Það var sem hún engdist sund- ur og saman við ásakanir mínar; eins og hún vildi leggja á flótta, en þryti mátt til þess. Og þegar mér varð að virða fyrir mér fölt andlit hennar, rann mér reiðin. ,,Áður en ég kynntist þér, var líf- ið mér einskis virði", mælti ég enn. ,,Þú hefur kennt mér að skoða alla hluti frá nýju sjónarmiði, trén og blómin og grasið; veitt mér nýjan skilning á moldinni og þyt vind- anna. Þú hefur kennt mér að all- ur leyndardómur lífsins geti verið fólginn í einni snertingu. Þú mátt ekki svipta mig þessu aftur". Það leið löng stund. Það var eins og hún héldi niðri í sér andanum. Síðan gekk hún til mín, hægum, hljóðum skrefum, lyfti hendinni og snart vanga mína og dró andann ótt og títt. Hún sagði ekki neitt, en í fyrsta skipti var snerting hennar þrungin heitri ástríðu. Hún snart hvarma mína og varir og hendur hennar titruðu af ást. Og ég grét, í fyrsta skiptið frá því ég var barn, af hrifningu gagnvart lífs- undrinu mikla. TÍr ENDASE ENGINKONA t ÞEIM HðPUM Framhald af bls. 21. um eldi húsdýra, t.d. dráttarhesta eða nautpenings. Eg sá hundruð þessara svörtu verkamanna, glugg- ar matskálanna voru opnir, hópar voru að leikjum á íþróttavöllum. Mennirnir voru hraustlegir, sæmi- lega til fara. Þeir fengu áreiðan- lega nóg að borða. Annað veit ég ekki. Mér er sagt, að þó að kaupið, sem þeir fá, sé lágt á okkar kvarða, þá nægi það ef þeir eru sparsam- ir — til framfærzlu fjölskyldum þeirra. í gær sagði Zutej lögfræð- ingur mér, (Ég segi e.t.v. seinna frá honum) að stöðugur straumur væri svartra manna inn í Suður- Afríku norðan úr Swazilandi, Bechu- analandi og Rhodesiu, ólöglega, suður yfir landamærin í von um að fá vinnu í námunum í „Goli". Mig myndi enginn fá lifandi ofan í kafbát eða námu, og allra sízt hér í Jóhannesarborg, þar sem ég les, að sumar gullnámanna séu rúmlega 11300 feta djúpar. Ég myndi ekki fara — hvað sem í boði væri. En ef örlögin hefðu áskapað mér að fæðast svartur hér norður f Swazilandi, þá er mjög sennilegt að ég hefði úr kofaskrifli mínu ekki séð önnur úrræði betri en þau til bjargar sjálfum, kerlingu minni og krakkastóði en að reyna að stelast að næturlagi suður yfir landamærin til námanna í Goli, og þá hefði ég staðið þar, svartur, saddur Swazilendingur, nýbúinn að senda kerlingu minni og krökkum spariskildingana og horft á hvftan ferðalang gægjast inn um glugga á matsalnum mínum sunnudags- morgun í desember 1963. Ég veit mjög lítið um þessar námur, en heimildarmaður minn frá í gærkvöldi, maður, sem ég trúi að viti hvað hann syngur, full- yrti, að ef hið ódýra vinnuafl feng- izt ekki, þá væru dagar þeirra all- ir, þar sem tilkostnaðurinn við vinnslu hverrar únzu væri nú orð- inn svo mikill, að auknar kaup- greiðslur myndu, að öðru óbreyttu, gera námureksturinn óarðbæran. Ekki veit ég hvað er í þessu efni um annan námurekstur að segja, en hér f landi fást úr jörðu flest þau nytjaefni, sem til eru, t.d. uraníum og demantar, en sé það svo að gildustu stoðir fram- leiðslunnar standi á grundvelli hins ódýra vinnuafls, þá myndi ég ekki telja að framtíðin væri mjög björt, en hér kann margt þó nýtt að koma til, meiri vélvæðing, hækkað kaup og þar með aukin kaupgeta í land- inu sjálfu. Ég veit þetta ekki, en er einungis sannfærður um, að á þeim tiltölulega fáu árum, sem liðin eru frá því, er vestræn verkmenning hélt hér innreið sína, þá hafa hér verið unnin stórvirki, og þegar horft er yfir þessa mikilfenglegu milljóna- borg, þá er það alveg furðulegt að ekki skuli vera liðin nema 78 ár frá því er fámennur hópur stóð hér á auðnum hæðadraganna og sagði: „Hér skal borg Jóhannesar rísa af grunni". Við vorum komin í hringleika- hús mánanna austan við megin- borgina klukkan rúmlega 10 í morgun. Það sem einkum vakti at- hygli okkar voru hinir gulhvítu haugar úrgangsefnanna frá nám- unum. Mér var sagt að þessi jarð- efni væru ónýt með öllu, og er nú talað um að klæða þau grasi eftir að búið er að þekja haugana eða réttara sagt hæðirnar, ein- hverju því, sem gras grær í. Ég veit ekki hve margir geta set- ið hér samtímis en bekkjarhringirn- ir eru 12 og ég get ímyndað mér að aflanga opna svæðið neðan áhorfendabekkjanna sé um 50x60 metrar. Hópar svartra manna í fjölbreyti- legum og litskrúðugum búningum eru utan hringleikahússins þegar við komum og einhvers staðar, eigi alllangt frá því dunar trumbuslátt- ur. Það er einhver ókyrrð í lofti, minnir á þegar verið er að fylkja veðhlaupahestum, en inni er enn allt hljótt. Hér er dansað alla sunnudags- morgna. Aðgangur er ókeypis, og veit ég ekki hvað veldur. Bannað er að fleygja peningum niður til dansaranna, og sé ég því ekki bet- ur en að hér sé mönnum með öllu fyrirmunað að sóa sínum skilding- um. Vel má vera að þetta sé ein grein þess kúnstuga púritanlsma, sem ég hef séð vaða á söxunum hér í blöðunum. Ég hef lesið grein- ar, þar sem menn krefjast þess að fólk syndi ekki á baðstöðum á sunnudögum. „Hvers vegna má ég ekki ganga með sjónum mér til skemmtunar á sunnudögum án þess að eiga á hættu að rekast á hálf- strípað flissandi fólk?" Ekki man ég nú hver það var, sem vildi láta banna allt flug á sunnudögum, en ég rakst uppi í Transvaal á blað með grein um það og ritaði hana einhver nafnkennd- ur góðborgari, prestur eða trú- hræsnari af ástríðu. Ég spurði mál- vin minn, Denis, hverju þetta sætti, en hann kenndi þetta blöðunum, sagði að þau væru alltaf í æsi- fréttahraki og gripu fegins hendi öllu þv!, sem afbrigðilegt væri, hvort sem um væri að ræða glæpi eða fágætt trúarofstæki. En ég trúi þessu mátulega. Sunnudagar skilzt mér að séu hér daprir dagar, alls konar takmarkanir á veitingastöð- um, bæði í drykk og annarri skemmtan, gott ef kvikmyndahús eru opin. Og þar sem svo er kom- ið málum eins og í Osló, að varla er hægt að fá að éta í veitingahúsi á sunnudögum fyrir skinhelgi, þá er vá orðin fyrir dyrum, tími til kominn að segja við þá, sem bezt njóta þeirrar sunnudagsgleði, sem einhverjum er til bölvunar: „Kæru trúarhetjur. Við látum það alveg afskiptalaust, hvernig þið haldið ykkar sunnudag heilag- an, að tilskildu því að þið látið okkur I friði, en ef þið takið frá okkur mat, drykk, meinlausar skemmtanir, bannið okkur að synda eða ferðast þá getið þið átt á hættu að við finnum upp á að koma ! veg fyrir að þið getið sótt kreddufundi ykkar á sunnudögum. Ef þið látið okkur ! friði, þá för- um við ekki með ófriði á hendur ykkur. Það er báðum hyggilegast". Mér hefir stundum komið eitt- hvað svipað í hug þegar ég heyri bindindismenn tala um að meina okkur hinum að fá okkur í staupinu með skikkanlegum hætti. Hvenær tölum við um að beita ofbeldi til þess að hella brennivíni ofan í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar? Okkur kemur það aldrei í hug. Við erum nefnilega lýðræðissinnar, fús- ir til að veita öðrum nákvæmlega sömu réttindi og þau, sem við vilj- um fá að njóta — frelsis til að fara í kirkju eða drekka brennivín — náttúrlega innan þeirra skynsam- legu takmarka, sem hvorttveggju eru sett, svo sem að fara ekki full- ur í kirkju og hefja ekki sálmasöng eða hávaðasaman bænalestur í drykkjukrá. Jú, ég gæti vel ímyndað mér að Púrítanarnir hérna segi: „Ef þessir vitlausu Negrar vilja endilega fá að dansa hér við nám- urnar á sunnudögum, þá úrskurð- ast hér með, að það sé Drottni Kolbogaljós Styrkjandi Ijósböð 7tlargra ára rcynsla gerir okkur kleifjt að ge$a árangursrikar ráðleggingar í vali og notkun snyrlivara. NÆRANDI: Lanolin-Crem. -— E-vitamín-Crem. DAGCREM: Hormona-Crem. — Moisture-Crem. Hreinsunar-Crem. Hreinsandi andlitsvatn og maski. Vandaöar vörur sem innikalda mjög lítið af ilmefnnm. Sendum i póstkröfu ásamt leiöbeiningum, ef óskaö er. PÓSTHÚSSTRÆTI 13. SÍMl 17394. VIKAN 13. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.