Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.03.1964, Qupperneq 51

Vikan - 25.03.1964, Qupperneq 51
í FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 2. launin. Sem dæmi má nefna, að í marz 1960 — fyrir fjórum ár- um, kostaði potturinn af flösku- mjólk 3,15 krónur. í marz 1964 — á þessu ári — kostar hann 6,80 kr. Hækkunin er 115,87%. Almenn laun hafa ekki liækkað neitt svipað þvi eins mikið á sama tíma. Menn segja kannski, að þetla sé ekki réttlátt dæmi, þvi að mjólkin sé niðurgreidd. Að visu, já, en þetta er það, sem hún kostaði liinn almenna launþega. Ekki einu sinni bænd- ur, sem Reykvíkingar margir liverjir virðast telja að séu undir- rót alls ills i kauplagsmálum, liafa fengið svo mikla kauphækk- un. Jafnaðarverð mjólkur til bænda árið 1960 var kr. 4.09 potturinn, er áætlað á þessu ári 6,70 kr. Sú hækkun myndi vera nálægt þvi 67,5%, eða fast að þvi helmingi minni. Menn segja, að það sé ekki nema lógiskt, að allt vöruverð og þjónusta hækki i sama hlut- falli og kaupið, en ég held ekki, að það sé rétt. Ég veit t. d. ekki um eitt einasta fyrirtæki, sem er svo vel rekið, að það myndi ekki stórspara, með þvi að skipu- leggja betur starfsemi sína. Það á að liafa starfsskil milli manna glögg og góð og fara eftir þeim, það á að lita eftir þvi, að menn mæti til vinnu á réttum timum og vinni en ekki að þeir hangi yfir krossgátum og kjaftagangi. Jafnvel getur komið til greina að samningar um kaup geri ráð fyrir að mönnum sé greitt kaup cftir hæfni þeirra í starfi, en sérstakir, valdir menn kvaddir til hæfnismats. Þetta myndi stórbæta ástandið og stuðla veru- lega að því, að vítahringurinn: Kauphækkun — verðhækkun — snerist ekki eins hratt. Hins vegar tel ég, að bent hafi verið á mjög atliyglisverða stað- reynd í sambandi við þetta mál, og um leið á raunhæfa úrbót. Einhvern tima á útmánuðum flutti Hannes Pálsson frá Undir- fclli erindi í útvarpið undir fyrirsögninni Um daginn og veg- inn. Ég hef séð Hannes einu sinni eða tvisvar og lieyrt jafn oft til lians, og átti ekki von á, að úr Bréfaskipfi Við pilta og stúlkur, 16—21 árs. Áhugamál: Hestar og margt fleira. Arnbjörg Eiríksdóttir, Stóru-Reykjum, Haganesvík, Skagafirði. Norskur sjómaður, 20 ára, 175 cm á hæð, ljósskolhærður, óskar að skrifast á við íslenzka stúlku. Mynd fylgi. Arne Handeland, M.s. „Betty“, Chr. F. Bonnivie, Hákon den 7gt. 1., Oslo, Norge. barka hans kæmu þau hljóð, sem ég myndi leggja eyrun eftir. En sú varð samt raunin á. Ég held að Hannes hafi einmitt stutt á réttan stað, og hafi liann þökk fyrir. Hvort pólitiskir and- stæðingar hans, og mennirnir sem ráða þessum málum, eru sama sinnis, er eftir að vita. Og segja mætti mér, að þeir létu þau sem vind um eyru þjóta, þvi sá hefur mér sýnzt vaninn hjá pólitíkusum, ef um er að ræða úrbætur, sem andstæðing- ar þeirra benda á. Hannes benti i þessu erindi á hina ofsaháu liúsaleigu, sem grasserar nú i flestu þéttbýli, og ekki hvað þá sízt i Reykja- vik. Heita má, að ógerningur sé að fá leigða ibúð i Reykja- vik fyrir minna en 3500 krónur á mánuði, og þarf raunar ekki að vera merkileg hola, til þess að leigan sé miklu hærri. Það við bætist, að ganga þarf að ýmsum afarkostum, til þess að fá rétt til leigunnar, svo sem að borga hálf og heil ár fyrirfram, allt upp í tvö ár. Það sér hver maður, án þess að skrifa tölurn- ar á blað, að það er gersamlega útilokað fyrir mann, sem hefur t. d. 8000 krónur í mánaðarlaun — sem er drjúgum meira en verkamaðurinn hefur fyrir venjulegan vinnutíma — að verja 4000 krónum þar af i íbúð, liita og ljós, en það mun vera algert lágmark um þessar mundir. Þriggja manna fjölskylda kemst ekki af með minna i mat en 3000 krónur á mánuði, miðað við fisk, sem aðal uppistöðu matar, og hversu mikið er þá eftir? Og hugsið ykkur svo, ef þar ofan á bætist, að borga fyrir- fram — við skulum segja eitt ár — 48000 krónur á einu bretti plús vexti af þeirri uijphæð. Þetta er brjálæði. Hannes nefndi að visu ekki þesár tölur, en liann benti á, að eitt hið allra fyrsta, sem verð- ur að gera, ef nokkur raunveru- íegur vilji er meðal þjóðarinnar fyrir þvi áð koma i veg fyrir verðbólguvitahringinn, er að stöðvá þessa húsnæðismálavit- firringu. Við verðum að leggja miklu meira kapp á að byggja nógu mikið til þess, að grund- völlurinn hrynji undan okur- og afarkostaleigunni. Og það er ekki í valdi einstaklinganna að gera slíkt. Þeirra er viljinn og á- huginn, en verðbólgan hindrar getuna. Hið opinbera verður að hlaupa hér undir bagga, með hagstæðum byggingalánum, stór- auknum að hundraðshlutfalli, miðað við áætlað verð íbúðanna uppkominna, og veita þessi lán til langs tíma, með skynsamleg- um vöxtum. Meðan lnisaskjólið kostar að jafnaði meira en fjórðung til þriðjung af mánaðarlaununum, er vonlaust að stöðva verðbólg- una. SH. H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hnfnarfirfii - *Símar: !iOO'.22, 50023 <>y 00.122. - Rvykjnvik - Sívii 10322 - Vcsturvcr

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.