Vikan - 25.03.1964, Side 45
FEGURÐflRDROTTHINGHR
nota JOMI nuddtækið góða
en allir, jafnt karlar sem konur, ættu að nota það. Notið JOMI við
þreytu og verkjum, sem stafa af vanastöðum. Omissandi fyrir
íþróttamenn. Gigtveikir ættu að hafa samróð við lækni um notkun
þess. JOMI nuddpúðinn með hitastillingu nuddar á sama hátt og
tækið.
FERMINGARGJÖFINA eftirsóttu JOMI hárþurrkuna eigum við einnig.
BORGARFELL H.F.
Laugavegi 18 — Sími 11372
Marian gat ekki gert sér ljóst,
hvers vegna hún fór allt í einu
að skjálfa, en ósjálfrátt setti hún
þetta í sambandi við atburðina
daginn áður. Það gat hafa verið
tifraun. Orðinu skaut upp í huga
Marian. Paul hafði óskaS þess,
að hún væri dáin. Nú mundi hún
hvað Alan Chard hafði sagt:
„Hann vissi, að þér munduð
drukkna þarna á syllunni".
Hafði Paul reynt að drekkja
henni? En varla hefði hann hætt
sínu eigin lífi um leið? En hann
hafði komizt upp bjargið. Hvem-
ig?
Hún gekk að dyrunum, en opn-
aði þær ekki. Hún heyrði Mary
ÞAÐ ER
SPARNAÐUR f
AÐ KAUPA GfN u
Öskadraumurin við heimasaun Ómissandi fyrir allar kc sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæf Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700. Biðjið um ókeypis leiða Fæst í Reykjavík hj Dcmu- & herrðbúð Laugavegi 55 og Gísla Ndrteinssyi Garðastræti 11, sími 2 n i >nur, i. 00 rvisi á: inni íi 0672
koma með ryksuguna upp stig-
ann og í átt að herbergi Pauls.
Marian fylltist ofsahræðslu.
Hún mátti ekki láta koma að sér
hér í herbergi Pauls. Þó að hún
gæti látið sér detta sæmilega af-
sökun í hug, mundi Mary áreiðan-
lega segja Florence frænku það
og þá mundi það berast til Paul.
Hún hljóp að klæðaskápnum
og tróð sér inn á milli fatanna
og lokaði hurðinni varlega. Á
sömu stundu heyrði hún að Mary
kom inn í herbergið. Hún þrýsti
sér alveg inn að veggnum. Það
var loftlaust í þröngum skápnum
og hana sveið í nasirnar af kam-
fórulyktinni þar inni. Mary setti
ryksuguna í gang og Marian
fannst sem hún væri að í heila
eilífð. Hún beit á jaxlinn og sagði
í huganum: Ég má ekki gefast
upp!
Skömmu síSar var ryksugan
tekin úr sambandi og Marian
létti mikið. En þessu var nú samt
ekki lokið, því að Mary byrjaði
að þurrka af húsgögnunum og
tók sér góðan tíma til þess. Þegar
Marian fannst, að nú gæti hún
ekki lengur þolað innilokunina,
heyrði hún að síminn hringdi í
fjarska. Strax á eftir kallaði
Florence frænka á Mary.
— Nei, frú, hrópaði Mary. —
Ég hef ekki séð fröken Marian.
Ég skal gá hvort hún er inni í
herberginu sínu . . .
Mary fór út og Marian lædd-
ist út úr skápnum. Hún gægðist
út í ganginn og sá, að Mary stóð
úti á enda hans, að hálfu hul-
in af gömlu stóru klukkunni sem
stóð við dyrnar á herberginu
hennar.
Marian læddist út og komst
óséð að baðherbergisdyrunum.
Þangað fór hún inn og lokaði
hljóðlaust á eftir sér. Hún and-
varpaði djúpt af gleði. Svo lét
hún renna í vaskinn, vætti and-
litið með votum svampi og þerr-
aði það. Síðan gekk hún út á
ganginn.
Þar hitti hún Mary, sem sagði:
— Ó, þarna eruð þér, fröken.
Ég var að leita að yður. Það er
síminn til yðar.
Marian þakkaði henni fyrir og
gekk niður stigann. Florence
frænka var niðri í forstofunni.
Hún leit upp og sagði:
— Ég vissi ekki að þú værir
uppi. Þú hefðir getað notað sím-
ann inni hjá mér. Það er víst
Slater málafærslumaður, sem vill
tala við þig.
— Ég tala bara hérna niðri,
sagði Marian og hljóp niður síð-
ustu tröppurnar og að símaborð-
inu. Florence frænka fór inn í
stofuna, en lokaði ekki hurðinni
á eftir sér.
í símanum var þurrleg rödd
málafærslumannsins, sem sagði
henni, að bankastjórinn væri
ekki við í dag, en hann gæti tek-
ið á móti henni klukkan hálf-
ellefu næsta dag. Hann bauðst
til að sækja hana, en Marian
sagði, að hún mundi sjálf aka
inn til bæjarins.
Hún lagði tólið á og gekk inn
í stofuna. Florence frænka stóð
"’ð gluggann og reykti sígaretti’
úr löngu munnstykki úr jade.
— Þetta var Slater, sem er
búinn að ná í bankastjórann, ég
á að hitta hann klukkan hálf-
ellefu í fyrramálið, sagði Marian.
— Hann bauð mér að sækja mig,
en ég sagði honum, að ég vildi
heldur aka sjálf. Það er óþarfi
að ónáða hann alla leið hingað
út eftir.
Florence frænka tók út úr sér
munnstykkið og hló lágt. — Slat-
er er kurteis gamall herramaður,
sagði hún. — En það hefði ekki
verið honum til neinna óþæginda.
Hann á hús niðri í Wichwood við
hliðina á Chard. Hann býr þar
frá því snemma á vorin þar til
seint á haustin. Á veturna býr
hann svo inni í borginni. Hann
hefur íbúð uppi yfir þessari ryk-
ugu gömlu skrifstofu sinni. Það
hefði ekki verið neinn krókur
fyrir hann að koma hér við.
Hún gekk yfir að teborðinu við
vegginn og tók tappann úr kar-
öflu þar. ■— Hádegisverðurinn er
næstum tilbúinn. Langar þig í
eitt glas? Ég get mælt með
sherrýinu — það er að segja, ef
þú vilt það ósætt.
—■ Já takk. Marian horfði á
hana, meðan hún hellti í glasið.
Hún hugsaði með sér: Veit hún
að Paul er í vandræðum? Hvað
mundi hún segja, ef ég segði
henni, að ég héldi að hann væri
að reyna að drepa mig? „Marian,
ertu eitthvað veik, kæra barn?
Hvaðan hefurðu fengið þessa frá-
leitu hugmynd?“ Þetta mundi
hún segja. Þótt hún vissi að Paul
ætti í erfiðleikum og þó að hún
tryði mér, mundi hún ekki láta
á því bera. Hún mundi standa
VIKAN 13. tbl. —